Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 32
VALDIMAR KRISTJÁNSSON, SIGLUVÍK Ég gerist dráttarvélarstjórí Valdimar er enn að velta því fyrir sér, hvað hafi ráðið velgengni hans með International dráttarvél- ina gömlu í Grýtubakka- hreppi sumarið 1942. Hann var óvanur, en vélin viðsjál. Hjálpaði þá hulin hönd? Grein Valdimars er sérstæð heimild um gang mála á fyrsta skeiði véla- vinnu hérlendis, ekki síst bilanir og vinnuslys, en Valdimar átti lengi í augnmeiðslum af þeim orsökum. Erfitt viðfangsefni... Árið 1929 keypti Búnaðarfélag Grýtubakkahrepps hjóladráttarvél af International gerð. Var hún notuð til jarðvinnslu í hreppnum um nokkurra ára skeið. Heldur gekk útgerð þessi illa, sífelldar bilanir og óhöpp. Um þverbak keyrði þó haustið 1941, bræddi þá mótorinn úr sér og var vél- in keyrð þar til ein stimpilstöngin brotnaði. Var nú mótorinn rifinn úr vélinni og sendur til Akureyrar og gerði Vilhjálmur Jónsson, sem þá átti Þórshamar, við mótorinn og kom með hann á bíl til Grenivíkur, þar sem hann setti dráttarvélina saman vorið 1942. Nú var eftir að ráða mann á vélina. Kom formaður félagsins til mín og bað mig að vinna með vélina. Ég var heldur tregur til, þar sem hafði gengið svona illa með vélina að undanförnu. Svo var annað, ég hafði aldrei unnið með dráttarvél og vissi ekkert, hvernig mér mundi farast það úr hendi. Ég var að vísu ný orðinn búfræð- ingur og átti að vera lærður í meðferð dráttarvéla. Jú, við áttum að læra í einn dag, en annað hvort hefur verið International dráttarvélin. Egill Askelsson, síðar bóndi í Hléskógum situr við stýrið, en Völundur Kristjánsson bróðir höf- undar stendur við hliðina á vélinni. 352 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.