Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 26
Minnstu drengirnir, sem vanir voru að hlýða stóru-strákunum fyrir kara- mellur, sáu nú að þetta var satt. Sumir kíkkuðu inn í trukkinn til að skoða byssurnar. Jú, þarna voru svartir kassar og brúnir pokar og drengirnir kinkuðu kolli hver til ann- ars þ.að bar ekki á öðru. Það var kominn her til Hjalteyrar!!!!! Her- mennirnir voru í dimmbláum ein- kennisbúningum með miklu skraut- legri húfur heldur en löggan á Akur- eyri. Meira að segja konurnar voru með húfur. Það heyrðist skvaldur innan úr barnahópnum þegar strákarnir báru saman þessa hermenn og þá sem þeir höfðu séð í hasar-myndablöðunum sem til voru í þorpinu. Þessir hermenn voru miklu flottari. Ekki minkaði tiltrú þeirra minnstu, þegar herinn fór að raða sér upp. En þessir snéru á hlið, en ekki í röð hver á eftir öðrum eins og í hasarblöðunum. En samt í röð, hver við hliðina á öðr- um, og horfðu á börnin brosandi. Þeim yngstu fannst þetta fólk gott. Það voru nefnilega ekki allir sem brostu til litlu prakkaranna þarna á eyrinni. En þarna brostu allir. Drengirnir urðu lotningin ein, þeg- ar töskunum og pokunum var dreift frá einum til annars milli hermann- anna. „Byssurnar“ hvíslaðist um smádrengjahópinn. Hinir eldri sem stóðu nokkuð fjær voru farnir að hlæja. Þeir sáu að trú- girni hinna yngri hafði virkað líkt og þegar ýtt er á rofa. Herfólkið fór að taka utan af hljóðfærunum og eftirvæntingarsvip- ur þeirra yngri, sem ekki höfðu séð Hjálpræðisherinn áður, breyttist í einni svipan í undrun. Þeir litu á stóru strákana með virðingarleysi. Skrökvarar! Þetta eru ekki her- menn, hugsuðu þeir minnstu. Það var bara verið að plata.... En þeir tóku gleði sína á ný, þegar tónar frá hljóð- færunum bárust um hlýtt sumarloftið. Fólkið í búningunum spilaði dá- góða stund og söng með. Sum börnin fóru að raula undir þær nótur sem þau kunnu. Inn í sönginn blandaðist jarm frá kind uppi í brekkunni fyrir ofan. Hún var að kalla á lömbin sín. Þessi framandi hljóð gerðu hana órólega. Niðri á túninu fór einn hermannanna að segja frá Jesú. Þá fengu sumir í fyrsta skipti að heyra um það, að hann væri sonur GUÐS almáttuga. Þarna undir heiðskirum himni í sólinni voru þeim kennd boðorðin. Á túninu sunnan við hótelið lærðu þau að GUÐ, sem búið hafði til loftið, sjóinn, himininn og alla hluti, vildi ekki að þau stælu. Þau máttu heldur ekki skrökva. Þau ættu að heiðra mömmu og pabba sinn. Það festist best í þeim það sem þau höfðu brotið af sér. Sum roðnuðu. Önnur urðu niðurlút. Eldri strákarnir reyndu að fela sínar syndir bakvið aðhlátur og stríðni, og með því að reyna að trufla. Þegar samkomunni var lokið fengu allir myndir. Líka stóru strákarnir sem verst höfðu látið þáðu myndir af meistara Jesú frá Nasaret. Sjö ára drengur var á leið heim til sin upp brekkuna. Hann var djúpt hugsi og skoðaði myndina af Jesú í krók og kring... hann hafði gjör- samlega gleymt síldarbátnum sínum niðri í fjöru. Hann var á leið heim til að spyrja mömmu sína, hvað væri„a<J heiðra". Það hafði hann ekki heyrt áður. Hann var búinn að tönnlast á þessu orði neðan af túni til að týna því ekki á leiðinni. Honum var litið niður brekkuna og sá ofan á fiskiskúrinn hans Axels, þegar hann mundi eftir önglinum sem hann hafði tekið þar. Öngullinn var núna fastur á dorginni hans niðri á bryggju, falinn uppá bita undir færibandinu. Öngullinn var orðinn ljótur og ómögulegur á augabragði. Drengur- inn fann til iðrunar og gekk lúpulegur það sem eftir var heim til sín. Nú fékk hann kannski ekki að fara inn í himnaríki þegar hann dæi. Það var bannað að stela. Kannske hann ætti að skila Axel önglinum? Þá gat hann ekki dorgað með hinum strákunum og komið með fisk heim á morgun handa Kalla kisu. Þetta var mjög slæmt. Hann var kominn inn í stofu heima hjá sér áður en hann vissi af. Hann settist upp í stólinn hans pabba síns, sem öll ráð virtust vera komin úr. Að minnsta kosti fékk hann flest svör upp úr pabba sínum þegar hann var í þessum stól. Mamma hans kom í gættina og spurði því í ósköpunum hann væri ekki úti í svona góðu veðri. Þá mundi hann allt í einu eftir því hversvegna hann var kominn heim. „Mamma, hvað er að heiðra?“.... Öngullinn var í einni svipan horfinn út í buskann. „Ég kom bara inn til að vita það.“ „Heiðra. Ja.“ Það kom örlítið fát á frúna mömmu hans. „Ja það, það er nú gert þegar kóngar koma í heim- sókn til dæmis.“ „Hvað er þá gert mamma?“ spurði drengurinn og renndi sér fremst í stólinn. „Ja þá stendur fólk í röðum með fána og lúðrahljómsveit blæs í hljóð- færin og hermenn gera svona,“ sagði mamma hans og bar hægri hönd upp að enni. „Til hvers hafa þeir hendina þarna?“ spurði drengurinn og var nú ekkert nema undrunin uppmáluð. „Þetta er Honnorinn,“ sagði frúin, „Honnor er danska og þýðir, já þýðir einmitt heiður. “... Drengurinn horfði á hendina á sér „Er hann þarna „Heiðraðið?“ spurði hann forviða og lagði hendina fyrir annað augað og einblíndi með hinu á mömmu sína spyrjandi. Hún skellti upp úr og drengurinn flissaði með. Honum fannst gaman að gera svona við mömmu og pabba því þetta var alveg nýtt. Þess vegna gaf hann henni heiður og hentist niður á neðri hæð- ina. Innan stundar var hann kominn á kaf inní dótaskáp svo að rétt sá í sokkana. Loks var hann búinn að finna pappalúðurinn sem hann hafði fengið í jólagjöf síðast frá Þóru frænku sem átti búð á Akureyri. En öllum þótti nóg um, þegar hann hafði blásið í hann öll jólin og lúðurinn verið bannaður. Hann leit á þennan elskaða lúður sinn og klappaði honum og blés síðan í hann af öllum kröftum. Her- bergið nötraði og drengurinn skaust út á sokkaleistunum áður en mamma hans næði í hann. Kjallaradyrnar höfðu bjargað honum eins og svo oft oft áður. Drengurinn sat inni í runna með lúðurinn og beið eftir honum pabba sínum. Hann vissi, að þegar sólin var 346 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.