Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Page 20

Heima er bezt - 01.07.1986, Page 20
eldrum hans. Þá komst ég í eigu Guðrúnar. Henni þótti ósköp vænt um mig, strauk mig og klappaði mér — og alltaf fór svo vel í skúffunum mínum, því Guðrún var svo snyrtileg í sér og raðaði öllu dótinu sínu svo fallega. Þau hjónin eignuðust mörg börn og það varð svo þröngt í skúffunum mínum. Guðrún var myndarleg að sníða og sauma, börnin hennar voru alltaf vel til fara og sparifötin þeirra voru býsna fyrirferðarmikil, svo ég var stundum hreint alveg að springa. Ég var fegin á sunnudögum, þegar presturinn messaði, þá rýmkaðist ögn í mér, því börnin fóru öll í kirkju í sunnudagafötunum. Oft var gaman að hlusta á, þegar sr. Jón var að láta börnin syngja í rökkr- inu, ja, þvílíkur söngur, það sem hann kunni margt fallegt. Hann kenndi þeim þessi ósköp af lögum og textum, hann lét þau fara að syngja í kirkj- unni, strax og þau voru orðin læs. Þau sungu svo fallega og komu áreiðan- lega að góðu liði í kirkjusöngnum. en ekkert var hljóðfæri að styðjast við. Því var það löngu seinna í messu. eftir að sr. Árni Jóhannesson kom í Þönglabakka, að mamma þín, þá þrettán ára, tók við stjórninni á söngnum, því forsöngvarinn var óvanur og gerði skyssu. Það hefði hún ekki getað, ef afi hennar hefði ekki verið búinn að kenna henni þetta allt saman. Ég var hjá þeim á Þönglabakka í 19 ár. en þá var sr. Jón orðinn svo las- burða. að nýr prestur átti að koma á staðinn og öllum þótti þetta fjarska leiðinlegt, að verða að fara burtu. Þá var flutt í Kussungsstaði í Hvalvatns- firði. Þar voru slæm húsakynni, en Guðrún tókst samt að gera heimilið vistlegt og alltaf gætti hún þess, að vel færi um mig. Þau unnu fjarska mikið, þessi 9 ár, sem þau voru þar og voru áreiðanlega oft þreytt. en þá voru elstu börnin uppkomin og til mikillar hjálpar. Þá kom Sæmundur Sæmundsson skipstjóri og vildi endiiega fá hana Sigríði, elstu dótturina. Hún var ansi myndarleg, eins og allt þetta fólk og þar kom, að þau giftu sig, þau voru glæsileg, þessi ungu hjón. Sæmundur skipstjóri lét byggja nýja baðstofu á Kussungsstöðum og fékk Guðmund bróður sinn, sem var smiður, til að byggja hana. Þá leist Guðmundi svo vel á Valgerði, yngri systur Sigríðar, þú skilur. Jóhannes lét nefnilega eina telpuna heita í höfuðið á kærustunni, sem hann missti. Þetta var Valgerður II, og sú fyrsta með því nafni sem átti mig. Svo giftust þau, Guðmundur og Valgerður og hann byggði býlið Hlaði, á Grenivík, þar bjuggu þau í átta ár, en fluttu síðan í Lómatjörn og voru þar, það sem eftir var. Sæmundur skipstjóri fékk Stærri- Árskóg til ábúðar. það var stór jörð og kirkjustaður og öll fjölskyldan flutti þangað. Hann var duglegur maður og sjaldan heima. var alltaf á sjónum, en Jóhannes og Guðrún, foreldrar Sig- ríðar, sem fluttu með þeim í Stærri- Árskóg, voru henni til mikillar hjálpar við búskapinn. Sigríður húsfreyja eignaðist mörg börn, svo mikið var um að sjá, úti og inni. Einu sinni lét Guðrún mála mig fállega brúna, ég var voða fín þá, því gamli „kjóllinn" minn var orðinn