Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 28
LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR,/ra Torfufelli: Halldóra Bjamadóttir Stofnandi Sambands norðlenskra kvenna og ritstjóri Hlínar „Vanda skyldi hvert verk sem unnið er“ sagði Halldóra Bjarna- dóttir. Víst vildi ég vanda til orða minna um Halldóru, en af svo miklu er að taka og svo löng hennar saga, að í stuttu máli verður fátt eitt sagt af þessari sér- stöku konu, sem lifði lengur en nokkur annar íslendingur og vann fjölbreyttari störf en flestir samtíðarmenn hennar. Halldóra var fædd að Ási í Vatns- dal 14. október 1873. Foreldrar henn- ar voru Björg Jónsdóttir frá Háagerði á Skagaströnd og Bjarni Jónasson frá Ási. Þegar Halldóra var tveggja ára fluttu foreldrar hennar að Hofi í sömu sveit og þar átti fjölskyldan heima þar til Björg og Bjarni slitu samvistum, en þau slit urðu Halldóru mikið áfall, og skuggi þess atburðar fylgdi henni langa ævi. Björg flutti til Reykjavíkur með dóttur sína, en Bjarni Jónasson fór til Vesturheims, þar giftist hann öðru sinni og eignaðist þrjár dætur. Halldóra hafði alla tíð samband við föður sinn og systur í gegnum bréf, síðar fór hún vestur í heimsókn og systur hennar komu í heimsókn hing- að til íslands. Fyrstu árin í Reykjavík áttu þær | mæðgur heima hjá Jóni Árnasyni þjóðsagnaritara og Katrínu Þorvalds- dóttur konu hans. Þetta mikla menn- ingarheimili menntaði og mótaði Halldóru. Björg móðir hennar gerði fyrir dóttur sína allt er gat orðið henni til aukins þroska í æsku og alla tið. Þær mæðgur fylgdust lengst af að á meðan Björg lifði. Halldóra fór utan til Noregs 1896 og lauk þar kennaranámi árið 1899. Þegar heim kom hóf hún kennslu í Reykjavík. Halldóra flutti með sér margar nýjungar, sem mæltust mis- jafnlega fyrir, hún var svo langt á undan samtíðinni og því misskilin. Þær mæðgur flytja síðan til Noregs og þar kennir Halldóra um árabil. Ferðaðist um landið, kynntist lifnað- arháttum Norðrnanna til sjávar og sveita og tileinkar sér menningu þjóðarinnar. Árið 1908 vantaði skólastjóra á Akureyri. Þangað fluttu þær mæðgur og þar var Halldóra skólastjóri í 10 ár. Hún tók ástfóstri við Akureyri og Ak- ureyringa og eignaðist hún þar marga vini. Þessi áratugur markaði djúp spor í líf Halldóru og framtíð. Á þessum árum stofnar Halldóra Samband norðlenskra kvenna, nánar tiltekið í júni 1914. Einnig nokkur smærri kvenfélög, þar á meðal Hjálp- ina í Saurbæjarhreppi, en það var fyrsta kvenfélagið fyrir innan Akur- eyri. Þá voru í hreppnum margar hæfileikakonur, er fundu og sáu þörfina fyrir samtök kvenna. Óhætt er að segja að Halldóra sé móðir margra kvenfélaganna, móðir S.N.K. í henn- ar minningu eiga norðankonur að styðja það, og héraðssamböndin og félögin sem mynda heildina eiga að hlúa að samtökunum með hollráðum og drengskap. Halldóra fann þörfina fyrir að konur ættu sitt málgagn, og 1917 stofnar hún ársritið Hlín. Það var Stefán Stefánsson skólameistari er gaf ritinu nafn. Talið er að Halldóra hafi lengst allra í heiminum verið ritstjóri eða tæp 50 ár. Mörg ár ferðast Halldóra um land- ið, stofnar kvenfélög og héraðasam- bönd, hún heldur sýningar í þessum ferðum, hvetur konur til menningar og dáða. Námskeiðin eru einn þáttur og ekki sá minnsti í öllu því starfi er þessi mikla hæfileikakona vann. Hlín, með allan sinn fróðleik og hollu ráð, er ekki nokkur leið að gera skil í þessu stutta spjalli. 348 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.