Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 33
Valdimar Krístjánsson ásamt konu sinni,
Báru Sævaldsdóttur.
Valdimar fæddisí 6. feb. 1917 í Hvammi í Höfðahverfi. Hann
giftist Báru Sœvaldsdóttur, Valdimarssonar í Sigluvík og hóf
búskap þar 1944. Sonur þeirra Sœvaldur býr nú með þeim ásamt
konu sinni Guðrúnu Alfreðsdóttur, Jónssonar, fyrrum oddvita
í Grímsey. Þau eiga þrjú börn.
Valdimar var 12 ár oddviti i Svalbarðsstrandarhreppi, hefur
verið formaður Skógrœktarfélags hreppsins og Ungmennafé-
lagsins Dagsbrúnar, Höfðahverfi. Hann tók mikinn þátt í
leikstarfsemi í sveitinni, en er ef til vill kunnastur fyrir smíðar.
Valdimar hefur byggt fjölda af útihúsum og þó nokkur íbúð-
arhús, enda mjög lagtœkur.
að kennarinn hefur ekki verið vel fær í
starfinu eða þá að dráttarvélin hefur
ekki verið fyrsta flokks, nema hvoru-
tveggja hafi verið, því hann kom al-
drei vélinni í gang, þann dag sem ég
átti að læra meðferð dráttarvéla. Var
ég því jafn nær um kvöldið, hvað
varðaði gangsetningu og meðferð
dráttarvéla, nema hvað ég taldi mig
vera búinn að fá nokkra æfingu í að
snúa mótornum með sveif. En það
hafði ég gert, af og til, allan daginn.
Um vorið fékk ég svo ágætiseink-
unn í meðferð dráttarvéla og hlýt ég
að hafa notið þess hvað ég var góður
að snúa mótornum. En hvort ég
hugsaði málið lengur eða skemur, þá
endaði með því að ég réði mig til að
vera með vélina þá um vorið og næsta
haust.
Mér var tjáð að vélin stæði tilbúin
niðri við Samkomuhús. Vilhjálmur
hafði sett vélina í gang og allt verið í
besta lagi, og væri nú ekkert til fyrir-
stöðu, að ég byrjaði að vinna morg-
uninn eftir.
Snemma morguninn eftir lagði ég
af stað niður að Samkomuhúsi, þar
stóð vélin, og sýndist mér hún kinka
til mín kolli og bjóða mig velkominn.
Ég fór nú að ganga í kringum hana og
reyndi að gera mér i hugarlund, hvað
ég ætti að gera til að koma vélinni í
gang. Ég vissi að það þurfti að snúa
mótornum með sveif, sem föst var í
vélinni að framan, svo rámaði mig í að
það þyrfti að stilla neistann og olíu-
gjöfina og svo þurfti að loka fyrir
loftið að blöndungnum. Þetta fram-
kvæmdi ég eftir bestu getu, tók svo
sveifina og ætlaði að fara að snúa
mótornum. En hvað var nú þetta?
Hvernig sem ég skrúfaði mig á sveif-
inni gat ég ekki hreyft mótorinn.
Ég fór nú aftur að ganga í kringum
vélina. Datt mér þá í hug, að líklega
væri vélin í gír, en það mætti hún
náttúrlega ekki vera. Þegar ég var bú-
in að færa til gírstöngina tók ég aftur á
sveifinni og nú gat ég snúið viðstöðu-
laust, en sama var hvernig ég snéri
ekkert gerðist. Ég stillti nú neistann og
kveikjuna aftur og lokaði fyrir inn-
sogið, en allt kom fyrir ekki, það
heyrðist ekki bofs í vélinni, hvernig
sem ég sneri mótornum.
Til þess að gera langa sögu stutta,
þá hélt ég áfram að auka og minnka
olíugjöfina, hækka og lækka neistann,
milli þess sem ég snéri mótornum eins
og óður maður, en allt kom fyrir ekki,
vélin var alveg steindauð, eins og sagt
er. Að endingu sest ég á stein, stað-
uppgefinn og fer að klóra mér í höfð-
inu, rek ég þá allt í einu augun í tvö
lok sem eru á hlið mótorsins. Mér
dettur í hug að það væri gaman að
taka þessi lok af og sjá hvað bakvið
þau væri. Tek ég nú lokin af, sé ég þá
að pönnur eru undir stimpilstangar-
legunum. Ég sá strax, að þessar
pönnur myndu eiga að vera fullar af
smurningu og stimpilstangarlegurnar
áttu að fá smurningu úr þeim, en nú
voru tvær pönnurnar tómar. Hvað átti
ég nú að gera? Ég vissi ekkert hvaðan
smurningin kom inn á þessar pönnur
eða hvernig.
Magnús sóttur til hjálpar
Verður nú fangaráð mitt, að ég næ í
hest og ríð suður í Syðri-Grund. Hvort
tveggja var, að Magnús Snæbjarnar-
son, bóndi þar, var í stjórn Búnaðar-
félagsins og annað hitt, að hann var
talinn hafa best vit, allra manna hér í
sveit, á þessari vél, enda hafði hann
unnið meira með hana en aðrir. Ég
hitti Magnús heima og segi honum, að
það sé ekki gott í efni, það komi ekki
smurning inn á tvær pönnurnar undir
stimpilstangarlegunum. Hitt sagði ég
honum ekki, að ég kæmi vélinni ekki í
gang með nokkru móti.
„Það mátti við þessu búast,“ segir
Magnús, „þegar vélin bræddi úr sér í
haust, þá var hún látin ganga á meðan
hún gat, og vitanlega hafa allar
leiðslur fyllst af hvítmálmi. Svo er
þetta ekkert hreinsað, og auðvitað sest
hvítmálmurinn í gatið sem olían
kemur í gegnum inn á pönnurnar, og
stíflar það. Við þessu er ekkert að gera
nema að reka vír í gatið og ýta hvít-
málminum til baka. En auðvitað er
þetta alveg þýðingarlaust, því ef
pönnurnar verða tómar bræðir vélin
strax úr sér.“
„Þú verður að koma með mér út-
eftir og sýna mér hvernig á að fara að
þessu“, segi ég, „ég veit ekki einusinni
hvar þessi göt eru.“ Verður það nú úr,
að Magnús sækir hest og ríður með
Magnús Snæbjarnarson var lengi í stjórn
Búnaðarfélagsins og hafði unnið með um-
rœddri dráttarvél meira en aðrir.
Heima er bezt 353