Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 41

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 41
skelltu í góm með fyrirlitningu og spurði, hvort áttirnar væru kannski ekki þær sömu. „Jú, auðvitað. En þar snýr allt öfugt við það, sem hér er,“ anzaði Danni. „Nú, hvernig þá? Ertu ekki að meina, að það, sem er suður hér, sé norður þar?“ Hann hristi höfuðið, hissa á þessum bjálfahætti, og sýndi viðkomandi þetta á kortinu, en sá hinn sami þóttist ekki skilja, þrátt fyrir það. Og hann gafst upp. Þetta fólk vissi víst varla, hvor endinn sneri upp eða niður á því sjálfu. Það var dálítið einkennilegt, hvað sumt fólk var lokað fyrir staðreyndum og ógerningur að koma því á rétta leið. Því var svipað farið og manni, sem villist. Hann trúir því ekki, að gagnstæða áttin sé sú rétta og gengur gjarnan í eintóma hringi. Túnasláttur var langt kominn, og nú þurfti ekki að sækja þá Skjóna og Gamla Jarp suður í girðingu á morgnana, leggja á þá aktygi og spenna fyrir sláttuvél eða rakstrarvél. Nei. Nú var bara setzt upp í traktorinn og ekið út á túnið til starfa. Það var svo sem ágætt að hestagreyin fengju frí. Þetta var argasta púl fyrir þá, ekki síst að draga drekk- hlaðinn meiðasleða af heyi heim að hlöðu, en nú var kom- inn stór hjólavagn í hans stað. Gamli sleðinn lá utan við fjósvegg og beið þess að fúinn ynni á honum. Sláttuvélin og rakstrarvélin stóðu meðfram kúagötunni út túnið eins og nokkurs konar minnisvarðar liðins tima. Traktorinn hafði komið haustið áður, en helzti ókostur- inn við hann var sá, að hann þótti hávaðasamur um of en slíkt vandist fljótt. Allir tóku honum vel strax í byrjun nema hundarnir. Þeir geltu heil ósköp um leið og hann kom heim á hlaðið, trítluðu tindilfættir umhverfis þetta furðuverk og lyftu löpp utan í hvert hjól. En sú tíð var liðin. Nú var meira gaman að fá að sitja í spotta og spotta. Iðjagrænt töðugrasið féll í sífellu fyrir stórvirkri sláttu- vélargreiðunni og beið þess að sólin þurrkaði það. Danni lauk við að slá flötina. Þetta var síðasti óslegni bletturinn á túninu það sumarið. Einhvern næstu daga yrði farið á engjarnar, sem voru alllangt í burtu, í hinum enda hreppsins. Það var svo sem engin tilhlökkun að sullast í slíku foræði, nokkuð af því svo blautt að slá varð með orfi og bera upp í fanginu. Þurrkurinn hélzt óbreyttur næstu viku, en á fimmtudags- kvöldið var auðséð, að einhver breyting væri í vændum. „Það er bara uppsláttur,“ hélt Guðríður húsfreyja. „Uppsláttur? Nei. Það er sko enginn uppsláttur. Nú fer að rigna svo um munar, skal ég segja þér,“ anzaði bóndinn. „Hvað ætli þú vitir um það? Ertu kannski með inn- byggða veðurstofu, eða hvað?“ spurði hún. „Alltaf getur þú verið með einhvern skæting. Það er svo sem ekki að sökum að spyrja: Segi ég eitthvað, þá skalt þú taka því svona.“ Og bóndi strunsaði út og skellti á eftir sér hurðinni. Það gat orðið þreytandi að umgangast svona fólk til lengdar, en erfiðast var það í í fjósinu kvölds og morgna. Þá var oft rifizt hressilega, og einstaka sinnum kom það fyrir að Guðríður húsfreyja fleygði mjaltafötunni frá sér í bræði og rauk eitthvað út í buskann. Bæði vildu ráða, og þá kom oft fyrir að fyrirskipanir stönguðust á. Auðvitað var svona lagað ákaflega leiðinlegt, því að þetta var nú einu sinni hans fólk, og Danni heyrði utan að sér út í frá, að sumir höfðu þetta í flimtingum. Þeir voru margir, er litu þau hálfgerðu hornauga, og það bitnaði líka á honum, þótt hann stæði algerlega utan við það. Hann var bara eins og hvert annað unglingsgrey og hugsunar- háttur hans á allt öðru sviði. Hann þráði að sjá sig um, kynnast jafnöldrum sínum og skemmta sér eins og annað ungt fólk, en húsbóndinn var á allt öðru máli. Þetta ballflan í fólki orsakaði vinnutap fram eftir vikunni, — farið jafnvel á föstudagskvöldi og keyrt um og slarkað allan laugardag- inn. „Nú, hvað er athugavert við það?“ spurði Danni. „Athugavert? Heldur þú kannski, að ekkert sé athuga- vert við það, þegar legið er í brennivini á almannafæri? Ha, — kúldrast í drullunni eins og hundar? Hvernig eiga svo- leiðis aumingjar að geta unnið alla vikuna? Nei, góði minn. Þú veizt það sjálfur. Hvernig er það með hann Sigga í Koti? Honum nægir ekki sunnudagurinn til að jafna sig, ekki mánudagurinn heldur, og það hefur víst komið upp á að hann liti ekki til verks fyrr en í miðri viku, og svo er tekið til aftur næstu helgi.“ Slíkt hafði víst komið fyrir, satt var það, en marga helg- ina var Siggi greyið heima og bragðaði ekki vín. „Ekki þakka ég honum það,“ sagði húsbóndinn. „Ann- ars held ég, að fólk sé að verða vitlaust, og það á sennilega eftir að versna,“ bætti hann við. Já, svona gekk lífið, — en hvernig var það annars? Hafði ekki alltaf eitthvað amað að á öllum tímum og það líka þegar húsbóndinn var í sínum unglingsárum? Gæti ekki verið, að einmitt þá hefði yngra fólkið sóst eftir því, sem þeim eldri og reyndari þótti óþarfi og jafnvel guðlast? Það var svo margt í þá daga, sem hét því óvirðulega nafni að skemmta skrattanum. En svo var líka til í dæminu, að einn og einn tæki sig út úr og bryti það stranga boðorð, er gilt hafði um aldaraðir, sem sé með því að láta sér detta í hug að ráða sínum ástamálum sjálfur, — en kannski er það ekki alveg rétt túlkun á fyrirbærinu að kalla það því nafni. Danni hafði heyrt, að í „den tid“ giftist fólk ekki, nema viðkomandi ætti svo og svo margar krónur, nú, eða forláta jarðeign og helzt góða áhöfn líka. Svo var enginn afslagur, ef sá útvaldi var af einhverri stóreflis ætt, og eiginlega skipti það meginmáli. Auðvitað voru það foreldrarnir, er réðu þessu sem öðru. Það skipti engu máli, hvað unga fólkið vildi sjálft. Það kunni ekki ráða sér, enn sem komið var, — það varð að kenna því. Jú, margir höfðu líka lært sínar lexiur. Sambúðin í gegn um árin hafði orðið þeim hreinasta víti. Hugurinn stóð til annars í upphafi, en örlögin breyttu því öllu, eða svo sögðu þeir reyndari. En voru það ekki tilbúin örlög, sem hægt hefði verið að komast hjá, ef vilji allra haslaði sér völl í réttlætiskenndinni. Var ekki öllum slíkum hvötum varpað fyrir róða ágirndar, metnaðar og ættarhroka? Nei. Blessað ætternið hafði ekki komið í veg fyrir ógæfuna, og hvers Heimaerbezt 361

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.