Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 45

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 45
Umsagnir um bækur sveitarframfæri á Eyrarbakka við hina mestu fátækt, en brátt kemur fram hjá honum dugnaður og sjálfbjargarviðleitni. Hann er tekinn í fóstur á Brúnastöðum, og þar hefur hann síðan búskap á kreppuár- unum og verður einn af bestu bændum héraðsins og breytir koti í stórbýli. Eignast 16 börn með konu sinni og kemur þeim öllum upp af hinum mesta myndarbrag. Gerist snemma forystumaður sveitar sinnar í félagsmálum og síðast alþingis- maður Árnesinga í 18 ár. En jafnframt þessu er hann að meira eða minna leyti í forystuliði í nær öllum helstu framfara- málum sunnlenskra bænda. Þessi stutta upptalning sýnir, að hér er enginn meðal- maður á ferð. Halldór Kristjánsson hefir skráð sögu Ágústs eftir eigin frásögn hans, á traustan og yfirlætislausan hátt eins og söguhetjan sjálf er. Raunar kynnist les- andinn einkum hinu ytra borði á sögu og starfi Ágústs, en að baki verkanna sér les- andinn manninn sjálfan fyrir sér, vilja- sterkan, úrræðagóðan og góðviljaðan at- hafnamann, hvarvetna fúsan til að leggja góðu máli lið, framsýnan og hygginn og fastan fyrir, ef á hann er leitað. Það er athyglisvert, að í öllum hans margvíslegu skiptum við menn hefir hann eitthvað gott að segja um alla, en hvergi kennir beiskju eða kala. Þetta lýsir Ágústi ef til vill betur en nokkuð annað, hann laðaði menn að sér og fékk hið besta út úr hverjum, sem hann kynntist vegna eigin kosta. Hann er bjartsýnn, safnar sólskinsblettunum, en lætur rosann og regnið eiga sig. En galli er það á bókinni, hversu lítið er getið húsfreyjunnar á»Brúnastöðum, kon- unnar sem ól 16 börn og hlaut langtímum saman að standa ein fyrir búi og uppeldi, þegar bóndinn var fjarverandi. Ýmislegt hefir Ágúst að segja frá þingmennsku sinni og stjórnmálunum, en hann var vel metinn þingmaður, þótt mér þyki meira koma til bóndans. Saga Ágústs á Brúna- stöðum er merkileg heimildarsaga um ís- lenskan landbúnað á þessari öld, fram- förum hans og þróun um leið og hún lýsir geðþekkum, stórhuga framkvæmda- manni. En frásögnin hefði mátt vera ris- meiri og hæft þar betur söguefninu. Góð bók um tölvur Peter Rodwell: EINKATÖLVUR. Rvík 1984. Almenna bókafélagið. Það er með hálfum huga, að ég nefni þessa bók, en tölvan er þegar orðin svo mikill þáttur í öllu þjóðfélaginu og vex með hverjum degi að kalla má, svo að mér þykir við hæfi að minna lesendur á bók- ina, sem á að gefa þeim einhverja innsýn og kunnáttu á þetta undratæki. Alltaf fjölgar þeim, sem þurfa á tölvu að halda, og hún er þegar orðin námsefni í skólum, og tölvunotkun þarf að verða skyldu- námsgrein heldur fyrr en síðar. Höfundur bókarinnar er enskur tölvusérfræðingur en þýðandi er Björn Jónsson. Eins og segir í inngangi er tölvufræðin víðfeðm, en bókin á að svara nokkrum grundvallar spurningum um þessi fræði svo sem: „Hvað er tölva? — hvers er hún megnug? — hvernig vinnur hún? — hvers virði er hún mér heima og á vinnustað?“, og vit- anlega svarar hún ótalmörgum spurning- um öðrum, ljóst og skilmerkilega, eftir því, sem mér alls ófróðum manni, virðist við að blaða í henni. Ég held satt að segja, að ekki sé miklu torveldara að komast niður í frumatriðum hennar, en að læra margföldunartöfluna. Aftast í bókinni er mikil og vönduð orðaskrá. Falleg Akureyrarbók AKUREYRI. Blómlegur bær í norðri. Akurevri 1984. Bókaforlag O. B. Þetta er falleg bók, sem lýsir Akureyri í myndum og máli. Tómas Ingi Olrich hefir samið textann, en erlendur maður Max Schmid tekið myndirnar, sem allar eru í litum. Sýna þær áþreifanlega hið forn- kveðna, að „glöggt er gestsaugað“, því að allar eru myndirnar frábærlega fallegar, og margar teknar frá öðrum sjónarhorn- um en við heimamenn skoðum bæ okkar oftast. Margar þeirra eru af atvinnulífi bæjarins og er það mikill kostur, og eins hitt að hvarvetna er fólk á ferð, sem gefur myndunum meira líf og lit en ef einungis væru sýnd húsin og umhverfi þeirra. Skrúðgarðar og tré koma þar víða við í sínu mesta sumarskrúði, og ekki gleym- ir myndatökumaðurinn hinum glæstu kvöldlitum sumarsins. Eru myndir þessar ágætlega fallnar til að laða gesti til bæjar- ins, enda þótt ekki sé hægt að ábyrgjast gestunum hið sífellda sólskin þeirra. Nokkrar myndir eru frá nágrenninu, t.d. Grundarkirkja og utan með firði. Tómas Ingi skrifar alllanga, greinagóða ritgerð um náttúru umhverfisins og drepur á at- riði úr sögu bæjar og héraðs, svo og líf og starf samtiðarinnar. Er þar allmiklu efni komið fyrir í stuttu og skýru máli. Myndatextar eru yfirleitt góðir, en nokkur galli þykir mér, að ekki eru nefnd nöfn bæja, sem mikið ber á á sumum myndun- um, það hefði heimildargildi fyrir fram- tíðina, og eins mætti nefna fleiri fjöll. Bókin kemur samtímis út á ensku á vegum Iceland Review. Ekki er að efa að bók þessi er ágætt kynningarrit og verður hún vissulega kærkomin mörgum ferðalang, ánægjuleg fyrir heimamenn, og tilvalin gjafabók jafnt innlendum sem erlendum mönnum. Höfðað til hjartans Þórir Bergsson: ENDURMINNINGAR. Akureyri 1984. Bókaforlag Odds Björns- sonar. Þórir Bergsson, sem raunar hét réttu nafni Þorsteinn Jónsson, var mikilvirkasti og einn snjallasti smásagnahöfundur vor, og hefir enginn enn tekið honum fram í þeirri grein, þegar litið er samtímis á afköst hans og listfengi. Hann samdi alls um 90 smá- sögur, og auk þeirra tvær alllangar skáld- sögur og ljóðakver. En þó að allt, sem frá hans hendi kom, væri vel gert, standa smásögurnar fremst. Ritsafn hans er þrjú Heima er bezl 365

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.