Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 36
Góður árangur, — einkennileg viðbrögð Jæja, held ég nú áfram fyrri sögu minni. Daginn eftir að ég kom heim fór ég að vinna með dráttarvélinni. Hafði ég sama hátt á og áður, að ég opnaði hlífarnar á blokkinni og leit inná pönnurnar undir sveifarásnum. Venjulega vantaði eitthvað í einhverja pönnuna, en þó fór þetta smá batn- andi eftir því sem ég skipti oftar um smurningu á vélinni. Fór ég því að trassa meira að athuga með smurn- inguna á pönnunum, en þá fór að gerast nokkuð einkennilegt. Það kom fyrir, æ ofaní æ, að mér fannst að væri eins og hvíslað að mér að ég þyrfti að stoppa og athuga pönnurnar. Brást þá aldrei að smurningu vantaði á ein- hverja pönnuna. Fór ég fljótlega eftir þessari einkennilegu tilfinningu, því ef ég fór að athuga vélina, án þess að mér fyndist ég þurfa þess, var undan- tekningarlaust allt í lagi. Stundum liðu heilir dagar og meira, án þess að ég yrði þess var að ég þyrfti að líta á pönnurnar, en stundum leið skammt á milli og ævinlega vantaði smurningu í einhverja þeirra og stundum fleiri en eina. Þetta smá lag- aðist eftir því sem ég skipti oftar um smurningu á vélinni. Síðari hluta vorsins þurfti ég engar áhyggjur að hafa af þessu. Þegar ég hætti að vinna með vélina í sláttarbyrjun sagði einn stjórnar- nefndarmaðurinn, Hjálmar Krist- jánsson, að þetta væri í fyrsta sinn síðan vélin kom, að allar pantanir hefðu verið unnar með vélinni. Og meira þó, bætti hann við. Vinnupantanir fyrir vélina urðu með mesta móti um haustið. Stafaði það að einhverju leyti af því hvað vélin dugði vel um vorið. 1 sláttarlokin byrjaði ég svo að vinna með vélina. Gekk það vel, en þó komu fram tvær smá bilanir um haustið. I fyrra skiptið brotnaði einskonar kló sem hélt framöxlinum föstum. Þetta hafði bil- að áður og var viðgerð kló til hjá for- manni félagsins. Varð því sáralítil töf af þessu. Nokkru síðar bilaði magn- ettan, sem ég kann ekki íslenskt nafn á. Er það einskonar rafall sem fram- leiðir háspennuneista inn á kertin. Guffmundur Benediktsson frá Breiðabóli Grenivík 1930. Þurfti að senda stykki þetta til Akur- eyrar til viðgerðar. Varð þess vegna nokkurra daga stans. Haustið var heldur leiðinlegt, votviðrasamt og settist snemma að með hríðar. Var ég síðast að vinna á Grýtubakka í snjó og snjókomu. Fannst mér þetta engin vinnubrögð vera orðin og hætti með það. Nú verð ég að segja frá dálitlu ein- kennilegu atviki sem kom fyrir um haustið. Stjórn Búnaðarfélagsins lét mig hafa nótnabók sem ég skrifaði vinnuna í hjá þeim sem ég vann fyrir, og kvittaði svo sá sem ég vann hjá undir. Stundum vantaði mig bók og skrifaði ég þetta þá bara í vasabók mína og voru þetta stundum þó nokkrir. Svo er það um haustið að ég vinn hjá Þóroddi Jónssyni. Þegar ég er að setja hjólin undir herfið að lokinni vinnu kemur hann til mín og spyr mig, hvað langan tíma ég hafi unnið hjá sér. Ég segi honum að það séu fimm tímar. Lýk ég svo við að láta hjólin undir herfið, skrifa síðan nótuna. Þegar ég ætla svo að ná í Þórodd til að skrifa undir nótuna þá er hann allur á bak og burt. Kom ég seinna tvisvar við heima hjá honum til að fá hann til að kvitta á nótuna, en hann var í hvorugt skiptið heima. Hugsaði ég svo ekkert meira um það, enda voru þó nokkrir sem ekki höfðu skrifað undir, vegna þess að engar nótnabækur voru til. Líður nú og bíður nokkuð fram yfir veturnætur; fæ ég þá boð frá stjórn Búnaðarfélagsins. Biður hún mig að mæta á stjórnarfundi í Lundi. Var er- indið að semja við mig um kaup, því ekkert hafði verið minnst á það áður. Mætti ég nú á tilsettum stað og tíma. Gekk vel að semja um kaupið. vinnur með International dráttarvélinni á En stjórnin hafði annað erindi við mig. Segja þeir mér að Þóroddur, sem áður er nefndur, neiti að borga einn klukkutímann sem ég skrifaði á nót- una, vegna þess að ég hafi sagt honum að ég hafi unnið hjá honum fjóra tíma. Spyrja þeir mig, hvernig þessu sé varið. Segi ég þeim hvernig þetta gekk til. Einnig segi ég þeim að ég geti ekkert ábyrgst um það hvað ég sagði Þóroddi, en mér þyki ólíklegt að ég hafi sagt honum annað en ég skrifaði nokkrum mínútum síðar. Spyrja þeir mig þá, hvort ég vilji borga þennan klukkutíma sem á milli beri. Segi ég þeim að það sé alveg sjálfsagt, ef þeim finnist það sanngjarnt. Eitthvað ræddu þeir um þetta aftur og fram og ákveða síðan að leggja þetta fyrir að- alfund félagsins um veturinn. Síðari hluta vetrar er ég svo beðinn að mæta á aðalfundi félagsins og standa fyrir máli mínu. Á aðalfund- inum er þetta svo tekið fyrir. Skýrði stjórnin þetta fyrir fundarmönnum. Var þetta eitthvað rætt og ég spurður að því aftur, hvort ég mundi borga þennan klukkutíma. Sagði ég þeim að það væri alveg sjálfsagt að ég gerði það, ef þeir samþykktu það, en þá færi ég fram á að fá borgaða þessa daga sem ég var frá verkum vegna þess sem fór upp í augað á mér. Þá spurði ég, hver hefði borgað það, ef þannig hefði farið að einhver sem enga nótu fékk, vegna þess að stjórnin lét mig ekki hafa nótnabók, hefði neitað að viðurkenna tímann sem ég gaf stjórninni upp. Hefði ég átt að borga þann mismun eða ætlaði stjórnin að gera það, á þeim forsend- um að hún hefði ekki staðið sig að láta mig hafa nótnabók? Við þessu fékk ég lítil svör önnur en þau, að um þetta 356 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.