Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 13
Tákn í skj aldarmerkj um Það væri fræðandi að segja frá fleiri myndum í írskum skjaldarmerkjum, en það verður að bíða betri tíma. Þau algengustu skulu þó talin hér upp: Hönd, ljón (sem tengist þriðja mánuði keltneska tunglársins), lilja (blóm Ijóssins), villigöltur (mjög einkennandi keltneskt tákn enda var svínakjöt talin fæða fallinna hetja og keltneskra guða), hjartardýr, sverð, mjó- hundur, sól og máni, smáralauf, kornknippi, kross, örn, hoggcrm- ur, gammljón (eða ljóngammur), hafmeyja, lax og harpa. Nokkur ofantalinna atriða koma við sögu menningar og bókmennta íslendinga. Hér á eftir verður stuttlega sagt frá tveimur. Hönd: Það hefur verið sagt að menningin hafi hafist, þegar maður- Teiknimyndasögurnar af Ástríki byggjast á margháttuðum fróðleik. Eitt þeirra at- riða er trjáadýrkunin. Myndin sýnir seiðkarlinn Sjóðrík, sem hagnýtir sérbæði eik og mistiltein. (Birt með leyfi Fjölvaútgáfunnar). inn byrjaði að nota hendurnar. Á drúídatímum á írlandi var hin opna hönd notuð sem eins konar lyklaborð með stöfunum í trjáastafrófinu: Fingurgómur þumals var B, vísi- fingurs L, löngutangar F, baugfingurs S og litlafingurs N. Sérhljóðarnir voru við fingurrætur, í sömu röð og hér á undan: A, O, U, E og I. Orðasambönd eins og „fram í fingurgómana“ og jafnvel „að hafa eitthvað á takteinum“ og„fetta fingur út í eitthvað“ minna á hina fornu írsku aðferð við að tjá sig með fornu fingramál. Slíkt mál var nefnt ogham (sýnt með mislöngum strikum á brúnum steina). Það var notað í margar aldir áður en latneska stafróf- ið barst til Bretlandseyja. Fingurstaf- imir BLN koma fyrir í nefni keltneska sólguðsins BeLiNusar. Mönnum hef- ur því komið í hug að tengsl hafi verið á milli tákns hinnar opnu handar og sólarinnar. Hin opna hönd er mjög gamalt og útbreitt tákn. Á Indlandi var gullin hönd tákn athafna og erfiðis og hins frjómagnandi máttar sólarinnar. Á dögum frumkristni í Evrópu var opin hægri hönd tákn Guðs. Á einum hinna háu, keltnesku steinkrossa er falleg mynd af hönd innan í hring. Lófi og sundurglenntir fingur hafa vel getað minnt fornmenn á sólina og geisla hennar. í Mexico var það siður sóldýrkenda að dýfa hendinni í rauð- an lit og þrýsta henni síðan á veggi hofanna. Rauð hönd er t.d. í skjald- armerki írsks konungs, Odonis O’N- eill, sem ríkti 1344-1364. Þessi kóngur er líklega afkomandi Nialls (Njáls) Irlandskonungs sem féll í bardaga við norræna víkinga árið 919. C\ Sjóðríkur seiðkarl er gamall þulur, sem situr löngum yfir mannaetupottinum sínum og bruggar margan seyð. Annars er hann oft ó ferli upp í eikartrjdm að höggva mistiltein. Frægasta uppskrift hans er kjarnadrykkurinn, leynivopn Gaulverjabæjarmanna. Villigeltir við tré. Villigöltur: Villigöltur er eitt dæmigerðasta keltneska táknið. Dýrkun svína var ákaflega útbreidd eins og glöggt kemur fram af örnefn- um. Á gelisku var villigöltur torc. (Orðið torc er annars notað um margsnúna hálsgjörð Kelta sem oft var úr gulli). í írskri goðafræði segir að dánar hetjur seðji sig á svínakjöti í Öðrum heimi (vorri Valhöll). Þar er stóripottur Dagda, sem var æðstur guða kelta. í pottinum er jafnan nægt magn svínakjöts, sama hvað mikið af er tekið. Það má því segja að goða- fræðilega hafi svínakjöt verið fæða hinna keltnesku guða. í orustum báru keltneskir stríðs- menn litlar eftirmyndir af villigöltum sem einskonar verndargripi. Myndir af villigöltum sjást á gömlum skjöld- um. Ein skýringin á því hve villigölt- urinn er gamalt tákn er sú, að forn- menn hafi sett broddana á hálsi galt- arins í samband við geisla sólarinnar. Þá má benda á að til er mynd af Díönu á baki villigaltar. Díana (Artemis í goðafræði Grikkja) er vel þekkt í goðafræðinni sem veiðigyðja. Heimaerbezt 333

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.