Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 21
F.v.: Halldór Þorbjörnsson, Sigurffur Baldursson og Baldur Pálmason, föru- nautarnir þrír í Sovét 1964, staddir fyrir utan strákofa þann sem Lenín hafðist við í sumarið 1917. Hann bjó líka í timburhúsi í grenndinni, í Raslív nálægt Kirjálaeiði. Þennan dag skoðuðum við hið fræga Ermitage listasafn, sem er til húsa í hluta Vetrarhallarinnar, og er því óhætt að segja að ramminn hæfi listaverkunum — þar fellur list að list. Einnig var farið í 30 km ökuferð til norðausturs frá borginni, þar sem heitir Raslív. Lenín dvaldi þar sum- arið 1917, næst fyrir byltinguna, var þar í felum fyrir varðliðum bráða- birgðastjórnarinnar, sem sat að völd- um fyrst eftir fall keisarans. Hann notaði þá m.a. tímann til að skrifa rit sitt „Ríki og byltingu“, sem síðan er oft til vitnað. Þarna er dálítið minja- safn í heldur fornfálegu húsi, en um- hveríið er alft hið viðfelldnasta, þar sem mikið ber á tjörnum og trjám. Eftir kvöldverð, sem var fyrst og fremst settur saman úr reyktum laxi og nautalundum í franskri gerð með hrísgrjónum, grænum baunum og kartöflum, héldum við á ballettsýn- ingu í veglegu leikhúsi, og var þar sýndur hinn frægi listdans „Giselle“ við tónlist eftir Adolphe Adam, sem var þekktur Parísarbúi á fyrri hluta síðustu aldar. Við fórum léttstígir í háttinn eftir að hafa horft á hin fjað- urmögnuðu spor ballerínunnar Petrovu og dansnauta hennar. Síðasta daginn okkar í borg Péturs mikla var farið til fundar við forseta og varaforseta fylkisdómstólsins þar, og fengu félagar mínir lögfróðir þar góðar upplýsingar um dómaskipan og þvíumlíkt. Sjálfur lagði ég lítt við eyra. Ég veit ekki um Dimitrí. Aftur á móti þótti mér gaman að koma í háskólann — og auðvitað hinum ekki síður — og hitta þar að máli tvo öndvegismenn úr kennara- liðinu, sem báðir gátu talað íslenzku í verulegum mæli. Það voru Steblín- Kamenskij og Valerij Bjerkoff, sem iðkuðu þar norræn fræði og kennslu í þeim greinum. Bjerkoff hafði þá fyrir tveimur árum gefið út íslenzk-rúss- neska orðabók í samvinnu við Arna Böðvarsson cand. mag. Steblín- Kamenskij ritaði margt um fornnor- ræn fræði, ekki sízt Íslendingasögur. Árið 1981 kom út hér á landi bók hans Heimur Islendingasagna í þýðingu Helga Haraldssonar lektors, hið merkasta rit, en það hafði komið út á rússnesku áratug fyrr. Höfundurinn kom til íslands fáum árum eftir fund okkar í Leníngrað, og var ánægja að endurnýja kynnin á heimili Sigurðar fararstjóra okkar. Hann kom hingað aftur síðar, er heimspekideild Há- skóla íslands kaus hann heiðursdokt- or fyrir fræðastörf sín. Þessi mæti prófessor, sem er nú látinn fyrir örfá- um árum, var einstaklega háttvís og alúðlegur maður, auk þess sem hann var fríðleiksmaður mesti — sem sagt bæði fríður maður og fróður. Að kvöldi þessa lokadags okkar í Leníngrað var okkur boðið á tónleika Fílharmoníusveitarinnar, þar sem Rostropovitsj sellósnillingur var ein- leikari, en stjórnandi Genndij Ros- hdestvenskij, sem var þá búinn að geta sér gott orð á því sviði og hefur orðið nafntogaður á síðari árum. Ekki var langt að fara fyrir okkur, aðeins skáhallt yfir götuna frá Hótel Evrópu. Á efnisskránni var eingöngu ensk tónlist, og hinum helztu tónskáldum Breta raðað á garðann: Henry Purcell, Ralph Vaughan-Williams, Percy Grainger (frá Ástralíu), Benjamín Britten og William Walton. Ég hafði ekki heyrt fyrr sellósinfóníu Brittens, sem var þungamiðja tónleikanna. Þótti mér strax verulega til hennar koma, og unnið hefur hún betur á við nánari kynni á hljómplötu. Rostropo- vitsj gerir henni manna bezt skil eins og að líkum lætur, þar sem þetta er nokkurskonar eign hans, enda munu fáir eða engir honum færari knéfiðl- arar. Ekki birtist okkur Rostropovitsj fyrst á tónleikasviðinu eftir samfundi á brautarstöðinni í Moskvu þremur sólarhringum fyrr. Við höfðum séð hann í veitingasalnum á Hótel Evrópu, þar sem hann sat við lítið borð og ræddi við tónskáldið kunna Dimitrí Sjostakhovitsj. Auðséð var, að með þeim var góður kunningsskapur. Sjostakhovitsj bjó þarna á hótelinu þessa daga, og varð ég hans var í nokkur skipti, því að ekki var nema eitt herbergi milli okkar þar á einum ganginum. Hæglátur maður, greind- arlegur og íhugull að sjá, fremur lágur í lofti en nokkuð þéttvaxinn. Virtist fremur sjóndapur, bar gleraugu. Dimitrí Sjostakhovitsj fæddist í Pétursborg 1906, menntaðist þar í tónlist, gerðist prófessor við tónlistar- háskólann þar um þrítugsaldur, en flutti undir striðslok til Moskvu. Hann leið þjáningar umsáturstímans með samborgurum sínum og lagði drjúgan skerf af mörkum til eflingar baráttu- þreki þeirra, er hann samdi 7. sinfóníu Heima er bezt 341

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.