Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 25
sínum, en líflét eigi að síður fanga
sinn, Atahualpa inkakonung.
Agirnd hinna spönsku ævintýra-
manna var nú vakin fyrir alvöru, og
ári síðar tókst þeim að brjótast inn í
Cuzco, höfuðborg inkanna, þar sem
þeir rændu og rupluðu að vild sinni.
Örvæntingarfull vörn inkanna leiddi
til algerrar eyðileggingar þessa
merka staðar. Rústir kastalaborgar-
innar stóðu aðeins eftir. Sagt er að
síðustu verjendur hennar hafi kastað
sér frarn af þverhníptum hamra-
veggjum fremur en falla í hendur
sigurvegaranna.
Cuzco var skrautleg borg. „Garð-
ur gleðinnar“ var umlukinn stærðar-
innar hofurn, þar sem prestar og að-
all inkanna bjuggu. Sólhofið var
mesti helgidómur þessarar borgar og
var það reist á 25 rnetra háum stalli.
Sólguðinn stóð í miðjum forsal
musterins og staður hans var þannig
valinn, að um leið og sólin hóf sig
upp yfir sjóndeildarhring söfnuðust
geislar hennar saman á stórri gullinni
skífu, endurköstuðust síðan á gim-
steinum prýddan sólguðinn, sem þá
var allur baðaður í glitrandi geisla-
flúri. Við fótstall hans hvíldu djásn-
um prýddar múmíur inkahöfðinga.
Tólf stórir burðarvasar úr skíra silfri
geymdu hið helga korn. Sólhofinu
var svo seinna breytt í dómíníkana-
klaustur.
Þessi merkilega borg hafði og að
gevma skrautgarða, sem hófu sig í
hæðir stall af stalli. Höggmyndir
þessara garða voru að sögn úr skíra
gulli og garðáhöld gæslumanna áttu
að vera úr silfri, annað var ekki við
hæfi.
í dag er Cuzco 65 þúsund manna
borg, og í stað sólhofs inkaguðsins
eru þar spánskar kirkjur og klaustur.
Þessi forna borg, „nafli heimsins“,
freistar þess enn að lifa á fornri
frægð, þótt það gangi illa.
(Þýtt og endursagt frá
ýmsum heimildum).
E. E.
Efri myncL: Hluti kastalaborgarinnar miklu. Nú eins kornr fornleifasafn.
Neðri mynd: Enn einn hluti hins rammgerða kastalamúrs. Sjáið stærð steina.