Heima er bezt - 01.07.1986, Qupperneq 11
Skagfirðingar í Osló 1984:
Andrés Björnsson, fyrrum útvarpsstjóri oy góðvinur
Sigurðar, sem gestur á heimili lians i Osló 1984.
MYND: OHT.
þangað 1960; hún var þar enn þegar ég kom aftur 14 árum
síðar og sú sama og hún áður var. Við höfum því verið
samstarfsmenn alls í 17 ár. Þegar ég hugsa til samstarfs-
manna minna á löngum starfsferli er mér hún efst í huga.
Auður er mjög greind kona og sérstaklega fljót að átta sig á
öllum vandamálum, flínk í starfi sínu og þekking hennar á
norskum málum og staðháttum frábær. Þó met ég allra
mest trúnað hennar og trygglyndi og hvað mjög hún lagði
sig fram í samstarfi okkar. Ég geri Auði hér að umræðuefni
en vil samt taka það fram, að ég stend í mikilli þakkarskuld
við annað starfsfólk mitt við sendiráð íslands í Osló, Elínu
Finborud og Börk Karlsson, samstarf við þau var eins
gott og á varð kosið, en mun styttra en samstarf okkar
Auðar.
í Osló áttum við fyrir gamla vini og samband við þá tókst
á ný. Þá var Tönnes Andenæs ennþá á lífi. Dvöl okkar í
Noregi varð því ánægjulegri en ella þrátt fyrir fjarveru
barna, en sérstaklega þýðingarmikið fyrir okkur að elsta
dóttir okkar, Þórunn, gift Jakobi Kielland, var þar enn
búsett og börn þeirra þrjú.
Um áramótin 1985-1986 var ég skipaður ambassador,
líklega var það viðurkenning fyrir störf mín í utanríkis-
þjónustunni. Ég notaði titilinn þó ekki, því að sendiherra
var í Osló á sama tíma. Sumarið 1986 lét ég síðan af störfum
og flutti alkominn heim.
GÓÐ LJÓÐ OG
GRINDARSNÚNINGSVÍSUR
/ upphafi þessa viðtals er Sigurður Hafstað kallaður
sendiherra Ijóðsins. Margir hafa dóiðst að smekkvísi
hans og þekkingu i þeim efnum, og Friðrik Þórðarson
háskólakennari i Osló fœrir rök að því í dýrlegri af-
mœlisgrein um Sigurð sjötugan í Þjóðviljanum 27.
júlí 1986, að líklega hafi fá sendiráð í heimi verið þess
umkomin að veita hetri þjónustu, en þegar Sigurður
miðlaði af nœgtum sínum i skáldskap. í samtölum
okkar Sigurðar í Osló, á Tjörn í Svarfaðardal og i
Revkjavík har Ijóðlistina oft á góma. Ég hað hann að
nefna uppáhaldsskáldin sin, spurði hvort hann orti
sjálfur eða vœri persóna i hókum.
Eins og ég gat um hér að framan vöndumst við systkinin
snemma á ljóð og sögur. Síðan alltaf haft gaman af ljóðum
og lesið þau og lært. Þegar ég byrjaði í skóla hef ég líklega
haft mestar mætur á Davíð Stefánssyni, en hann entist mér
ekki lengi. Seinna tók Einar Benediktsson við og hann mat
ég mest af öllum skáldum í nokkur ár. En smekkur manns
breytist með tímanum og maður breytist sjálfur og skiln-
ingur manns á skáldskapnum líka, það koma nýir menn
með nýjar hugmyndir og önnur viðhorf og knýja dyra.
Ég kynntist Steini Steinarr og Jóni Helgasyni og þeir
höfðu báðir mikil áhrif á mig. Steini kynntist ég á síðustu
æviárum hans, meðan ég var forsetaritari, og hann kom
daglega til mín. þegar ég snæddi þá á Hressingarskálanum.
Jón hafði ég nánara samband við. Árni bróðir minn sem
var í verkfræðinámi í Kaupmannahöfn á stríðsárunum var
eins og margir íslenskir stúdentar tíður gestur á heimili
þeirra Jóns Helgasonar og Þórunnar konu hans, og urðu
þeir Magnús Kjartansson, síðar ritstjóri og ráðherra, sem
þar var líka, heimagangar hjá þeim hjónum. Árni hefur æ
síðan verið aðdáandi og mikill heimilisvinur Jóns. Síðar
fóru á þessar slóðir til náms systur mínar, Steinunn, Guð-
björg og Valgerður, og svo kom, að Jón leit á fjölskyldu
mína sem skyldmenni sín, það sagði hann mér einu sinni
sjálfur. Hús hans og Þórunnar Björnsdóttur stóð okkur
opið í fjölda ára. það er gott að hafa átt þess kost að kynnast
slíku fólki og við eigum vafalaust engum vandalausum eins
mikið að þakka og þessum hjónum.
Kynni okkar Jóns hófust 1951. þá hitti ég hann í fyrsta
skipti á leið minni frá Rússlandi heim til íslands. Eftir það
lágu leiðir okkar oft saman. Hann sendi mér að jafnaði það
sem hann birti eftir sig eða gaf út, og meira að segja ýmis-
legt sem ekki hefur komið á prent. Þegar hann gisti hjá mér
fyrir 10 árum spurði ég hann hvort hann ætti margt
óprentað af ljóðum. Þá svaraði hann, ef til vill í spaugi, að
það væru hundrað kvæði.
Það getur nú ekki talist til yrkinga, þótt ég hafi stundum
sett saman hringhendur mér til dægrastyttingar þegar ég
fór milli landa. Fáir hafa heyrt þær og ég hef gleymt þeim
flestum sem betur fer. Hins vegar kannast sumir við stökur
sem við Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi lékum okkur að
um tíma, það var fáránleikahúmor sem var fólginn í því að
stæla með ýmsu móti vísu eftir Lárus Salómonsson,
glímumeistara og skáld. Sú vísa er svona:
Hcela tinda húsdýrin
hafa ómvndarhúning
þeirra yndis yfirskin
er með grindarsnúning.
Heima er bezl 25 5