Heima er bezt - 01.07.1986, Qupperneq 23
0 Voru þarna ,,annarleg og óheillavœnleg
fyrirbœri(< að verki?
ri r i i h i Svartárkot 1945,
9 Hvers vegna fœldist Faxi við Dysjarhjallann? <»g eidstæði í rústum sandmúia.
að vera að bera farangur okkar, annar
var Mósi Sigurðar bróður hans. vilj-
ugur brokkari fremur smár en ólseig-
ur og röskur reiðhestur. Þriðji var
Stjarni Páls í Engidal, sá var brún-
stjörnóttur prýðilegur ferðahestur, en
hafði mjög lítið verið notaður þetta
vor.
Þennan dag var milt veður en sól-
skinslaust, austanátt og skýjað. Þegar
við komum að Svartárkoti var að
byrja að rigna. Auðvitað var okkur
boðið kaffi eins og öllum. sem í
Svartárkot koma. Við þáðum það,
settum hestana inn í hús og töldum
ágætt að láta regnskúrina ganga vfir á
meðan við drykkjum kaffið, en hér
kom engin venjuleg sólstöðuskúr,
heldur varð þarna stórrigning í þrjá til
fjóra tíma. Þann tíma allan sátum við í
góðu yfirlæti í Svartárkoti, höfðum
drukkið mikið kaffi og borðað silung
úr Svartárvatni, sem er hið mesta
lostæti, þegar við lögðum af stað á ný
um miðnættisbil. Regnið var þá hætt,
en vindáttin gengin til norðausturs
með þoku og úða öðru hvoru. milt
veður en mjög þungskýjað.
Frá Svartárkoti er fyrst yfir hraun
að fara, við fórum hægt og vorum
hinir ánægðustu, töldum jafngott að
ferðast á nótt sem degi á þessari árstíð
og þó hér væri þoka og súld, gat verið
bjart veður suður við jökla og Veður-
stofan hafði spáð léttskýjuðu með
morgni. Við áðum smástund á Rétt-
artorfu, sem er gott hestahaglendi rétt
sunnan við hraunið, og nú fyrst vor-
um við komnir á hin eiginlegu Bárð-
ardalsöræfi.
Sú var tíð að hér var heilt hérað
byggðra býla, fáar sagnir eru til um þá
byggð, en þó er ein til, saga Hrana
Hrings Egilssonar Bárðarsonar á
Lundarbrekku. Þar segir, meðal ann-
ars, að Helgi hét maður og var nefnd-
ur Krókur, hann sigldi til fslands og
kom skipi sínu í Skjálfandafljótsósa.
Hann var í frændsemi við Egi! á
Lundarbrekku og gaf Egill honum
land að nema suður með Skjálfanda-
fljóti. Þar reisti hann sér bæ og nefndi
að Helgastöðum, en dalinn nefndi
hann Króksdal, nú er hann kallaður
Krókdalur. Glöggt sér fyrir rústum á
Helgastöðum og víðar á Krókdal.
Suður frá Réttartorfu gengur Hafurs-
staðahlíð, en undir henni stóð býlið
Hafursstaðir. Frá hlíðinni að fljótinu
er allbreitt gróðurlendi, Hafursstaða-
eyrar, suður frá þeim gnæfir Sandmúli
við himinn, norðan undir honum var
býlið Sandmúli, sjást þar rústir glöggt.
Milli Sandmúla og Hafursstaðahlíðar
er Sandmúladalur en suðvestan
Sandmúlans er Krossárgil, ferlegt
klettagil, þar lengra suðvestur er
Krókdalur.
Vel gæti það hafa verið við Kross-
árgil, sem þeir handsömuðu sauðina
forðum, Vakur sauðamaður Helga-
Króks og ójafnaðarmaðurinn Sigfús
Vopnfirðingur. Átti Helgi sauðina,
nema Vakur átti sjálfur þann vænsta.
Heimtaði Sigfús sauðinn af Vakri, en
hann vildi ekki lausan láta, greip þá
Sigfús öxi sína og hjó Vakur bana-
högg. En er Hrani kom þar og spurði
þessi tíðindi, ámælti hann Sigfúsi
harðlega, fór svo að þeir börðust og
vóg Hrani þar Sigfús. Á næsta vori
kom svo bróðir Sigfúsar, Hróaldur
Galti, til bróðurhefnda að Hrana,
hann var þá enn með Helga frænda
sínum á Helgastöðum og var það að
skógarhöggi nyrst í Smiðjuskógi.
Hróaldur Galti reið vestur yfir
Skjálfandafljót hjá Hrafnabjörgum
og suður með því og fundust þeir
Hrani við stóran hól gegnt mynni
Krossárgils. Áttu þeir þar harða orr-
ustu og felldu Hrani og menn hans
Galta og fylgdarlið hans allt og dysj-
uðu þar í hólnum. Heitir hann síðan
Galthóll.
Munnmæli herma að eitt sinn hafi
kirkja verið á Helgastöðum og að átj-
án bæir hafi átt þangað kirkjusókn. Þó
hæpið sé að taka tölur alvarlega í
munnmælum er hitt víst, að á þessum
slóðum bjó fólk. sem átti sína sögu,
háði hér sína lífsbaráttu, lifði og dó.
Bein tveggja þeirra, sem hér dóu,
liggja nú ber á uppblásnum auðnum
gnúin sandi og veðrum. Önnur
beinagrindin er í Bálabrekku á Krók-
dal austanverðum, nær því á móti
0 Hverra beinagrindur voru að veðrast í
Bálabrekku og á Dysjarhjalla?
Heimaerbezt 267