Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 11
Trjádýrkun Keltanna og drúídamir Keltneskt tímatal á sér langa og merkilega sögu sem engan veginn er lokið. Margt varðandi þjóðsögur, álfasögur og draugasögur tengist þessu gamla tímatali. Fólk ætti að hug- leiða þetta við lestur gamalla sagna. Eitt sem snertir hið keltneska tíma- tal er hvað tré eru algeng í írskum skjaldarmerkjum. Til þess að skilja þetta þarf að hverfa langt aftur í tím- ann, aftur til blómaskeiðs drúída, hinna keltnesku presta. Drúídar, sem klæddust síðum, hvítum skikkjum, geymdu leyndardóma hinna kelt- nesku trúarbragða og keltneskrar menningar yfirleitt. Þeir voru frægir fyrir hina helgu lundi og trjádýrkun. I Gallastríðunum eftir Cæsar er frásögn af helgum trjálundi hjá Massaliu í hinni fornu Gallíu. Mass- alia heitir nú Marseilles. Júlíus Cæsar lét eyðileggja þennan stað, vegna þess að hann var fyrir þegar víggirða átti borgina. Enginn fékkst til að snerta við einu einasta tré í lundinum. Cæsar þurfti sjálfur að nota öxi á eina af eikum lundarins áður en hann gat talið nokkurn á að byrja ruðninguna. Aðaltrén sem tilgreind voru í þessum lundi voru eik og elri. Samkvæmt geliskum (keltneskum) lagabókstaf, sem var lögréttumanna- lög, lá dauðarefsing við því að fella viss tré í heimildarleysi. Þessi fomi dómsúrskurður lifir í gömlu írsku kvæði sem segir að „/ stað þriggja hluta án anda komi ekkert annað en þrennt sem anda dragi. “ Hinir þrír hlutir voru eplatré, heslitré og helgur lundur. Margir annálaðir lundir Kelta voru lengi vel notaðir til mikilvægra athafna svo sem eiðsvarninga og krýninga. Samkvæmt fomum lögréttu- mannalögum var trjám skipt í mis- munandi flokka eftir göfgi. Til dæmis töldust sjö trjátegundir til höfðingja- trjáa og ágæti þeirra var tilgreint sem hér segir: Höfðingjatrén Eik: Stærð, fegurð og akörn til svínafóðurs. Hesli: Hnetur og tágar. Eplatré: Ávöxturinn og börkur- inn sem var hentugur við sútun. Ýviður: Viðurinn sem notaður var í matarílát, brjóstverjur o.fl. Húlfur: Viðurinn sem notaður var í vagnkjálka. Askur: Viðurinn sem notaður var í vopn og hásæti konunga. Fura: Viðurinn sem notaður var í mænisása og þaksperrur.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.