Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 46

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 46
væn bindi, og skrifaði hann þó miklu mest af því í hjáverkum frá fullu starfi í póst- húsi og síðar banka, sem hvorugt mun vera sérlega lífgandi umhverfi skálds. Á síðustu æfiárum sínum tók Þorsteinn til að skrifa minningar sínar frá bernsku- og æskuskeiði, og hefði ef til vill skrifað lengra áfram ef aldur hefði enst til þess. Nú eru þessar endurminningar komnar á prent, og hafa þeir Hannes Pétursson og Kristmundur Bjarnason annast útgáfuna af þeirri vandvirkni og nærgætni, sem þeim er lagin. Minningunum fylgir mjög góð grein um Þorstein, er Guðmundur G. Hagalín skrifaði að honum látnum. En Hagalín kunni bæði að meta og skilja skáldbróður sinn réttilega. Þessar minn- ingar Þorsteins eru frá uppvexti hans í Skagafirði og vestur á Snæfellsnesi, svo og fyrstu starfsárum hans í Reykjavík. Þær eru með sama marki og sögur hans, lát- lausar og innilegar og höfða til hjartans og hins góða í lesandanum. í ysi og óróa nú- tímans eru þær notaleg lesning, og draga um leið upp skemmtilegar og fróðlegar myndir af lifnaðarháttum bæði í Skaga- firði og vestra. Margra manna er getið, og eru mannlýsingar hans fáorðar að vísu, en gefa góða mynd af þeim, sem um er rætt og allar ritaðar af góðvild og skilningi. Auk hinna eiginlegu minninga eru þarna tvær sjálfstæðar greinar, önnur um móður hans en hin um Þórð Sveinsson bankamann, fallegar og hugljúfar og sýna lesandanum góða konu og fágætan öðlingsmann. Endurminningar Þóris Bergssonar eru góð bók og fallega út gefin. List og landskjálftar Vigfús Björnsson: SÚRT REGN. Akureyri 1984. Skjaldborg. Höfundur fer hér af stað með aðra skáld- sögu sína, eftir að hafa skrifað nokkrar unglinga- og bamabækur. Hér er víða komið við. Sagan hef't á flakki tveggja vina, íslensks tón!i,„ rmanns og þýsks málara og auðmanns. Raunar er allt ferðalagið fremur lítið áhugavert, nema að íslendingurinn, Friðþjófur, verður ást- fanginn í ungri heimasætu, sem raunar er ekkert óvenjulegt fyrirbæri. Þeir félagar komast einnig í kynni við hreinræktaðan hrossaprangara, sem hefir leirljósan hest til sölu, sem þó er í rauninni brúnskjótt meri. Má brosa að þeim viðskiptum, sem eru skemmtilega ýkt. En mér þykir smekklítið að taka lýsinguna á karlinum á Fjöllunum. Hún er alltof auðþekkt og karldranaleg. En yfir allri ferðinni svífur uggur um innrás utan úr geimnum til jarðarinnar. Síðari hluti sögunnar gerist í Reykjavík, og eftir að þangað kemur er ekkert lát á viðburðum. Margt nýtt fólk kemur til sögunnar, og Friðþjófur er áfram aðalmaðurinn. En margt nýja fólkið er áhugavert svo sem hjónin Gerða og Bergur, sambúð þeirra og viðræður, sem Friðþjófur blandast inn í. En óttinn við innrás frá öðrum hnöttum, heimsendi, súrt regn og öll önnur ósköp magnast og nær hámarki í ægilegum landskjálftum, sem ríða yfir, og þykja fyrirboði enn stærri tíðinda. En á meðan er Friðþjófur að semja stórfellda sinfóníu, og sagan endar á frumflutningi hennar og fullkomnum listasigri höfundarins, og um leið kemur stúlkan hans frá Fjalli upp í fangið á hon- um en enginn heimsendir. Er höfundur ef til vill að boða okkur að vera bjartsýn, allt um allar ógna- og óheillaspár? En engum mun leiðast sem söguna les, enda þótt spennan komi ekki fyrr en undir lokin. St. Std. — í skammdegi Framhald af bls. 322 vér vinnum aldrei bug á þeim nema með sameinuðu átaki allra. Ofstæki, einstefna, sérhagsmunasýki, og þó einkum skilningsleysi á rétti allra þjóðfélagsþegna til að fá notið sín, er ekki vænlegt til sigurs í nokkru máli. En þó er svo að sjá að þau fyrirbæri er ég nefndi vaði nú sífellt meira og meira uppi í þjóðféiaginu, og tálmi eðlilegrí þróun þess. Heilir hópar for- dæma framkvæmdir áður en þeir hafa gert sér nokkra hugmynd um þær, og aðrir æða áfram án nokkurrar forsjár eða fyrirhyggju. Oft er því líkast sem hávaðamennimir í hvaða hópi eða stétt, sem þeir eru, hafi að stefnu- marki orð einvaldkonungsins, „vér einir vitum“. Með slíkum málarekstri og hugarfari er ekki von að vel fari. En undir þessum svartnættisskýjum dansar þjóðin sinn Hrunadans, í kapphlaupi um einhver Ufsgæði, raunveruleg eða ímynduð, en undir niðri í djúpinu kveður við tómahljóð uppgjafar og vonleysis. En uppgjöfin, vonleysið er ef til vill hættulegra öllu öðru. Hvernig sem blæs skulum vér minnast höfðingskonunnar, sem ekki vildi gráta Björn bónda sinn „heldur safna liði“. Senn líður að jólum, og áramótum í kjölfar þeirra. Jólin eiga að gefa oss næðisstund, til að íhuga friðarboð- skapinn og líta á menn og málefni frá ýmsum hliðum, og um leið skoða andstæðinga vora ekki sem fjand- menn, heldur jafningja, sem oss beri að ræða við í sáttarhug, en ekki ill- vilja. Tortryggni, vantrú og vonleysi bæta ekkert böl, heldur auka það. Von trú og traust eru aflvakar allra góðra hluta. Vér óskum brátt hver öðrum gleði- legra jóla. Látum þær óskir vera meira en orðin tóm. Látum þær vera lög- eggjan til vor allra að skapa von úr vonleysi, trú úr vantrú og umfram allt sameiningu í stað sundrungar. Ef þar fylgir hugur máli, mun skýjunum fækka með hækkandi sól og nýju ári. St. Std. 366 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.