Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 13
hafa í oss tangarhald sem mest þeir geta, en það erum
vér sjálfir, sem verðum að sýna þeim, að þeir geti ekki
haldið okkur öðru vísi, en okkur semur til, og þetta
vona ég að landar okkar læri smásaman, hvort sem ég
lifi lengur eða skemur. Allt hvað við fáum frá Dönum
af þess konar tagi, verðum við að herja út sjálfir. Það
væri óskandi að ungir menntaðir menn gæti gefið sig í
þjónustu lands vors, til að fylgja málum þess, og að þeir
færi um kring, og héldi fundi til að skýra frá þjóðmál-
um vorum, og halda þeim í réttri stefnu.
Finnið þér mörg handrit eftir sr. Björn sáluga í
Tröllatungu? Hann átti margt. Rask talar um í formála
Snorra-Eddu að drengur í Hrútafirði hafi átt Eddu-bók
merkilega, sem Rask fékk ekki á ferð sinni. Hún mun
nú ekki spyrjast upp, vænti ég?
Forlátið mér þennan flýtismiða og verið ætíð sælir.
Yðar einlægur vin.
Jón Sigurðsson“.
Jón til Sighvats:
„Khöfn, 30/4 1871.
Háttvirti kæri vin:
Kærar þakkir fyrir yðar góða bréf 10. oktbr. í haust,
og þar meðfylgjandi æfi nafna míns, Jóns Sigurðssonar.
Ég skal sjá um að hún glatist ekki, og heilsið honum
kærlega með ástarþökkum, þó yðar sé samt mest fyrir-
höfnin.
Þér eruð reiður við kaupmennina, og kennið stjórn-
inni um að skemmd vara sé flutt, en hér eru önniir ráð
við. Allur almúgi á að heimta rannsókn og slcoðun sýslu-
manna undir eins og finnst skemmd vara. Skoðunar-
gjörðin verður auglýst í blöðum og kaupmanni stefnt
til skaðabóta. Kvartanir heima á palli duga elckert. Með
þessu móti vann Skúli fógeti mjölbæturnar á sinni tíð.
Þá var líka beinlínis steypt niður skemmda mjölinu
bótalaust. En hér verður að vera samheldni, svo ekki sé
allir að kalla hver á annan, og á Alþing og stjórnina,
en gjöra ekkert sjálfir, hvor um sig, sem gæti þó svo
mikið og margt. Þér segið mér að Strandamenn séu
reiðir Torfa# fyrir spítalamálið. Það ætti þeir ekki
að vera, því Torfi er svo góður þingmaður, að þeir
fá ekki annan betri að mínu áliti. Það er svo langt
frá hann vanti menntun til að vita hvað gjöra þarf,
og til að gjöra grein fyrir vilja sínum og atkvæði,
og hann er viss og áreiðanlegur, sem er mest vert.
Það er ég hreint hlessa á, hvað menn láta um þetta
spítalagjald. Þetta fer þó í okkar sjóð, en ekki annara,
og þó þegja þeir yfir tunnum gulls á ári, sem renna til
Dana, en fáein þúsund sem þeir sjálfir hafa not af ætla
að rífa þá hreint. Okkur vantar þó lækna, sjúkrahús Og
margt fleira til læknaskipunar, og hvað er þó goldið sé
svo sem 16 sk. af hverju hundraði fiska eða 8 sk. af
* Torfi Einarsson á Kleifum var þingmaður Strandamanna
1867-77.
tunnu lifrar! Ég skyldi þessa guði ef ég fengi 1000 til
hlutar, að gjalda svo sem 10 mörk. — Og yrði nú gjald-
ið svo að það þætti of hátt, þá má lækka það, og þar er
Torfi fús að leggja til með.
Það væri gaman að sjá yður á Þingvallafundi í vor, og
svo í Reykjavík í sumar, en það mun vera yður örðugt,
kostnaðar vegna, sem von er. Það er víst að mér þætti
gaman að þér gætið verið hér, en því er miður að kostn-
aðurinn til þess verður líklega eins of mikill. Ættartölu-
bækur eru hér nógar og margt annað, en hvergi hafið
þér samt betri ættartölusafn nú en í Rvík, í stiftsbóka-
safninu og hjá Jóni Péturssyni, og svo hjá Hólmfríði,
konu Jóns Guðmundssonar. Ættartölusafn Steingríms
biskups var án efa það bezta, en nú er það á eftir tím-
anum. Kostnaður hér yrði á að gizka svo sem 20 rd, um
mánuðinn, ekki stórt meira til að lifa sparlega og ef þess
þyrfti ekki að kaupa föt. En það er svo lítið sem þér
gætuð unnið yður inn með skriftum, þó þér hafið alla
fjársjóði sagnaritara Gísla Konráðssonar og fleira.
Þér segið það alla daga satt að útréttingar Bókmennta-
félagsins ganga mjög báglega, en hvað skal segja?
Kringumstæðurnar hjá oss eru svo, að hér er ekki gott
við að ráða, nema ef allir væri eins og þeir ætti að vera,
og það er ekki. Skírnir ætti að koma með fyrsta skipi
en þegar höfundurinn er ekki búinn, prentarinn ekki bú-
inn, þá er Skírnir heldur ekki búinn. Þegar höfundur
fatlast, stendur maður uppi eins og þvara. Og þó nú að
þetta gangi, þá er að ná í skip, þá er undir skilum kaup-
manna, skilum umboðsmanna, skilum félagsmanna. Með
öllu þessu getið þér þó huggað yður við það að félagið
hefir nú 3000 rd. í tekjur á ári, þar sem það hafði varla
800 rd. þegar ég tók við, og það prentar nú 60 arkir á
sama tíma sem það prentaði 6. Okkur vantar mest til-
lagsskil félagsmanna og styrk. Bækurnar í fyrra komu
á Skagaströnd seint (í ágúst héðan) því er ekki von þér
hafið fengið þær í oktbr. — Síra Sveinbjörn hefir sent
félaginu reiðilega þess peninga, en hann á bágt, eins og
við, þegar svo óheppilega fer með sendingar. Líklega
væri bezt að senda á Isafjörð ykkar bækúr. Við verð-
um að vera þolinmóðir, þegar við gerum hvað við get-
um, og það þykist ég gera í félagsins sporum.
Það væri vænt að fá ferðasögu Árna Magnússonar og
um rán Tyrkja á Berufirði 1627 og annál Kláusar. Ég
skal reyna að útvega yður eitthvað aftur, en þér eruð
ekki léttur í spurningum, því ekki get ég útvegað yður
að svo komnu það sem þér óskið af árbókum og Sturl-
ungu. Sálmasafn það sem þér senduð mér í haust með
hendi síra Markúsar Eyjólfssonar, sem var á Söndum.
Bókin frá 1707 er hið svokallaða Lesrím Jóns bps. Árna-
sonar.
Hvað ég get útvegað vður skal ég reyna, en hripið
það upp á seðil sér sem ég geti gevmt. Kannski ég geti
sent eitthvað til ísafjarðar í vor.
Verið ástsamlega kvaddur,
yðar skuldbundinn vin,
Jón Sigurðsson11.
Heitna er bezt 277