Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 43

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 43
HENDINGAR Andrés Valberg í R'éykjavík var í hópferö með Feröafélagi Islands undir leið- sögn Guöjóns Jónssonar frá Fagurhólsmýri. Guðjón var haf- sjór af fróðleik og einkum ofbauð mönnum þekking hans á örnefnum. Andrés kvað þegar Guðjón þagnaði: Loks varð hlé á Guðjóns gargi, gafst nú lausn frá örnefnum. Það var eins og þungu fargi þá væri iétt af mannskapnum. Ingólfur Jónsson á Hellu, alþingismaður og ráðherra, naut mikilla vinsælda í kjördæmi sínu, svo andstæðingunum fannst nóg um. Andrés orti um sr. Sigurð Flaukdal á Berg- þórshvoli (föður Eggerts alþingismanns), sem studdi Sjálf- stæðisflokkinn og Ingólf Jónsson á Hellu dyggilega: Ánægður klerkur við amstur og puð og íhaldsins þrotlausa dellu, við tíðir í kirkjunni talar um guð, en trúir á Ingólf á Hellu. Þórður Halldórsson frá Dagverðará á Snæfellsnesi, landskunnur hagyrðingur, refaskytta, veiðimaður og sagnamaöur, telur að greindar- vísitala manna fari því örar hækkandi þeim mun hærra sem þeir eru getnir yfir sjávarmáli. Eftirfarandi staka hans á að bera vitni hvar hann sjálfur varð til: Horskar konur, karskar enn, klæðast skjótt úr tískuhökli: Skapast hafa mestu menn milli þúfna á Snæfellsjökli. Þórður er allra karla hressastur, þótt eigi tæpt ár í ní- rætt, og þakkar hann það ýmsum náttúrufyrirbærum á Snæfellsnesi eins og ölkelduvatni og segulmögnuðum hraunum. Telur hann jafnvel hugsanlegt, að hann sé búinn með ellina og farinn að yngjast aftur, að minnsta kosti fari sjónin og minnið stöðugt batnandi. Um þetta einstæða ástand orti Þórður: Fátt er hraustum manni um megn, magnaður lífsins galdur: Ellina klár ég komst í gegn, og kominn á besta aldur. Jóhann S. Hannesson fyrrum skólameistari og Ijóðskáld, setti oft saman limrur af miklum hagleik. Þessa hefur hann ort þegar honum varð hugsað til dýrðar liðins tíma í samanburði við staðlaða nútíð- Fyrst hvergi fæst súrt, kæst né sigið eða sést upp við bæjarvegg migið, og öll fæða dóssett og alls staðar klósett, er örlagavíxlsporið stigið. Ófeðraðar stökur Ekki þekkjum við nöfn þeirra sem ortu eftirfarandi vísur, og væri blaðinu akkur í að fá upplýsingar frá lesendum sem kannast við þær eða geta feðrað. KIM IL SUNG er forseti Norður-Kóreu, og þessi sérstæða ferskeytla fjallar um Kóreustríðið á sjötta áratugnum, þegar bandarískt herlið var sent á vettvang. Höfundurinn virðist hliðhollur Kim: Kim er okkur kær II Sung, Kóre- stjórnar Norður u. Aug- hann dregur a ípung, Amrí- fer í stríð við ku. Hriflu-Jónas Þótt Jónas Jónsson væri persónufróður og minnugur, fannst einhverjum ástæða til að hreykja sér af víðtækari þekkingu: Ég í Húnaþingi þekki 30 eða hérumbil, sem Hriflu- Jónas hafði ekki hugmynd um að væru til. Leióréttingar við vísnaþáttirin ,,Hendingar‘‘ í síðasta blaði Páll Helgason á Akureyri hringdi og benti okkur á 2 slæmar villur í þættinum ,,Hendingum“ á bls. 318 í 9.-10. tbl. HEB 1984. # Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum er þar ranglega nefndur, og þó ekki í fyrsta sinn, Gísli Eiríksson. Gísli Ólafsson birti m.a. kveðskap sinn í bókinni ,,Á brotnandi bárum“, sem út kom 1944. # Einar Andrésson í Bólu er ranglega nefndur Einar Bjarnason. Grein um Einar Andrésson birtist í ritinu ,,Menn og minjar", 6. hefti 1949. Vísan sem hefst svona: ,,Auðs þótt beinan akir veg. . .“ er ein af 22 vísum í kvæðinu „Tveir menn á ferð.“ Við kunnum Páli Helgasyni bestu þakkir fyrir leiðréttingarnar og biðjumst afsökunar á glapræðinu. Valgeir Sigurðsson og fleiri hafa nýlega í HEB bent á nauðsyn þess að fara varlega þegar birtur er kveðskapur og höfundar tilgreindir. Við reyn- um að láta þessi dæmi okkur að kenningu verða. ÓHT. Ólafur H. Torfason

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.