Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 35
irinn opnar dyrnar inn á lækninga- stofuna, bíð ég þá ekki boðanna og ætla að ryðjast inn, en læknirinn stöðvar mig í dyrunum og spyr heldur höstuglega, að mér finnst, hvort ég sé fyrstur. Ég segi honum að svo sé víst ekki. Segir hann mér þá að ég skuli bíða, þar til röðin komi að mér. Finnst mér hann heldur stuttur í spuna. Snýr hann sér síðan að fólkinu og biður þann sem fyrstur sé að gjöra svo vel. Ég fer aftur á móti til frænku minnar og bið hana að láta mig vita, þegar röðin komi að mér. Loksins kemur að því að ég fer inn á lækningastofuna og Helgi fer að skoða mig. Spyr síðan með nokkrum þjósti, því ég hefði ekki komið fyrr. Ég segi honum að ég hafi komið með fyrstu ferð sem orðið hafi frá Greni- vík, eftir að ég fór að finna til. Helga gengur vel að ná smergelinu, en hann segir að augað sé mjög illa farið og ég verði að vera undir sinni umsjá í nokkra daga. Ég gekk svo til hans í þrjá daga og líkaði betur við hann eftir þvi sem ég kynntist honum meira. Þegar ég fór lét hann mig hafa áburð til að bera í augað og sagði að ég yrði jafn góður i auganu, sem og reyndist verða. Innskot um síðari augnlækningar Þegar ég er að pára þetta dettur mér í hug önnur saga, sem gerðist miklu seinna. Það var sumarið 1951 að Steinþór Egilsson frændi minn og vinur kemur til mín og spyr mig, hvort ég vilji koma með sér austur í Kringluvatn að draga fyrir silung. Ég var undireins til í það. Lögðum við svo af stað eftir hádegi á laugardegi. Við komum við á Ytra-Holti og tók- um Karl Jóhann, bónda þar, með okkur. Ókum svo beina leið að Kast- Hvammi í Laxárdal, en þar átti Steinþór vinum að mæta. Við fengum þarna bát og fyrirdráttarnet og dróg- um fyrir alla nóttina, og fiskuðum mjög vel. Áður en við fórum af stað á laug- ardeginum hafði ég verið að draga eitthvað á smergelhjóli. Hafði ég eng- ar augnhlífar sem var þó sjaldgæft við þetta, eftir það sem kom fyrir mig á Grenivík forðum. Mér fannst þá hálfpartinn eitthvað fara upp í augað á mér, en eftir nokkra stund fann ég ekkert fyrir því, og hugsaði svo ekkert meira um það. Þegar við erum að draga fyrir um nóttina fer ég að finna til i auganu. Smá versnar þetta og á heimleiðinni er ég orðinn svo slæmur, að ég bið Steinþór að taka við að aka bílnum. Á mánudagsmorgninum, sem var frídagur verslunarmanna, ákveð ég að fara til Akureyrar og hitta lækni. Þegar þangað kemur kemst ég að því að Helgi Skúlason augnlæknir er ekki í bænum, er í lækningaferð einhvers- staðar úti á landi. Engir læknar höfðu opnar lækn- ingastofur þennan dag, nema einn vaktmaður. Var það sá ágæti maður og læknir Ólafur Sigurðsson. Fór ég til hans og sagði honum mínar farir ekki sléttar. Fór hann að athuga aug- að í mér með stækkunargleri og sá strax smergelið, sem hann sagði að hefði brennt sig fast á sjáaldrið. Sprautaði Ólafur nú einhverju deyfi- efni á augað og fór svo að reyna að ná smergelögninni af sjáaldrinu með samskonar áhaldi og Árni læknir hafði notað mörgum árum áður. Hér fór alveg eins og á Grenivík forðum, Ólafur náði smergelögninni ekki, hvernig sem hann reyndi. Síðast sest hann á stól og segir: „Ég gefst upp við þetta, ég verð að senda þig til Reykjavíkur það verður flogið núna kl. eitt.“ Ja, nú leist mér ekki á blikuna. Ég var algjörlega ókunnugur í Reykjavík, þekkti þar engan, sem ég gat snúið mér til, og vissi af fyrri reynslu að ég yrði algjörlega blindur og hjálparvana eftir þessa meðferð. Ég kom í fljótu bragði ekki auga á neinn sem gæti farið mér mér í hasti. Konan mín var nýkomin heim af Kristneshæli. Hafði hún gengist undir mikla skurðaðgerð á sjúkrahúsinu á Akureyri, svo- nefnda höggningu, og mátti því ekk- ert á sig reyna. Eitthvað af þessu sagði ég Ólafi, og segi síðan: „Fáðu þér eitthvað öflugra verkfæri og taktu svolítið fastar á þessu og vittu hvort það lætur sig ekki.“ „Ekki er gott ef kemur gat á sjá- aldrið,“ segir Ólafur. Tók hann samt lítið áhald úr járni, einskonar hnif, og með honum náði hann smergelögn- inni. Ég held ég hafi sjaldan séð glaðari mann en Ólafur varð er hann var bú- inn að ná smergelögninni. Ekkert lét Ólafur mig hafa til að bera í augað, og var ég miklu lengur að ná mér en þegar ég fór til Helga áður. Um tuttugu árum síðar fór ég til Gissurar Péturssonar augnlæknis og fékk hjá honum gleraugu. Þá segir hann: „Fyrst þú ert kominn þá ætla ég að athuga hvort þú ert með gláku.“ „Þess þarf nú ekki,“ segi ég, „því gláka er ekki til í minni ætt svo ég viti. „Það er best að athuga það samt,“ segir Gissur. Þegar hann er búinn að athuga mig segir hann mér að ég hafi svolitla gláku í vinstra auga en það sé svo lítið, að það sé ekkert farið að skemma. Lætur Gissur mig hafa meðul og segir mér að koma eftir hálft ár, þá eigi þetta að vera orðið gott. Þegar ég kem svo á tilsettum tíma segir Gissur: „Þetta er einkennilega þrálátt, hefurðu nokkurntíma meitt þig í auganu?" Segi ég honum þá hvað komið hafði fyrir mig. „Já þar kemur skýringin,“ segir Gissur. Hef ég orðið að nota þessi meðul tvisvar á dag síðan. Þegar ég kom út frá Ólafi lækni, sem áður er sagt, gat ég með engu móti litið upp. Það var glaðasólskin enda heiðríkur heiminn, og var mér gjörsamlega ómögulegt að opna aug- un. Sonur minn Sævaldur, fjögurra ára, var með mér. Hann leiddi mig nú að jeppanum. Ég hafði oft setið með hann tímunum saman og lofað hon- um að stýra jeppanum og var hann orðinn leikinn í því. Settist ég nú með hann undir stýri og ók af stað. Svo vel vildi til, að bíllinn var við aðalgötuna og vísaði i áttina heim. Svo lítil um- ferð var á veginum á þessum tima, að við mættum aðeins einum bíl á heim- leiðinni, það er svosem rétt eins og núna. Heimaerbezt 355

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.