Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 16
Neisti, sá fljótasti norð- an heiða fyrr og síðar. Fyrstir í mcirk, hinir koma bráðum. Alli á Oðni Jóns í Vatnsleysu, ,,og þá þurfti ekki að óttast að hreinsað væri úr hófum framan í mann". og vill kaupa hann, en ég segist ekki selja. Hann biður mig að sýna sér hestinn og ég geri það, en þegar ég ríð honum af stað, segir Þorsteinn: „Hvað myndi nú svona hestur kosta ef falur væri?“ Ég segi svona 10.000.-, en þegar ég kem til baka réttir kallinn mér peningana. Ég hélt ég hefði nefnt svo háa tölu, að engum dytti í huga að hlusta á það, þarna var ég ófullur og allsgáður, en of fljótfær, Þorsteinn fór með hestinn. En ekki lánaðist honum hesturinn, og tók kona hans af með það að Þorsteinn rið; hestinum, hann hringir í mig og spyr hvort mér sé sama þó hann selji hestinn Ásbirni Ólafssyni heildsala í Reykjavík, á geysilegu verði, ég kvað það í lagi. Nú líður og bíður og ég veit ekki neina sögu af Blika fyrr en á Landsmótinu að Þingvöllum 1958, þar eru menn að leika sér að kvöldi til og er Ásbjörn á Blika og menn eru náttúrulega að teyga. Ásbjörn er á klárhestinum og þykir súrt í broti að geta ekki lagt, en ætlar að reyna að níða eitthvað úr Blika, en sá móskjótti hendir þá Ásbirni. En þegar hann stendur upp er hann brjálaður í reiði og segist vilja selja þessa helvítis truntu strax, en þar er þá staddur Árni vinur minn Magnússon og spyr hvað hann eigi að kosta. Það voru fjögur þúsund krónur, og Árni borgar á staðnum og tekur hestinn. En ég veit ekkert fyrr en ég kem niður í Léttistjald og sé þá, að Bliki er bundinn hjá tjaldinu hans Árna, snara mér að Árna og spyr hvort hann vilji selja mér hestinn. Þá segir Árni: „Já til þess keypti ég hann.“ Já, þannig eru drengskaparmenn. Daginn eftir hafði Ásbjörn upp á mér og vildi kaupa Blika aftur, og bauð feikna verð í hann, en hann var ekki seldur aftur. Fljótasti hestur sem ég hef hleypt var Neisti gamli, hann var alltaf síðastur af stað, en hann fór fram úr öllum, og það hefur enginn hestur tekið jafn mörg verðlaun hér í Eyjafirði og hann. Svo voru þeir grimmir bæði Logi og Bliki, en ég hefi líka hleypt mörgum hestum fyrir aðra og fært mörgum skraut á veggina, til dæmis Stjarna frá Hvammi, og íslandsmethafanum í 800 metrum, Cesar, á sínum tíma. Nú er að renna upp öldin önnur á kappreiðavellinum, knapar eru sagðir stinga hestana með hóffjöðrum eða sprauta þá, en mínir hestar voru vinir mínir og hlupu sem slíkir. Ég get líka sagt þér að ! ég sakna veðbankans til þess að hleypa lífi í tuskurnar meðal áhorfenda. Einu litlu atviki skal ég segja frá sem mér þótti vænt um, en þá var ég að hleypa út í Svarfaðardal, og var með Stjörnu frá Garðshorni. Þegar ég reið út völlinn sagði Ármann Gunnarsson sem var þulur: „Þarna fara út völlinn tvær Stjörnur,“ og sú kynning var látin duga, enda sýndi merin að hún stóð undir nafni. Það hafa svo sem líka verið hnefar á lofti á kappreiðavellinum, því eins og þú veist að „enginn er öfundarlaus maður“. Einu sinni á vorkappreiðum Léttis tóku sig saman nokkrir ungir menn og ætluðu að hnekkja veldi mínu á vellinum.Ég vissi af þessu en var nú ekki smeykur við þá, því ég var á Stjarna fra Hvammi, sem síðar fór í Syðra-Holt til Sigurðar og lék eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni „Land og synir“ og var yndisgæðingur. Jæja þegar ég er að ríða suður völlinn, kallar Hreinn heitinn Þorsteinsson á eftir mér: „Þú verður siðastur sköllótti andskoti.“ Ég ansaði nú ekki, en svo fór að ég vann, en þeirra hestur ungu mannanna varð síðastur í úrslita- 336 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.