svo blettóttur. Hún eignaðist líka fínar silkisvuntur, klúta og slifsi og allt þetta geymdi hún í skúffunum mín- um. Þar var nú orðið rýmra, því flest börnin voru gift og farin að búa ann- arsstaðar. Hún fékk líka mörg bréf frá Ameríku, frá systur sinni henni Hall- fríði. sem kölluð var Fríða Gíslason þar. Hún geymdi bréfin í skúffunum mínum og skriffærin sín, því auðvitað skrifaði hún henni alltaf fljótt aftur. Nú liðu mörg ár og börnin í Stærra-Árskógi voru orðin sjö —, en þá varð mikill sorgaratburður, er Sig- ríður húsfreyja andaðist. þegar hún fæddi áttunda barnið, hann Guð- mund litla. Já, þá var mikil sorg á ferðum, blessuð börnin, sum óvitar. gengu grátandi um bæinn og kölluðu án afláts á mömmu sína. Blessuð Guðrún mín. hún var yfir dóttur sinni þegar hún dó, en aldrei sást henni bregða, þvílík stilling, nú þurfti hún að stjórna öllu og sefa börnin. Sæ- mundur skipstjóri var út á sjó, er þetta skeði, það var nú meira áfallið, sem hann varð fyrir, við heimkomuna. Vorið eftir var heimilinu sundrað. börnunum komið fyrir, hingað og þangað, en Guðrún og Jóhannes fluttu austur yfir fjörðinn, í Lóma- tjörn til Valgerðar og Guðmundar og tóku Ingileifu Sæmundsdóttur með sér, hún var sjö ára þá. Ég varð nú dálítið gigtveik af öllum þessum flutningum, skúffurnar mínar skekktust og ég marðist hér og hvar, en þegar við komumst í Lómatjörn, fékk ég góðan samastað, það var t horninu í Suðurstofunni gömlu og þar fékk ég að standa, meðan stofan stóð uppi. Guðrún mín og Jóhannes sváfu í baðstofunni og þar voru flest börnin. en Valgerður og Guðmundur í hjónahúsinu með þau yngstu. Þau voru orðin sjö, talsins, en áttu fjögur eftir að fæðast. það var nú meiri hóp- urinn. Oft var glatt á hjalla á Lóma- tjörn, kveðið. sungið og sagðar sögur. Svo var barnaskólinn í Norðurstof- unni í átta vikur. á hverjum vetri. Þar voru líka fundir, söngæfingar, böll og ansi mikið fjör. Svo var það á haustdögum 1915, að Jóhannes dó blessaður, það var hann sem lét smíða mig forðum, handa kærustunni sinni. Blessuð Guðrún mín varð svo hrygg, en stillingin alltaf söm og jöfn. Eftir að hún var orðin ein, skreið oft eitt barnið upp í til hennar, því margir voru kropparnir á Lómatjörn og alltaf var tekið vel á móti. Þar var fræðsla um Guð og góða siði um hönd höfð, sálmavers kennd og allt það besta. sem barni er nauð- synlegt að heyra um og læra. Ég man, að þú sagðir. Sigga mín. að í horninu ofan við hana ömmu þína, hefðir þú lært það fegursta og besta í lífinu, ásamt hreinu og ósviknu tungutaki. Guðrún mín fékk oft smágjafir frá börnunum sínum og geymdi þær í skúffunum mínum og ég passaði þær vel. Stundum var þar að finna súkku- laðimola, sem stungið var upp í lítinn munn. þegar andstreymi lífsins fór að gera vart við sig, árekstrar milli syst- kina og þessháttar. þar sem marg- mennt er. Er árin liðu hrakaði heilsu Guð- rúnar, oftast sat hún á rúminu sínu. með prjóna, eða aðra ullarvinnu og raulaði stundum vers í Passíusálmun- um fyrir munni sér. Hún lét barna- 264 Heimaerbezl

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.