Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 31
eintóm vitleysa úr sér. Svo héldu þær stöllur af stað. En þegar hesturinn sá að þær bjuggust til að fara, vafði hann makkanum utan um mömmu og hneggjaði svo sárt og átakanlega að henni fannst það smjúga í gegnum merg og bein. Þegar heim kom sagðist hún hafa farið að hugsa meira um þetta. Kom henni þá loks í hug rétta skýringin. Stefán fóstri hennar hafði auðvitað orðið að selja allar skepnur sínar áður en hann fór til Ameríku, og þar á meðal var rauður hestur, gæðingur mikill og eftirlæti allra á heimil- inu, en svo þægur að hvert barn réði við hann, og gat náð honum hvar sem var. Fóstri mömmu lofaði henni oft að fara á bak Rauð, og þar sem mamma var, eins og ég hef sagt, mikill dýravinur, þá gældi hún mjög við hann, enda kom hann allsstaðar til hennar, hvar sem hann sá hana. Fóstra mömmu, þótt harðlynd væri hafði líka gaman af að sjá vináttu barnsins og hestsins og lofaði mömmu oft að gefa honum brauðbita og jafnvel sykurmola. Þessi hestur var auðvitað seldur eins og annað, er Ameríkuförin var ákveð- in. Var Rauður seldur manni er var nýfluttur í sveitina, með því skilyrði að nýi eigandinn mætti nota hann um sumarið, en fara mjög vel með hann þvi hann væri vanur góðu atlæti, og fella hann svo um haustið. Lofaði kaupandinn því statt og stöðugt, enda mun Rauður hafa verið seldur á mjög lágu verði. Þegar frá leið, fór mömmu að gruna að þetta hefði verið „blessaður gamli Rauður“, eins og hún sagði alltaf er hún minntist á hestinn. Fór hún þá að spyrjast fyrir um hestinn, og hvort eigandinn hefði kannski svikið gefin loforð. Komst hún þá að því, að eigandinn hafði svikið öll sín loforð, alltaf átt hestinn og farið mjög illa með hann eins og allar skepnur. Bað mamma þá mann sinn að kaupa hestinn, ef hægt væri og ætlaði Friðrik að gjöra það, en það var oft seint. Hesturinn hafði þá fyrir skömmu fundist dauður út í haga. Man ég að mamma sagði, að harmsaga hestsins hefði fengið mjög á sig og eins það, að hún skyldi ekki þekkja þennan trygglynda, kæra, mállausa vin sinn, en það hefði reyndar ekki verið von, svo óþekkjanlegur sem hann var, og eins að hún hefði alls ekki trúað því að eigandinn hefði svikið loforðið, sem hann gaf. Segi menn svo, að þetta séu skynlausar skepnur, sem svona eru minnugar og tryggar. Mun þá mál til komið að ég fari loks að segja dýrasöguna, sem er um hest, er sýndi svo mikla vitsmuni og tryggð að fágætt má telja. En sagan er svona: Elsti bróðir mömmu var þá giftur og bjó í Vesturárdal, sem er einn af dölunum sem ganga inn úr Vopnafirði að norðanverðu. Nokkrum árum eftir að mamma giftist fyrri manni sínum tók hún sér ferð á hendur að sumarlagi rétt fyrir sláttinn til að finna þennan bróður sinn. Grannkona hennar og vinkona fór með henni, því hún átti lika skyld- fólk þar norður í sveitinni. Þær gistu svo hjá skyldfólki sínu um nóttina, en síðla dags daginn þar á eftir héldu þar svo heimleiðis. Þann dag var yndislegt veður. Á leiðinni þurftu þær að fara yfir lágan lyngi og kjarri vaxinn háls. Þegar þær voru komnar ofan af hálsinum kom þeim saman um að fara af baki, því þær voru auðvitað riðandi, og lofa hestunum að grípa niður en setjast sjálfar og njóta sólskinsins og blíðunnar dálitla stund. Þetta gjöra þær. Að lítilli stundu liðinni sjá þær hrossahóp þar alllangt í burtu. Hrossin voru öll á beit en að örstuttri stundu liðinni sjá þær að einn hesturinn tekur sig útúr hópnum og stefnir rakleitt til þeirra. Hann fer strax til mömmu, nuggar sér upp við hana, stingur snoppunni í handarkrika hennar, og sýnir henni öll þau vinahót, sem mállaus dýr geta frekast auð- sýnt. Við hinni konunni leit hann ekki. Hesturinn var rauður á lit, mjög magur svo segja mátti að telja mætti í honum hvert rif. Ekki var hann genginn úr hárum þótt orðið væri svona áliðið sumars, hárið hékk í sneplum hér og þar og hvítir blettir víða um allan skrokkinn. Svipurinn mjög eymdarlegur, og að öllu leyti bar hann merki skorts og illrar meðferðar. Mamma — sem var mjög mikill dýravin- ur, sagðist hafa gælt mjög mikið við hestinn, þótt hún skildi ekkert í þessum vinalátum, en henni fannst samt eitthvað kunnuglegt við hann, þótt hún hinsvegar áliti að það væri f ' Ml W Heimaerbezt 351

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.