Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Page 27

Heima er bezt - 01.07.1986, Page 27
LANDKYNNING HEIMA ER BEZT 5 Sl Kl El i Ð 1 f ¥ IAI Rl N ESS\ rSI U U 1 ODDUR SIGURÐSSON, jarðfræðingur Landslagið: • Skeíðin, þar sem Hvítá í Árnessýslu og Þjórsá falla nær samsíða til suðvesturs, eru flatt land og hraunum þakið. Byggðarlagið á þessari spildu heitir Skeið. Fáar misjöfnur eru á Skeiðunum sem tekur að nefna. Þó eru þar Húsatóftaholt og Háholt sem standa óbrunnin upp úr hrauninu og svo höfuðprýði sveitarinnar, Vörðufell. • En hvaðan er þetta hraun komið? Ekki er það úr Grímsnesinu, þótt þangað sé skemmst til eldstöðva. Ekki er það heldur úr Heklu, þótt hún gnæfi tignarlega við austurhimin. Nei, hér er um að ræða hluta af mesta hrauni sem runnið hefur hér á landi, siðan jökla leysti af landinu fyrir um 10.000 árum. Það er komið alla leið ofan frá Veiðivatnasvæðinu á Landmannaafrétti og hefur runnið til sjávar eftir far- vegum Tungnaár og Þjórsár fyrir um 8.000 árum. Myndar hraunið strandlengjuna frá Ölfusárósum austur að Þjórsá, enda hefur hraunið stýrt ánum hvorri I sinn farveg. • Líklega hefur hraunið skilið að Þjórsá og Hvítá, sem hafa þá áður runnið saman síðasta spölinn til sjávar og myndað langstærsta vatnsfall landsins. Ekki er vitað um önnur hraun hérlendis sem runnið hafa lengri leið, en þetta eru um 170 km. • Skeiðin hafa verið í alfaraleið frá fyrstu tíð. Hreppa- menn hlutu að fara um Skeið á leið úr og í kaupstað á Eyrarbakka, svo ekki hefur sveitin talist einangruð, þótt miklir farartálmar væru á báðar hendur. Flóamenn fóru með fjárrekstra sína um Skeið er rekið var á fjall og svo aftur heim eftir réttir. Og þeir sem áttu erindi austur eða vestur um Suðurland fóru gjarnan um ferjustaðinn við Árhraun og yfir Hestfjall. • Framan af öldum réttuðu Flóa- og Skeiðamenn fé sitt í Skaftholti í Gnúpverjahreppi, en að því þótti nokkurt óhagræði hve langur heimreksturinn varð, einkum í Flóann. Ákváðu þeir að byggja sína eigin rétt. Var ráðist í verkið með oddi og egg árið 1881 og réttin hlaðin úr hraungrýti á Reykjum á einungis BiSkruPsroNGUR US. StíALHOÍTS ■ TllNöA, VORÐU~ PELL. V. GRIMSNES u alfsstáÐib <£ PRAMnes •Blf?NUSTAE>IR í* * vorsab>er RE.YK'R lu • BrÚNAVELLII? & 't ^ •HUSATÓFTIr I ^y+CH.AFS\/eLL IR* BRAUTAR HOLSJjg HLEMMlSK§l5j VOTAMfRU (/) 'ASHILDABMVRI • • HÁHOÞL irhrau^ holt ^€rkk*rn,e-^ *KjALFHÓLL ‘ARNESSYSLA ÆJrANóA/? VALLA' , • srsLA skAlmholt *>»»- tveim dögum. Þrátt fyrir skamman byggingartima er réttin síður en svo neitt hrófatildur, bæði stór og vegleg, og auk þess stendur hún enn þann dag í dag með sæmd. Skýtur þar nokkuð skökku við, því íslendingar eru kunnari fyrir annað en að fá steinveggi til að standast tímans tönn. í þessar réttir hefur komið fleira fé í senn en i nokkrar aðrar réttir á landinu eða um 55.000 fjár, þegar mest var. Skeiðarétt er sennilega fyrsta sameiginlega stórframkvæmd sveit- armanna, en þær urðu fleiri, svo sem áveitur, hitaveitur og vatnsveitur. Skeiðaréttir eru frægar, ekki einungis innan sveitar, heldur langt þar útfyrir, þvi þangað sóttu nærsveitungar og jafnvel borgarbúar skemmtun hér á árum áður. Þóttu gleðilætin ganga úr hófi, svo að lokum kom yfirvaldið með lögreglulið úr Reykjavík til að gæta velsæmis og bannaði næturball og veitingasölu. Ekki þóttu þessar aðgerðir breyta miklu um skemmtanahald i réttunum. Reykjarétt á Skeiðum var hlaðin á 2 dögum 1881. Hingað hefur komið fleira fé í senn held- ur en í nokkrar aðrar réttir hérlendis. Reykir og Hreppafjöllin í baksýn. MYND: ARNI HJARTARSON. Heima er bezt 271

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.