Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 17
heldur blóði. I trúnaðarbréfum, sem hún ritaði um þessar
mundir og fyrst voru birt fyrir nokkrum áratugum, játar
hún, að sagan sé þeirra, í raun réttri sönn frásögn um
samband þeirra, eins og því vék við frá hennar bæjardyr-
um. Von var, að Björnson reiddist slíkri bersögli og ónær-
gætni, enda trylltist hann. Skömmu eftir að sagan kom út,
skrifar frú Thoresen frá Kaupmannahöfn, að skáldið sé
orðið „svarinn andstæðingur“ hennar og gangi nú manna á
milli og ljóstri upp ýmsu því, sem hann hefur orðið vísari,
eftir að hafa átt trúnað hennar í tíu ár. — Upp frá þessu var
hann alltaf á varðbergi gagnvart henni, þó ekki yrðu full
vinslit.
Frú Thoresen hafði farið til Noregs með þeim ásetningi
að gerast norsk skáldkona, en hér hlutu stórskáldin að
skyggja á hana. Hún gaf út fjölda bóka, leikrit, ljóð og
sögur, og mun nú flest gleymt nema Myndir frá vestur-
strönd Noregs og Myndir frá landi miðnætursólarinnar.
Þar sækir hún efnið til Norður-Noregs og lagði á sig ótrú-
legt erfiði til að kynnast daglegu lífi þar um slóðir. Með
þessum þjóðlífsmyndum, sem komu út á árunum 1884-
1886 hlaut hún loks alntenna viðurkenningu á Norður-
löndum. en bréfasafn hennar, sem kom út fyrir nokkrum
áratugum, mun lengst halda nafni hennar á lofti.
Síðari hluta ævi átti hún jafnan við fátækt að búa. Syni
sína báða missti hún úr berklum, er þeir voru að hefja
lífsstarf sitt, eftir að hafa hlotið ágæta menntun. Dætur
hennar giftust mestu merkismönnum, og eru ættir frá þeim
komnar. Um nokkurra ára skeið átti hún heimili í Þýzka-
landi, Sviss og Ítalíu, vann þar að ritstörfum og hélt heimili
fyrir soninn Axel, sem nam verkfræði, þann, sem hún
nefndi oft „litla bróður Benjamín“. — Síðustu 20 ár
ævinnar átti hún heima í Höfn.
Árið 1856 skrifaði hún í bréfi til vinkonu: „Ég á óskir,
sem aldrei geta rætzt; brostnar vonir; vaxandi efasemdir;
kröfur, sem kalla mig æ; en það er orðið langt síðan sálar-
friður hefur kvatt dyra hjá mér, og hans má ég enn lengi
bíða; um það hef ég öruggt hugboð.“ — Henni hlotnaðist
hann löngu síðar, og ber það mannkostum hennar fagurt
vitni.
Á áttræðisafmælinu 3. júní 1899 var henni sýnd margs
konar virðing. Skáldastyrks hafði hún þá notið um nokkur
ár. Mikið hóf var haldið henni til heiðurs, og sjálfsagt hafa
hennar gömlu augu glaðzt við að líta þá miklu prosessíu
pótentáta lista og vísinda, sem heiðraði hana með návist
sinni. Frændþjóðirnar þrjár veittu henni heiðursmerki úr
gulli (Fortjenstmedaljen). — Hún ofmat aldrei skáldgáfu
sína, og Norðurlönd hafa eignazt meiri skáldkonur en
hana, en hún mun einn fjölþættasti og merkilegasti per-
sónuleiki þeirra kvenna, sent sett hafa svip sinn á andlegt líf
á Norðurlöndum. Um hennar daga hafði engin kona jafn-
náin kvnni af merkisberum norrænnar menningar og hún.
Það hefur verið um hana sagt, að hún hafi „verið á
brúðarklæðum ævina alla, ímynd kvenlegs yndisþokka og
ásthneigðar". — Þegar hún var nokkrum mánuðum yfir
áttrætt, sendi Björnson henni ljósmynd af sér sunnan úr
löndum. Aftan á hana skrifaði hann ljóð og lýsir þar skap-
gerð hennar fagurlega, segir. að hamslausar ástríður henn-
ar, sárar og sætar, hafi með aldri og þroska umbreytzt í
vísdóm, góðvild, fegurð:
Fra smerteskriket til elskovsflammen
til visdom blev det,
til godhed blev det,
til skönhed blev det,
altsammen!
Nokkrum mánuðum síðar höfðu Björnsonshjónin við-
dvöl í Höfn á heimleið til Noregs. Þau óku auðvitað til frú
Thoresen, sem tók þeim með hlýju, en báðum þótti skrýtið,
að hún minntist ekki aukateknu orði á erindið, sem Björn-
son hafði ort til hennar. Svo kom að kveðjustundinni. Frú
Karólína var komin af stað niður þrepin, er frú Thoresen
kippir Björnson hvatlega inn fyrir dyrastafinn aftur eitt
andartak og hvíslar í eyra honum: „Takk fyrir ljóðið!“
Öll þúsundljósin á altari þessarar konusálar loguðu enn!
Þau hjónin kímdu oft að þessum atburði og þótti nokkurs
um vert, hve kvenlegir eiginleikar voru fylgispakir gömlu
konunni. að eldar afbrýði og ásthneigðar skyldu loga svo
glatt, að hún gerði sér í hugarlund, að Björnson ætti enn
leyndarmál með henni á laun við eiginkonuna.
Þegar frú Jakobína Thomsen endursendi frú Thoresen
bréf þau, sem farið höfðu á milli hennar og Gríms, ritaði
hún ekkjunni þakkarbréf, sem ber vitni um hjartahlýju og
töfrandi skapgerð. Þarsegir hún m.a.:
„Með angurværum huga las ég þau, því að þau köll-
uðu fram í hugskotið minningar frá þeim tíma, er ég enn
stóð mitt í lífsins hörðu raun og vissi í sannleika ekki,
hvern enda hún mundi fá. Nú erstríðinu lokið! Ég er nú
á áttræðasta árinu, og gröfin bíður hins göngumóða
ferðalangs....
Dr. Grímur Thomsen var í sannleika stórgáfaður og
eftir því sérstæður persónuleiki. Æskuhrifning mín af
honum var mikil, kæra frú! Og mér veittist sú hamingja,
að minn ágæti eiginmaður tók fullan þátt í aðdáun
minni, er hann kynntist honum. Og nú vil ég kveðja
yður!
Drottinn gefi yður sól og frið á ævikvöldi yðar.
Með virðingarfyllstu og hjartanlegustu kveðjum.
Yðar
Magdalene Thoresen. “
Lengi hafði hún óttazt, að hún héldi ekki andlegum
kröftum til hinztu elli. En hún þurfti ekki að taka undir
með fornvininum Björnson: „kan ej længer vejde mine
tankers flok“. Hún hélt óskertum sálarkröftum til loka-
dægurs. Síðari hluta marzmánaðar árið 1903 er hún venju
fremur máttvana, svo að hún fer í rúmið, og laugardaginn
28. sama mánaðar fjarar líf hennar út í hljóðlátri ró, eins og
þegar sólbjartur dagur hverfur inn í húmið.
Hún taldi sig — þrátt fyrir allt — hafa lifað sólbjartan
ævidag.
Heimaerbezt 261