Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 22
sína, sem kölluð er Leníngrað-hljóm- kviðan. Hún er að öðrum þræði vold- ugur óður um baráttu við ógnlegar hörmungar og að hinu leytinu um ódrepandi sigurvilja. Hún var frum- flutt í Leníngrað síðla vetrar 1942 að loknum fyrri heila umsátursvetrinum. Sjostakhovitsj andaðist fyrir nokkrum árum og varð því ekki gamall maður, en hróður hans er viðvarandi. Síðla þetta kvöld, þegar við höfðum arkað aftur til hótels, kom vinstúlka okkar, Zínaída Bajkova, á vettvang að beiðni okkar og boði, því að nú var að renna upp brottfararstundin, og við vildum kveðja hana með kurt og pí. Pöntuðum við smárétt og flösku af Rínarvíni með. Yfir þessum náttverði röbbuðum við góða stund. í Leníngrað er þó nokkuð um ljós- hært fólk, og hefur sá háralitur líklega verið við lýði þar um slóðir allt frá því er norrænir menn tíðkuðu Bjarma- landsferðir forðum daga. Þess vegna má sem bezt gera ráð fyrir að Zínaída Bajkova sé af norrænu bergi brotin í ættir fram, svo ljós sem hún er yfirlit- um, bæði á hár og hörund. Hún mun vera háskólamenntuð og hafa lagt fyrir sig heimspeki fyrst og fremst. Er trúlegt að þar hafi kenningar Marx og Leníns verið ofarlega á blaði. Ekki hafði hún þó neinn kommúnista- áróður í frammi við okkur — og sem betur fór bar lítið sem ekkert á slíku í ferðinni allri. Þegar hér var komið ferðasögunni, áttum við eftir að dveljast nokkra daga til viðbótar í höfuðborginni og fara einnig allar götur austur til Alma Ata í Kazakstan. Þótt Zinaída væri viðfelldin mjög, stendur mér hin leiðsögukonan í Leníngrað skýrar fyrir hugskotssjón- um, hún Sonja Zúbareva, enda þótt við nytum ekki samfylgdar hennar nema eina morgunstund, svo sem áð- ur getur. Hún var sérlega aðlaðandi kona, en hafði samt ekki jafn ljósleitt yfirbragð sem hin — og þó fremur ljóst en dökkt. En hún var glaðlegri í tali og frjálsmannlegri, og bros hennar og hlátur yljuðu um hjartarætur. Ég tala hér um hana í þátíð, en vona sannarlega að hún sé ennþá bráðlif- andi og brosandi, þótt liðin séu 20 ár. Við félagarnir vorum stundum að klambra saman vísum um menn og Fagrar og ógleymanlegar konur virtust á hverju strái fyrir austan tjald. Þessa sá Baldur álistasafni. viðburði — aðallega þó um okkur sjálfa. Þrátt fyrir mætur okkar á Zí- naídu varð aldrei til viðhlítandi vísa um hana, en aftur á móti gat ég ekki orða bundizt um Sonju. Fram á var- irnar kom vísukorn, öldungis að áreynslulausu — og það reyndist þá vera ástarvísa, hvorki meira né minna: Enginn þarf að efa ást mína til þín, Sonja Zúbareva, — sólskinsstúlkan mín. Þessar tvær stúlkur, Sonja og Zína- ída, voru hinar einu, sem við kynnt- umst lítið eitt i Leníngrað. En ég verð að bæta við stuttri umsögn um aðrar tvær. Ég var áður búinn að geta um veggfóðrið í hótelherbergi mínu og myndskreytingar þess, — en ég átti eftir að segja frá litprentuðu málverki, sem hékk þar á hliðarvegg fyrir miðj- um fótagafli rúmsins. Það var mynd af konu. Andlitsfall, augnaráð og svipur lýsti mildri alvöru og sálarró. Þar að auki hefur fyrirmynd málarans verið einkar fögur kona, ekki mjög stásslega klædd, en allt fór henni vel, ekki sízt dökkjarpt hárið, þar sem hún sat og horfði fram fyrir sig hugsandi á svip, og hallaðist höfuðið lítið eitt til hægri. Ofan á þetta bættist svo sam- ræmi í litum og línum, svo að óhætt var að gera því skóna, að mikill meistari hafi verið að verki við gerð frummyndarinnar. En nafn hans fæ ég víst aldrei að vita, nema ef svo ólíklega vildi til að ég rækist ein- hverntíma á myndina í bók. Ég yrði þá fljótur að kannast við hana. Ég var lítið inni við í herbergi mínu dvalar- dagana þrjá í Leníngrað, en næturnar tvær, sem ég gisti þar, voru mér ljúfari fyrir tilstuðlan þessarar ókunnu konu, sem horfði til mín frá þilinu and- spænis síðast þegar ég slökkti á nátt- lampanum og aftur strax, er ég vakn- aði að morgni. Konan á myndinni var gædd verndarkrafti — fannst mér. Loks get ég annarrar nafnlausrar konu — en hún var þó af holdi og blóði — ungrar konu, líklega um tvítugt. Hún gekk um beina í mat- salnum á Hótel Evrópu. Sú var ekki aldeilis af norrænu kyni, það var eitt- hvað annað. Hún hafði tinnusvart hár, sem hún greiddi vel og bjó um með hagleik þétt að höfði sér. Dökk- eyg var hún og fagureyg, en þar inni fyrir var engan gáska að sjá, heldur sorgblandna alvöru. Ekki var ör- grannt um að augun væru skásett, en ivo lítið, að það jók á þokka hennar. Munnurinn var fíngerður með fagur- dregnum vörum, vangarnir dálítið ávalir, hakan nett, ennið hvorki kúpt né flatt. Andlitshörundið var lýtalaust með öllu og meira en það, áferðin eins og á fáðu fílabeini og liturinn bein- hvítur. Hún hlaut að vera komin þarna norður eftir einhversstaðar sunnan og austan úr hinum víðlendu Sovétríkjum, t.d. frá Azerbajdsjan eða Túrkmenistan. Þessi suðræna dís þjónaði okkur til borðs tvo dagana af þremur á Hótel Evrópu, hinn þriðji hefur sjálfsagt verið fridagur hennar. En einn dagur hefði verið kappnógur til þess að hún skæri sig úr fylkingu alíra annarra þjónustustúlkna, sem ég hef séð — og á eftir að sjá. Það var limaburður hennar og svifléttar hreyfingar, sem gerðu hana einstæða, gæddu hana einstæðum töfrum. Hún var mittis- grönn og spengilega vaxin, fagurlim- 342 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.