Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 2
Skammdegið grúfir yfir láði og legi, sólargeislarnir eru „loppnir, þreyttir, bleikir“ eins og Þorsteinn Erlingsson kvað, og það þótt veturinn hafi verið ósegjanlega mildur, daglengdin og sólargangurinn hlýðir sínu lögmáli. Margir, ef til vill allir, eru teknir að hlakka til jólanna, börnin í glaðri eft- irvæntingu um einhverja fallega hluti, skólafólkið eftir jólafríinu, og eldra fólkið af gömlum vana. Hátíð ljós- anna er og verður ætíð tilhlökkunar- efni, jafnt ungum sem gömlum, trú- uðum sem vantrúuðum. Jólin eru há- tíð ljóss og fagnaðar um allan hinn kristna heim, og stutta stund færa þau mennina nær hverja öðrum, þá stund komast menn næst því að vera með einum huga, hversu margt sem skilur að í daglegu lífi. Jólin eru ljósið, sem skin í myrkri skammdegisins, hvað sem öðru líður, hvort sem menn skynja fagnaðarboðskap þeirra eða ekki. Og svo mikill er máttur þeirra, jafnvel þótt sjálft fagnaðarefnið sé grafið í umsvifum verslunar og við- skipta, allskyns látum og hverskonar glysi og gáleysi, að þau sameina oss öll um stund. Oss, sem tekin erum að eldast þykir raunar allt umstangið og ysinn minna meira á föstuinngangs- læti en fagnaðarhátíð til minningar um þann atburð, er mestur og merk- astur hefir orðið í sögu mannkynsins. En í allri ljósadýrð jólanna gægjast þó fram svartir skuggar. Friðarboð- skapur englanna á Betlehemsvöllum, hefir verið óskadraumur mannkyns- ins í 2.000 ár, en þó sennilega aldrei fjar því að rætast en nú, þrátt fyrir allt friðarhjalið, sem lætur vel í eyrum, en er því miður vatn á mylnu verstu ófriðaraflanna. Yfir landi voru og þjóð hvíla fleiri skuggar en þeir, er stafa af lækkandi sól og skammdegis skýjum. Sam- kvæmt lögmálum náttúrunnar er skammt þess að bíða, að sólin hækki á lofti, og vor fylgir hverjum vetri. En I skammdegi það eru aðrir og þyngri skuggar, sem vér vitum ekki hvenær dreifast, eða hvort þeirri dimmu léttir nokkurn tíma. Vér vitum að þjóðin býr við efnahagsvanda meiri en oftast fyrr, sumt af honum eru sjálfskaparvíti óhófseyðslu og forsjárleysis þeirra, sem áttu að vita en vissu ekki, en að öðrum þræði því, að meginauðlind vor hafið hefir ekki getað veitt okkur það, sem vér höfum krafist, að veru- legu leyti þó vegna hóflítillar sóknar. Ég reyni ekki til að rekja orsakir, enda eru þær flestum kunnar. En allt um það, sem talið var, er þó einn illviðra- klakkurinn svartastur og uggvænleg- „Tortryggni, vantrú og von- leysi bœta ekkert böl, heldur auka það. Von, trú og traust eru aflvakar allra góðra hluta. “ astur, og það er sundrung þjóðarinn- ar. Nýlega er afstaðin kjaradeila og verkfall, harðvítugra og óbilgjarnara á báða bóga, en vér höfum verið vitni að um áratugi að minnsta kosti. Áhorfandi sem fylgdist með málun- um gat naumast annað séð en deilu- aðilar mættust, ekki til sátta, heldur með reidda hnefa tilbúnir að berja andstæðinginn niður ef nógu gott færi gæfist. Og hver getur vænst hag- kvæmrar útkomu þegar þannig er gengið til leiks? Og því miður hafa báðir aðilar tapað og um leið þjóðin öll. Ég á þar ekki við fjárhagslegt tjón. Það get ég ekki reiknað, en allir vita að það er alvarlegt, svo að ekki séu stærri orð við höfð. Og sá skaði getur orðið bættur, þótt það taki tíma. Hitt tjónið er torbættara og það er hið andlega tjón þjóðarsálarinnar. En það tjón er ekki sist vegna þess, að ríkis- stjórnin sjálf var annar aðilinn, og brást því trausti að sýna sáttavilja, sem nauðsynlegur er í hverri deilu, ef hún á að leysast viðunanlega. Víða kemur nú fram í ræðu og riti, að svo sé komið, að tvær þjóðir búi í landinu, og vitum vér þó fullvel, að vér getum öll rakið ættir okkar saman einhvers staðar á leið þeirra kynslóða, sem byggt hafa landið í 1100 ár, svo að ekki er kynþáttamun til að dreifa. En hið sorglega er, að í þessu tveggja þjóða tali er nokkur sannleikur. Og innan beggja þessara flokka, ég kann ekki við að kalla það enn þjóðir, eru síðan þrýstihópar, stórir og litlir, sem brjótast um hver og einn, og otar hver sínum tota. Þetta er svartasti skugg- inn, sem hvílir yfir oss á þessum skammdegisdögum. Sundrung, til- litsleysi, tortryggni og öfund vinna markvíst að því, að láta það á sannast að þjóðirnar séu tvær, og dýpka og breikka bilið milli þeirra. Það er alltaf jafnathyglisvert æfin- týrið um föðurinn, sem á dánardægri fékk sonum sínum stafina þrjá, eða voru þeir kannski fjórir, og bað þá að brjóta þá í einu lagi, það var þeim ofraun. en ef þeir reyndu við hvem einstakan hrukku þeir í sundur án átaks. Þjóð vor minnir nú að mörgu leyti á stafina þrjá, stafirnir, hags- munahóparnir eru að vísu miklu fleiri. Ég býst við flestir þeirra sjái hinn aðsteðjandi vanda, en þegar til átaksins kemur að verjast honum er því líkast, sem þeir geti ekki komið sér saman um neitt nema að hamast við að brjóta sinn stafinn hver. Vissulega mun meiri hluti þjóðar- innar viðurkenna þetta ef menn ein- ungis gefa sér tóm til að hugsa, styðja og gefa, í stað þess að hrifsa, hrinda, berja og halda dauðahaldi í feng sinn, hvernig sem honum hefir verið náð, og meðan svo horfir eru líkurnar litlar til þess að vandinn leysist. Vandamálin eru mörg og mikil, en ekki þó svo að þau séu ósigrandi. En Framhald á bls. 370 322 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.