Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 47
Kjartan Sigurjónsson, organisti og söngstjóri, man varla nokkur
náðug jól, Mest hefur hann leikið í ellefu messum á einum jólum. 8 ár
var hann organisti í Kristskirkju, Landakoti, Reykjavík, 9 ár í Reykholti
í Borgarfirði og undanfarin 9 ár hefur hann verið organisti og söng-
stjóri á (safirði. Bergljót Sveinsdóttir kona hans er líka tónlistarmaður,
einkum sem einsöngvari með kórum.
Aðalstarf Kjartans er hins vegar skólastjórn Gagnfræðaskólans á
isafirði, sem hann hefur annast tæpan áratug. Bergljót er skrifstofu-
maður á Endurskoðunar- og bókhaldsstofu Guðmundar E. Kjartans-
sonar. Þau eiga synina Svein, 21 árs, Sigurjón, 15 ára, og Sindra Pál,
9 ára.
Kjartan byrjaði að læra organleik á árunum 1956-1957 hjá Söng-
skóla Þjóðkirkjunnar, sem þá var undir stjórn Sigurðar Birkis, og
söngstjórn hjá Sigurði Þórðarsyni. Hann stundaði nám hjá Páli
isólfssyni ásamt Ragnari Björnssyni, Mána Sigurjónssyni, Árna Arin-
bjarnar og Jóni Stefánssyni.
Eins og að framan greinir hefur Kjartan síðan stundað organleik
víða um land í tæpa þrjá áratugi og yfirleitt stjórnað kórunum jafn-
hliða, eins og tíðkast. í Reykjavík var hann um skeið organisti bæði
hjá Kaþólska söfnuðinum og Óháða söfnuðinum, og hljóp þar að auki
í skarðið í Neskirkju, ef á þurfti að halda. Um skeið bar hann ábyrgð á
tónlistinni í jarðarförum hjá 6 prestum.
Organistastarfið er umsvifamikið og bindandi, „öðru vísi líf', eins
og Kjartan kemst að orði. En skortinn, sem nú er víða á organistum,
kennir Kjartan að nokkru leyti því, að við höfum ekki eignast neinn
jafnoka Páls l'sólfssonar á ný.
Kjartan hefur líka stjórnað ýmsum kórum, og vorið 1984 fór hann
með Karlakórinn Ægi, Bolungavík, og Karlakór l'safjarðar í söng-
ferðalag til Norðurlands. Ekki gekk þó þrautalaust að komast á fyrstu
tónleikana í Ýdölum, Aðaldal, S.-Þing., í boði Karlakórsins Hreims.
Sökum bilunar í annarri flugvél söngvaranna þurfti hluti þeirra að
leggja lykkju á leið sína suður til Reykjavikur og mættu þeir 2
klukkustundum of seint á tónleikana, sem hófust kl. 23 í stað kl. 21.
En áhorfendur biðu þolinmóðir í sætum sínum allan tímann, enda var
tekið lagið utan dagskrár og ýmislegt gert til að stytta stundirnar.
Þarna náðist frábær stemmning, þegar tónleikarnir hófust um síðir,
og hið sama var að segja um viðtökur í boði Karlakórsins Heimis í
Miðgarði í Varmahlíð, Skagafirði. Á Akureyri var það Karlakór Akur-
eyrar sem tók á móti Vestfirðingunum og sungið í Borgarbíói. Undir-
leikari í söngferðalaginu var Guðrún Bjarnveig Kristjánsdóttir í Bol-
ungavík, en einsöngvarar Bergljót Sveinsdóttir, kona Kjartans,
Björgvin Þórðarson á Flateyri og Steinþór Þráinsson í Bolungavík.
Þessi upptalning er reyndar góður vitnisburöur um samstarfið í
söngmálum milli byggðarlaganna fyrir vestan.
MYNDIR OG TEXTI: ÓHT
Heima er bezt 371