Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 6
Fögruklettar í Fljótsdal: Ábúendur á Egilsstöðum gáfust upp við að hafa beitarhús sín þarna, vegna þess að þar kom svo mikið af vansköpuðum lömbum. Tók strax fyrir þessa galla, þegar beitarhúsin voru flutt út fyrir lœk, fjœr klettunum. Veggjarústir þeirra sjast greinilega vinstra megin á myndinni. Mynd: OHT. Sýnir þetta að veðrið í hulduheimum er ekki alltaf mjög frábrugðið því sem gerist hérna megin. Hér má enn nefna það, að huldufólk hefur oft sést á ferð á almannavegum, og virðist þá fylgja nákvæmlega okkar landslagi, t.d. hverfa ofan í gil og bakvið hæðir. Þegar alkunnir huldufólksstaðir eru merktir inn á kort, kemur oft í ljós að þeir eru misjafnlega þéttir, og mynda þyrpingar á ákveðnum stöðum, einnig virðast þeir oft liggja á nokkuð beinum línum á kortinu, og verður ekki annað séð en hvorttveggja, þéttleikinn og röðin, ráðist allmikið af því landslagi sem þar er að finna. Reyndar á þetta við um mörg önnur „dulræn“ fyrirbæri, og sýnir það e.t.v. skyld- leika hinna mismunandi flokka af dularverum. (sbr. kenn- ingu dulspekinga, sem sagt er frá síðar í greininni). Því verður sem sagt trauðlega neitað, að „hulduheimur- inn“, hver sem hann er í eðli sínu, er nátengdur hinum raunverulega heimi okkar, og líklegt að þessir tveir heimar hafi mikil gagnkvæm áhrif hver á annan, eins og íbúar þeirra virðast einnig hafa hverjir á aðra. Virðist því eðlileg- ast að álykta, að þessir tveir heimar séu báðir hér og nú, þótt það sé ofvaxið okkar skilningi að skýra, á hvern hátt það getur átt sér stað. Ég vil að lokum tilfæra hér lýsingu Hafsteins miðils, á „hulduheimasýn“ hans í Skagafirði vorið 1925. Hafsteinn var þá 11 ára, einn við fjárgæslu suður á Borgarey í Hér- aðsvötnum, en þar höfðu foreldrar hans áður búið um tíma. Það er snemma morguns, að hann vaknar eftir að hafa sofið úti á bæjarþekjunni og fer að hitta „vin sinn í Grundarnesinu“, en svo kallaði hann huldukarl er þar bjó: „Allt í einu bendir hann í áttina til Blönduhlíðar. Ég fylgdi bendingu hans með augunum og sá alla bæi, sem þar áttu að vera. En ég sá um leið, að þar voru miklu fleiri bæir að þessu sinni, en þar sáust daglega. Ég hafði fyrr séð huldufólksbæinn norðan við Réttarholt, en nú sá ég að það var einnig bær fyrir framan Hjaltastaði og líka var bær á milli Flugumýrar og Flugumýrarhvamms. Einnig voru huldufólksbæir meðfram fjallinu, í áttina að Djúpadal. Gamli maðurinn leit til mín, og ég gat lesið úr huga hans, að svona væri byggt meðfram allri Blönduhlíðinni. Ég virti undrandi fyrir mér alla þessa miklu huldufólksbyggð, en jafnframt sá ég, eins og í gegnum þokumistur, alla hina raunverulegu bústaði mennskra manna. (Sögur úr safni Hafsteins miðils, bls. 74-75). HULDUFÓLK OG DRAUMAR Þetta leiðir hugann að þeirri spurningu, í hvaða ástandi menn séu þegar þeir sjá slíkar sýnir. Því verður ekki neitað, að í mörgum tilfellum eru menn í einhverju annarlegu ástandi, sem ef til vill má líkja við svefn, og ættu sýnirnar þá að vera eins konar vakandi draumar, en þær verða að sjálfsögðu mun raunverulegri en draumreynsla, vegna þess að maðurinn er vakandi a.m.k. að einhverju leyti. Það er varla hending, hve margar huldufólkssögur gerast að kvöldi eða nóttu til, einkum á björtum sumarnóttum, eða á hinum fornu vökunóttum Jólanótt og Nýjársnótt. Það er líka vel kunnugt, að föstur og vökur geta haft þau áhrif að menn sjái ýmsar sýnir. (Þar með er ekki sagt að sýnirnar stafi af föstum eða vökum, eins og sálfræðingar nútímans virðast halda, heldur auka þær næmi manna á þessi fyrir- bæri). Hinar svonefndu leiðslur eru náskylt fyrirbæri, ef ekki það sama, en stutt er á milli þeirra og draumleiðslna eða venjulegra skýrra drauma. Líklega eru samskipti manna og huldufólks algengust í svefni og draumum, eins og fjöl- margar sögur og frásagnir vitna. í elztu álfasögu á Islandi, sögunni af Kötlu á Reykhólum, segir að Katla hafi sofið í fjögur dægur án þess að verða vakin, en allan þann tíma dvaldi hún í álfheimum og varð þar meðal annars barns- hafandi. Eiríkur Sigurðsson skólastjóri spurði Margréti frá Öxnafelli, hvort hún teldi að hún hefði farið inn í hýbýli huldufólksins í „efnislíkamanum", þegar hún lék sér við huldubörnin í fjallinu fyrir ofan Öxnafell. Hún svaraði því þannig: „Þegar ég hugsa um þetta atriði, þá man ég, að oft settist ég á stein við húsið, áður en ég fór inn til barnanna, og þá sótti að mér svefn. Sennilega hef ég ekki farið þar inn í efn- islíkamanum, þótt mér fyndist það. En annars finnst mér ekki hægt að skýra þetta.“ (Skyggna konan /., bls. 30). Merkilegt er að Margrét sá líf og starf huldufólksins í klettum langt uppi í fjallinu, jafnvel í nokkurra km fjar- lægð, heiman frá bænum, eins greinilega og það væri rétt hjá henni. Segist hún ekki geta skýrt þetta og bætir við: 326 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.