Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 5
Ingvar Agnarsson hefur nýlega ritað athyglisverða grein um „Huldufólkið og bústaði þess“ í HEB (6/7. 1984), þar sem hann gerir grein fyrir þeirri kenningu Nýalssinna, að huldufólksfyrirbærin séu til orðin við fjarsamband við fólk á öðrum hnöttum, er sé — eða hafi verið — á svipuðu menningar- og tæknistigi o.s.frv. Nefnir hann ýmis dæmi þessu til stuðnings og birtir m.a. viðtal við skyggna kona, Erlu Stefánsdóttur. Ingvar viður- kennir einnig þann möguleika, að fólk þetta geti líkamnast meðal okkar hér á jörð, „en miklu mun það sjaldnar gerast“ segir hann. HULDUHEIMAR OG MANNHEIMAR Það sem helzt styður þessa tilgátu er þ^ð fyrirbæri, sem kalla má„huldulandslag“ og skyggnir menn sjá oft þegar þeir verða varir við álfa eða huldufólk. Öskyggnir menn verða og stundum varir þess sama. Huldulandslagið er tíðum dálítið frábrugðið hinu raunverulega landslagi, jafnvel ekkert líkt því, eins og fram kemur í viðtalinu við Erlu, og þar er a.m.k. stundum annað veður, annar gróður o.s.frv. Þarna virðist því vera um að ræða annan heim en þann, sem við skynjum almennt og lifum í, þ.e. hulduheim. Oftast mun þó reynslan vera sú, að þessi hulduheimur er nauðalíkur okkar heimi, nánast eftirmynd hans, t.d. eru þar dalir sem dalir eru hér og fjöll standast einnig að mestu á í báðum heimum. Einnig virðast ár og lækir oft hafa svipaða staðsetningu svo og tjarnir og vötn. Stundum er líkingin svo mikil, að menn gera ekki greinarmun á því, eða rugla heimunum a.m.k. saman, eins og fram kemur í þessum ummælum Kristmanns Guðmundssonar skálds: „Á stundum skyggninnar sá ég óglöggt eða ekki yfirborð míns eigin heims. Veröld huldufólksins var talsvert frá- brugðin, og hlaut ég af því marga byltu, þótt reynslan kenndi mér smám saman að fika mig áfram. Miklu gróður- sælli var heimurinn duldi, en útlit hans er nú orðið óljóst í minni mínu. Það kom fyrir að ég ruglaði þessum tveim ver- öldum dálítið saman, eins og þegar ég fann bláa fífilinn." (ísold hin svarta. Saga skálds, bls. 38). Á öðrum stað kemur það fram hjá Kristmanni, að hann tamdi sér ungur sérstakt göngulag vegna þessarar reynslu, sem fólst í því að þreifa fyrir sér með tánum og draga þær eftir jörðinni. Af þvi má skilja, að í hulduheiminum hafi landið verið sléttara og líklega engar þúfur, sem getur stemmt við það að betra loftslag og veðurfar er þeim megin. Mismunur heimanna virðist sem sé fremur vera fólginn í hinum smærri dráttum landslagsins, t.d. er það alkunnugt, að þar sem við sjáum steina, kletta eða hóla eru stundum bæir eða önnur hýbýli huldufólksins. Af því hefur sprottið sú trú, að huldufólk búi raunverulega í þessum landslags- fyrirbærum, enda sjá óskyggnir menn yfirleitt ekki þessi hýbýli þótt þeir sjái huldufólkið, og sýnist því eins og það komi úr klettum eða steinum og hverfi inn í þá aftur. ViS Fögrukletta í Fljótsdal 29. júlí 1984: Öfugt við huldukonuna á síðunni á móti, sem virðist koma út úr kletti, er höfundurinn hér kominn hálfur inn um ,,glugga“ á alþekktum huldufólksbústað. / greininni er skýrt frá þeirri tilgátu, að huldufólkið noti kletta og mishœðir sem vörn, búi ekki í þeim sjálfum, en híbýli þeirra falli saman við landslagið að nokkru leyti. Mynd: ÓHT. Ekki vita menn hvers vegna huldufólk velur sér gjarnan bústaði þar sem slíkar mishæðir eru í mannheimum, en þó hefur Hafsteinn Björnsson getið sér þess til, að með því móti geti það betur varizt ágangi eða truflun frá mann- fólkinu eða dýrum o.s.frv., því að huldufólk virðist skynja okkar heim betur en við heim þess, t.d. virðist það geta fylgst með villtum dýrum, og segir Hafsteinn skemmtilega sögu af því í æviminningum sínum. Eitt sinn, er hann var á Egg í Hegranesi, tók hann eftir tveimur álfakrökkum, sem lögðust niður fyrir framan þúfu nokkra og gáfu honum til kynna með látbragði sínu, að hann ætti að skoða þúfuna. Við nánari athugun fann Haf- steinn þúfutittlingshreiður í þúfunni. Huldufólkið virðist sem sagt, þrátt fyrir allt, vera nátengt því landslagi sem tilheyrir okkar heimi, og sé ég ekki að það geti stemmt við tilgátu Nýalssinna um fjarsamband. Þetta kemur reyndar vel fram í viðtalinu við Erlu, er hún segir: „Raunar má hið sama segja um allar dularverur sem ég skynja. Mér virðast þær tengdar landinu með nokkrum hætti, náttúru þess og ýmsum sérkennum, vötnum, skógum, klettum, fjöllum o.s.frv." Þetta hygg ég að sé mjög almenn reynsla, ekki aðeins hér á landi, heldur um alla jörð. Svo ríkt er þetta fyrirbæri hérlendis, að fjöldi staða: Fjöll, klettar, dalir, hólar og hæðir, hafa hlotið nafn af þvi, að menn hafa þar orðið varir við álfa eða hulduverur, hvað eftir annað, á öllum öldum, eins og sögurnar sanna. Marga slíka staði hefur huldufólkið tileinkað sér sérstaklega, og leyfir engum öðrum afnot þeirra, eins og fjöldi hinna svokölluðu álagabletta sýnir, en þeir eru mjög víða virtir enn í dag, enda ekkert spaug að brjóta álögin. Oft hefur huldufólk sést að bústörfum í landslagi okkar heims, og eins hefur það sést veiða í vötnum og róa á sjó. í sveitum hafa menn markað veður af háttum þess við hey- skapinn, og þegar huldumenn róa hefur þótt öruggt að kæmi gott veður. Heima er bezt 325

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.