Heima er bezt - 01.07.1986, Síða 48
UMSJÓN:
Björn Egilsson
VISNAÞATTUR
Skammavísur
Björn Fr. Schram bjó á Hofi á Höfða-
strönd 1896 til 1905. Hann var bæði
smiður og skáld. Eitt sinn hitti Björn
mann í Hofsósbúð, er Evert hét. Það
gæti hafa verið Evert Evertsson, síðast
á Nöf hjá Hofsósi.
Evert kvað til Björns:
Á eg að sýna ykkur mann
eða svfn með þyrnum.
Skrítinn um trýni og talandann,
tveimur sýnir glyrnum.
Björn svaraði:
Evert slær í ofboði,
allar klær út þenjandi.
Laus við æru á lífsvelli,
líkur gæru í hundskjafti.
Þorsteinn Jónsson bóndi á Gili í
Svartárdal orti um skagfirzkan bónda,
er hann taldi að hefði gert sér grand:
Ærinn galla og girndafans,
grær í skalla þessa manns.
Fær að malla hróður hans,
í hrærudalli andskotans.
Fallegar vísur
Hrefna dóttir séra Hallgríms í Glaum-
bæ lá í Sjúkrahúsi Sauðárkróks og
andaðist þar 10 ára gömul. Faðir
hennar kom oft í heimsókn og eitt sinn
kvað hún:
Elsku pabbi oft eg finn,
að þín blæða sárin.
Hérna er litli lófinn minn,
eg legg hann ofan á tárin.
Elínborg dóttir Péturs prófasts á
Víðivöllum, var lengi prestsfrú á Mæli-
felli, gift séra Sigurði Arnþórssyni.
Þegar frú Elínborg fór frá Mælifelli kvað
hún:
Burt mig flytja forlögin,
en frá þér aldrei huga minn.
Kveð eg líka legstað þinn,
liðni hjartans vinurinn.
Meinlausar vísur
Eiríkur Einarsson frá Villinganesi
fluttist til Akureyrar frá Lýtingsstöðum
1937. Hann var áhugasamur Sjálf-
stæðismaður og starfaði fyrir flokkinn á
Akureyri. Það mun hafa verið við próf-
kosningar í Sjálfstæðisflokknum fyrir
bæjarstjórnarkosningar 1946, að Eirík-
ur var kosinn í þriðja sæti á lista, en
flokksstjórn færði hann í fjórða sæti,
sem var vonlaust.
Þá kvað Eiríkur:
Áður hélt eg upp um skeið,
átti pólitízka drauma.
Nú er eg á niðurleið,
náklæði mér vinir sauma.
Eftir þetta var Eiríkur í einhverjum
trúnaðarstörfum fyrir flokk sinn.
Þá kvað Sigurður Kristófersson:
Úr fínum efnum flokkurinn,
fötin beztu vinum saumar.
Nú berðu ekki náklæðin,
nú eru að rætast gamlir draumar.
Laust eftir 1920 voru þeir saman við
heyskap í Héraðsdal, Eiríkur Einarsson
og Emil Petersen. Eiríkur var skerpu-
maður við alla vinnu og svo mikill
sláttumaður, að sagt var, að tvær
stúlkur hefðu nóg með, að raka á eftir
honum.
Emil kvað:
Mikið ærist Eiríkur,
eru færur breiðar.
Hristir lærin hraðfengur,
hefur tvær til reiðar.
Eiríkur svaraði:
Emil knár sig frægja fann,
færur skára breiðar.
Fyrr á árum hefur hann,
haft þær þrjár til reiðar.
Orðið færa saman og spilda á teig var
ekki notað hér. Emil kom með það að
norðan.
Símon Dalaskáld birti framtal sitt í
Ijóði:
Tólf á eg hross og átján ær,
er mitt framtal svona.
Mín er líka mjúk um lær,
Margrét orðin kona.
Símon gerði vísu um tvær fallegar
heimasætur, aðra í Húnaþingi og hina í
Skagafirði. Sigurbjörg var frá Holti í
Svínadal.
Sigurbjörg í Holti hrein,
hugnast sveinum glöðum.
Kveikir bái í köldum stein,
Kristín á Hofsstöðum.
Eftirfarandi tvær vísur gætu verið
eftir Símon Dalaskáld:
Sporum beinum snilldar snýr,
snót að feitum arði.
Borin Sveini Hildur hýr,
hress á Geitaskarði.
Fangar skærast freyju hrós,
fríð gullhringa rúna.
Áður mætust meyja rós
mjúk í Þingi Húna.
Óvíst er um höfund næstu vísu.
Hildur vakti huga minn,
hana á eg starði.
Ó, ef hann væri uppnuminn,
hann Árni á Geitaskarði.
292
Heimu er bezl