Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Page 22

Heima er bezt - 01.07.1986, Page 22
Furðulegir hrakningar hesta á Bárðardalsöræfum sumarið 1945 Gönuskeið INGVI M. GUNNARSSON frá Sandvík í Bárðardal Sól hló við heiði og bjart var um byggðir, fimmtudagsmorguninn 19. júní 1945. þegar við Mikael Jó- hannesson mættumst neðan við Kaupang í Eyjafirði. Ég kom framan úr Öngulsstöðum, en hann af Akur- eyri. Við höfðum þrjá til reiðar hvor, var ferð okkar heitið austur í Bárðar- dal og þaðan suður til jökla í Vonar- skarð. Eg var um þessar mundir farand- maður og átti engan hest, en mér hafði orðið vel til hesta í Eyjafirði. Valdimar Bjarnason á Öngulsstöðum lánaði mér Jarp sinn sextán vetra stólpagrip og hinn ágætasta gæðing, fjörháan töltara og brokkara. Vetur- inn áður hafði ég verið vetrarmaður í Hvassafelli og lét Benedikt bóndi Júlíusson mig hafa sérstakan hest til umhirðu og reiðar. Það var grár foli nefndur Gráblesi þá á sjötta vetri. Hann var með stærstu hestum, all- vakur en þótti skorta eðlisfjör og létt- leika, svo að Benedikt batt ekki við hann neinar gæðingsvonir. Þá var dráttarvélaöldin ekki upp runnin og Benedikt ætlaði að gjöra hann að vinnuhesti. Vel fór á með okkur Grá- blesa. Hann lærði sæmilegan höfuð- burð og nýjan gang, tölthopp, hann var ferðmikill á þessum gangi og líka á skeiðinu. Ég hleypti honum á marga stökkspretti, einkum við trippi og oft á hinum versta vegi og reyndist hann bæði fljótur og fótviss. Benedikt sagði eitt sinn í spaugi, „að sér litist ekkert á það ef ég gerði þann gráa að reiðhesti fvrir sig“. Þegar þessi ferð mín var ráðin fór ég á fund Benedikts og bað hann að ljá mér Gráblesa í hana. Það gerði Krossárgilið, þar sem hestarnir klifr- uðu í sjálfheldu í klettunum til vinstri, og Gráni, ferðahestur Mikaels. hann, en sagði þó að ekki hefði hann lánað Gráblesa neinum öðrum. Hann léði mér og annan hest gráan, sem Nökkvi hét, það var orkuknár hestur, ekki hár en þvkkvaxinn, lipur brokk- ari með töltspori, ólatur en ferðlítill, hann var á besta aldri, níu eða tíu vetra. Ég var fullkomlega ánægður með minn hestakost. Hestakostur Mikaels var einnig ágætur. Hann átti tvo þeirra sjálfur: Grána sem var tíu vetra, hinn ágætasti ferðahestur og Roða fimm vetra fola, sem hann hafði þá nýlega keypt, mjög glæsilegan fola sem álitinn var af öllum rakið góð- hestaefni. Roði varð því miður skammlífur. hann varð sóttdauður á næstu nýjársnótt og var Mikael mikill harmdauði. Þriðji hestur hans var brúnn gæðingur er hann hafði að láni hjá Samúel Kristbjarnarsyni rafvirkja. Ekkert sögulegt var við ferð okkar þennan fyrsta dag. Við riðum sveitir eftir malarbornum bílavegum, hörð- um og hrjúfum undir hestafótum. Dagur var að kveldi kominn þegar við komum að Bjarnarstöðum í Bárðar- dal. en þar áttum við báðir því nær foreldra og ferðinni ekki heitið lengra þann daginn. Við urðum síðbúnir á fjöllin næsta dag, enda meiningin að hafa þá dag- leið stutta. Við lögðum frá Bjarnar- stöðum um nónbil og hafði þá þriðji ferðafélaginn bæst í hópinn, það var Jónas Baldursson á Lundarbrekku. Hann hafði einnig þrjá hesta: Faxa sem hann átti sjálfur. það var mold- óttur klár, kraftajötunn en enginn reiðhestur, hlutverk hans átti einkum 266 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.