Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 10
SKÚLI MAGNÚSSON, KEFLAVÍK:
Bréfaskipti Sighvats Gr. Borgfiréings
oö Jóns Siguréssonar forseta
Svo lengi sem Íslendingar munu byggja þetta land
verður áhugi fyrir sögu og fornum fræðum við
líði. Einn nemur af öðrum mann fram af manni,
unz einhverjum kemur til hugar að festa fróð-
leikinn á blað. Þeir tveir menn sem nefndir eru hér í
fyrirsögninni áttu það báðir sameiginlegt að þeir unnu
íslenzkum fræðum ómetanlegt gagn, hver á sína vísu,
hver í sínu landi. En ólík voru ævikjör þessara tveggja
manna, annar átti þess kost að nema í skóla og teljast
lærður maður, en hinn nam allt af sjálfs dáðum og
komzt aldrei út fyrir landssteinanna, varð þó frægur
um land allt.
Um Jón Sigurðsson forseta þarf ekki að fara mörg-
um orðum, æviferill hans hefur verið rakinn ítarlega af
dr. Páli Eggert Ólasyni í fimm binda verki sem Þjóð-
vinafélagið gaf út á sínum tíma.
En þótt þeir hins vegar viti nokkur deili á Sighvati
Grímssyni Borgfirðingi, sem fást að einhverju leyti við
íslenzk fræði, eru hinir eflaust fleiri núorðið, sem ekki
kunna skil á honum. Mun því áður en kemur að sjálf-
um bréfunum verða rakinn ferill Sighvats í stórum
dráttum. Um frekari upplýsingar vísast til Árbókar
Landsbókasafns íslands 1964, en þar er prentaður sjálfs-
æviþáttur Sighvats eftir eigin handriti hans, varðveittu
í Landsbókasafni. Ennfremur er greinargóður æviþáttur
hans í Ársriti Sögufélags ísfirðinga 1961, eftir Björn
H. Jónsson skólastjóra.
Sighvatur Grímsson kom í þennan heim sunnudags-
kvöldið 20. desember árið 1840 í húsi nokkru á Skipa-
skaga. Foreldrar hans voru hjónin Grímur Einarsson
(f. 1797, d. 1851) og Guðrún Sighvatsdóttir (f. 1798,
d. 1859).
Ólst Sighvatur upp við fátækt og enga menntun. Hið
eina sem honum var kennt, var að lesa prent á algeng-
um bókum, þó ekki latínuletur. Það varð hann að nema
af sjálfsdáðum með því að bera saman eldra letrið (þ. e.
gotneskt) við latínustílinn, til að sjá hverjir stafirnir
væru líkir hver öðrum. Sömu aðferð hafði hann og til
þess að lesa skrift. Hann lærði að skrifa einnig af sjálfs-
dáðum og líkti þá gjarnan eftir stafagerð ýmissa manna.
Móðir Sighvats mun hafa kennt honum lestur og þá
fyrst á Sjöorðabók Vídalíns, og mun Sighvatur þá hafa
verið á 6. ári. Er hann var 11 ára var hann orðinn læs á
allt skrif. Á sama ári lærði hann og fingrarímið á rúmri
viku. Strax beygðist krókurinn til þess sem verða vildi,
því þegar á barnsaldri fór Sighvatur að lesa sögubækur,
annars var bókakostur mjög svo fátæklegur á þessum
árum, lítið nema rímur og sögur.
Vorið 1861 flutti Sighvatur vistferlum í Flatey á
Breiðafirði. Ollu þau vistaskipti straumhvörfum í lífi
hans að því leyti er tók til fræðistarfa, því þá kynntist
hann Gísla Konráðssyni, hinum mikla sagnaritara, er
þar hafði setið mörg ár og skrifað af miklu kappi.
Höfðu Flateyjarmenn styrkt hann til þeirra starfa og
dvaldist Gísli í búð nokkurri þar á eynni eins og fram
kemur reyndar í ævisögu hans, sem Sögufélagið gaf út,
á árunum 1911—14.
Haustið 1865 kvæntist Sighvatur Ragnhildi Brynjólfs-
dóttur úr Bjarnareyjum, en hún var systir Ólafs föður
Valgarðs Breiðfjörð kaupmanns í Reykjavík. Um þetta
leyti var Sighvatur í vinnumennsku á Skálmarnesmúla.
Hann hóf að halda dagbólt 1863 og var svo unz hann
féll frá.
Sighvatur var vanur að vera stuttorður við hvern dag
í bókinni, og lét við hver áramót alltaf fylgja nokkurs
konar yfirlit yfir liðið ár. Þetta segir hann í ársyfirlitinu
að enduðu ári 1863: „Árið 1863 var eg vinnumaður á
Múla og í Flatey hjá þeim Jóhanni Eyjólfssyni og konu
hans Salbjörgu Þorgeirsdóttur. Eg vann bæði í Flatey
og á Múla, því þau höfðu tvö bú, eitt á hverjum stað,
og var eg oftast á Múla, en hún einlægt í Flatey. Eg var
ekkert við sjó það ár, nema á Bakkabátnum Vestmann-
ey úr Flatey. Á þessu ári trúlofaðist eg kærustu minni,
Ragnhildi Brynjólfsdóttur, sem þá var líka vinnustúlka
hjá sömu húsbændum, eg var þá 23 ára, en hún 21 árs“.
Eins og fyrr segir fékk Sighvatur snemma áhuga fyr-
ir þjóðlegum fróðleik og skulum við nú líta á nokkra
útdrætti úr dagbók hans frá árinu 1863, sem sýna hvað
hann hefur m. a. gert:
18. jan. Sunnudagur. „Þá endaði eg Fóstbræðrasög-
una“.
25. jan. Sunnudagur. „Þá fékk eg hjá Jakobi, fyrir
274 Heima er bezt