Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 34
mér út að Samkomuhúsi. Tökum við nú lokin af blokkinni, fáum okkur vírbút og Magnús rekur hann í götin, síðan setjum við lokin yfir götin. Undirbýr nú Magnús vélina til gang- setningar. Sé ég þá að hann styður á takka á magnettunni, sem ég vissi ekkert um. Vélin fór í gang um leið. Létum við hana ganga í ca. 10-15 mínútur, drápum þá á henni og kíkk- uðum inn á pönnurnar. Eru þá báðar pönnurnar tómar, sem fullar voru þegar vélin var sett í gang. Ekki varð Magnús bjartsýnni er hann sá þetta, og segist álíta að þýðingarlaust sé að fara að vinna með vélina, því hún muni strax bræða úr sér. Þó verður að samkomulagi, að ég vinni með hana, þangað til hún bræði úr sér. „Því vélin er ónýt hvort sem er,“ segir Magnús um leið og hann stígur á bak og ríður burt. Jæja, ég var þó búinn að læra að setja vélina í gang. En hvaða gagn var að því, ef vélin bræddi strax úr sér? Rétt er kannski að geta þess, að nú er löngu hætt að smyrja stimpillegur á öllum vélum, eins og þessi Internati- onal vél var smurð. Nú er sveifarásinn gegnumboraður og þrýstir dæla smumingunni inn á stimpilstangar- legurnar. Þessi gamla vél, sem ég er að skrifa um, var þannig tilbúin að undir stimpilstangarlegunum voru einskon- ar pönnur, sem náðu þvert yfir vélina, og inn í þær var smurningunni dælt. Neðan á stimpilstangarlegunni var einskonar ausa sem kom niður í smurninguna og fylltist þegar sveifar- ásinn snérist og rann svo úr henni í gegnum gat inn á legurnar. Heldur varð lítið úr vinnu hjá mér fyrsta daginn. Þó fór ég og reif sundur herfið og fór að draga diskana, þegar Magnús var farinn. Heldur gekk það rólega, því alltaf drap ég á vélinni með stuttu millibili og tók lokin af hliðinni á mótornum. Alltaf var einhver pannan tóm, eða því sem næst, og stundum fleiri en ein. Þrátt fyrir þess- ar tafir lauk ég við að draga diskana og setja herfið saman um kvöldið. Morguninn eftir lagði ég svo af stað á vélinni út í Finnastaði á Látra- strönd, en þar átti ég að byrja að vinna. Gekk það furðu vel, þrátt fyrir þessi stopp sem ég hafði á hálftíma fresti eða oftar. Held ég að fyrstu dagana hafi alltaf verið stíflað rennsli inn á einhverja pönnuna. Á Finna- stöðum skipti ég svo um smurningu á vélinni og fann ég mun á því á eftir, hvað smurningsgötin stífluðust sjaldnar. Augað bilar Á öðrum degi sem ég vann með vélina fór ég að finna til í auganu, sem mér fannst fara eitthvað uppí þegar ég var að draga herfisdiskana. Versnaði þetta jafnt og þétt, og eftir fjóra daga er ég orðinn alveg frá. Fer ég þá heim í Grenivík, ég var að vinna þar skammt frá, og bið hann Arna Björn Árnason lækni að skoða augað í mér. Hann segir mér strax, að það hafi farið smergel upp í augað og það sem verra sé, að það brenni sig fast á sjá- aldrið og sé því mjög vont að ná því. Setur Árni nú eitthvað deyfiefni á augað og fer svo að reyna að ná smergelinu með einhverju áhaldi, sem mér sýndist vera líkast því að vera fjöður úr plasti eða einhverju mjúku sveigjanlegu efni. Smergelarða þessi var ekki alveg laus, og eftir nokkrar árangurslausar tilraunir segir Árni, mér að hann nái þessu ekki og verði ég að fara til Akureyrar til Helga Skúlasonar augnlæknis. Þá var ekki eins þægilegt að komast á milli Grenivíkur og Akureyrar og núna. Sveitin næstum vegasambandslaus við Akureyri og aðeins einn vörubíll til i sveitinni. Nú vildi bara svo vel til, að einmitt þennan dag átti póstbáturinn að koma vestan af Siglufirði og fara til Akureyri með viðkomu á Grenivík. Hringi ég nú til móður minnar, en þá var kominn sími í Hvamm, og bið hana að færa mér einhver föt, því ég þurfi að fara til Akureyrar. Kemur hún nokkru seinna með einhvern fatnað handa mér. Þá er ég orðinn svo slæmur í auganu, að ég er orðinn næstum ósjálfbjarga. ég gat ekki með nokkru móti opnað það auga sem smergelið fór uppí. Hefur það senni- lega stafað af deyfilyfinu sem læknir- inn sprautaði í það. Þetta var vinstra augað, en hægra augað var mér ævinlega gagnslaust. Fyrst og fremst sá ég mjög illa með því og svo þoldi ég enga birtu á það, hafði það ævinlega lokað þegar bjart var. Mér var næst- um ómögulegt að halda því opnu, ef ég hafði hitt augað lokað. T.d. var mér ómögulegt að skjóta úr byssu á venjulegan hátt. Það var ekki fyrr en nærri tuttugu árum seinna, er ég fékk gleraugu hjá Helga Skúlasyni, að ég fór að hafa not af auganu næstum til fullnustu. Víkjum nú aftur að fyrri sögu, ég er á Grenivík sárþjáður og næstum sjónlaus, þegar móðir mín kemur með skárri flíkur en þær sem ég var í á dráttarvélinni. Svo aumur var ég, að hún varð að hjálpa mér að þvo mér og hafa fataskipti, síðan fylgdi hún mér fram á bryggju. Svo vel vildi til, að póstbáturinn kom örstuttu seinna, svo biðin varð næstum engin. Sennilega hefði móðir mín farið með mér til Akureyrar, því henni leist ekki á að sleppa mér einum, ef svo vel hefði ekki viljað til, að ömmusystir mín Hólmfríður Sigurðardóttir var að fara til Akureyrar, einmitt til augnlæknis. Man ég að móðir mín bað hana fyrir mig eins og ég væri eitthvert smábarn. Svo vel hittist á að við komum til Akureyrar, rétt áður en viðtalstími byrjaði hjá augnlækninum. Við Hólmfríður fórum beint upp á bið- stofu og voru þá ca 10 mín. þar til Hólmfríður Sigurðardóttir. Helgi augnlæknir byrjaði að taka á móti. Nokkrir voru komnir á biðstof- una, en ómögulegt var mér að sjá, hvað þeir voru margir. Svo illa leið mér, að ómögulegt var mér að sitja kyrr, heldur æddi aftur og fram um gólfið, en af því sjónin var í lakara lagi vildi koma fyrir að ég rakst á þá og það sem inni var. Þykir mér líklegt að þeir sem þarna voru hafi brosað að þessum fáráðlingi. Allt í einu verð ég var við, að lækn- 354 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.