Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 23
uð, klædd svörtum hnésíðum kjól og hvítri svuntu yfir. Borð stóðu þétt í matsalnum, ýmist ferhyrnd eða kringlótt, en henni veittist ekkert auðveldara heldur en vinda sér létti- lega milli þeirra, án þess að strjúkast við dúk á borðshorni, og var hún þó alltaf á fleygiferð. Hún fremur sveif en gekk, en svo fótviss sem hún var, þótti mér ennþá meira til um handa- hreyfingar hennar. Þar náði kvenleg- ur yndisþokki hvað mestri fullkomn- un, svo ég hafi séð, enda var hún handnett og armleggir grannir en stinnir. Hún handlék diska og hnífa- pör svo fimlega, að engu var líkara en þessir hlutir sveifluðust í dansi úr höndum hennar, og það jafnt hvort diskarnir, skálarnar og fötin voru tóm eða hlaðin matföngum. Ég sá hana bera inn í salinn nær metraháan stafla af súpudiskum allsendis áreynslulaust og leggja hann frá sér líkt og fis. Hún var hin ókrýnda drottning þjónustu- liðsins, og mér fannst raunar að hún gæti verið eiginleg prinsessa i álögum, svo tigin var hún i útliti og framgöngu. Hún var alvörugefin og fátöluð, og ég áleit sennilegt að hún byggi yfir leyndum harmi. Ég vona að verðugur „prins“ hafi leyst hana úr álögum innan tíðar. Zínaída Bajkova fylgdi okkur fjór- um á brautarstöðina í Leníngrað, og við kvöddumst þar með virktum. Næturlestin var nú á förum suður á bóginn, og við yrðum aftur í Moskvu að morgni. Það er mikið hagræði að geta varið næturstundinni til ferðar milli staða og notið svefns og hvíldar á leiðinni, rétt eins og í rúmi á hóteli. Þjóðskáld Rússa, Púsjkin, kallaði Pétursborg „perlu norðursins". Ég andmæli honum ekki eftir hin stuttu kynni af borginni, þessari nyrztu margmilljónaborg jarðar, — en hún hefði gjarnan mátt halda Pétursnafn- inu enn í dag og eftirleiðis. Q m H S flf Q GUÐJÓN SVEINSSON: Jólanótt Ljósin við strœtið á stjörnur minna er stirna um dimmblátt hvel. Ég stend við gluggann, gef peim auga greini ef hlusta ég vel óm frá löngu liðnum jólum. frá litlum bœ í sveit. Þá var gaman og glatt á hjalla gleðin ung og heit. Síðan hefur í hafið runnið hafsjór af timans flaum. Og ef til vill hefur eitthvað glatast í áranna þysi og glaum. — Tunglið veður í vetrarskýjum á vangann sýnist kalt. Hvarvetna brosir heimsins gull, sem hvergi er á torgum falt. Við systkinin reyndum að sópa og prýða og söngurinn hafði völd. Undirbúningi öllum lokið á aðfangadagskvöld. Til allra ég hugsa er átti forðum einlœg samskipti við. Guð minn veittu þeim vernd og gleði vonir og djúpan frið. I nótt munu börnin í svefni brosa með bangsa við höfðalag. Kannski frelsarinn fœri öllum fagran morgundag. Og hér sem ég stend verð ég ungur aftur með aðfangadag í sál, óska að jólin lýðum lýsi lœgi storma og bál. — Við götuna áfram Ijósin Ijóma, lognið er hreint og tœrt. Úti við sjónhring sindrar hafið sefur í kyrrðinni vœrt. Und verönd minni og víðirunnum er vetrarfuglanna ból. Ósk mín er sú, að heimurinn hljóti helg og gleðileg jól. Aðfaranótt 25. des. 1982. Heima er bezt 343

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.