Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Síða 51

Heima er bezt - 01.07.1986, Síða 51
og eins var sumstaðar kveðið við raust, því enn voru glösin I ekki tæmd og guðaveigar hresstu sinnið og öræfasvalinn I gerði vitundina hreifa. Eftirvænting komandi daga, upp við fjöll og jökla leysti úr dróma lognmollu hversdagsleikans við strit og annir byggðarinnar. Hið frjálsa líf heillaði, nesti og nýir skór og óræð gáta víðáttunnar. Öræfaþögnin flutti ómælistöfra yfir stund og stað. □ Þorbjörn hafði verið á ferli öðru hverju um nóttina, bæði til að fylgjast með hestum og vöktum hestasveina, og eins með veðri og veðurútliti. Er þokunni tók að létta og roða tók fyrir degi, kenndi Þorbjörn strax staðinn, sem þeir voru staddir á. Þeir höfðu farið nokkuð úrleiðis kvöldið áður, en nú var ekki lengur til setunnar boðið, því að fram undan var löng dagleið við smölun á útjaðri afréttarinnar í kringum fell og jökla, um eyðisanda. Áttin var óráðin og loftið skýjað. Er komið var yfir Fossabrúnir, skipti Þorbjörn leitum. Flestir gátu farið leit sína á hestum, þó voru nokkrir, sem urðu að fara fótgangandi vegna aura og fláa, er leið þeirra lá um í næsta tjaldstað. Um hádegisbilið braust sólin fram úr skýjum og veður varð bjart. Leitarmönnum miðaði vel áfram. Gangnastjóri reið á línu leitarmanna og allt fór hið bezta fram og útlit fyrir að vel mundi smalast. Víða sáust fjárhópar hafa sig áfram meðfram fellum og giljadrögum. Hafði sauðkindin sjáanlega þegar orðið vör mannaferðarinnar um hin þöglu og friðsælu sumarlönd, þar, sem hún unað hafði hið liðna sumar og dreymt um marga langa vetrarnótt inni við garða og kró, en nú á flótta undan valdi mannsins og hundi smalans, bak við hól eða hæð, útí frelsið og sjálfstæðið. Bjössi í Tóftum var látinn vera með hestana ásamt Jóa í Seli. Veitti Þorbjörn því eftirtekt, að þeim gekk ferðin greitt, því hestarnir vildu fara geyst, en hestamenn ekki nógu aðgæzlusamir. Gangnastjóri brá þá af göngu sinni þeim til aðstoðar, en varð þess þá vísari, að enn hafði Bjössi átt á fleyg sínum og hafði nú tekist að hafa Jóa til fylgis. Er á daginn leið, virtist veðrið hlýna og kyrrast. Jökul- bungurnar smöluðust vel, og niður með Hraunfljóti mátti sjá stórar fjárbreiður þokast áfram. Undir kvöldið var komið í tjaldstað heilu og höldnu. Allir höfðu einhverja sögu að segja, en allt hafði þó gengið vel. Þorbjörn var í léttu skapi, hrósaði veðri og fénaði. Leitarmenn gengu frá hestum sínum, tjöld voru reist og kaffið hitað, setið og skrafað. kvöldhúmið lagðist yfir. Sveinn gamli á Grund sagði frá draumi sínum, sem hann hafði dreymt, nóttina áður en hann lagði á stað. Bað hann menn að vera allsgáða, því veður eru válynd á haustin. „Ekki hirði ég um þvætting þinn,“ kvað Bjössi í Tóftum og urðu af þessu orðaskipti á milli þeirra og sýndist ýmsum sitt hvað, en sjálfsagt engan órað fyrir því, hve ein lítil stund getur borið í sér eða verið afdrifarík til ills eða góðs. „Við náttmál geta stundum ráðist örlög næsta dags. Því segir Salomon: „Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú, þá mun svefninn verða vær.“ „Mig varðar ekkert um þennan Salomon þinn, hann er vitlaus eins og þú,“ hvæsti Bjössi til Sveins gamla. Bjössi í Tóftum, sem hafði átt drjúga lögg eftir frá degin- um áður, hafði átt vingott við stútinn, seinni hluta dagsins og var að venju óspar á orðgnótt sína. Þótt Steini á Læk tæki stundum til tungunni, þegar honum fannst mikið til þurfa, þá hljóðnaði hann, þegar Bjössi flutti sitt mál enda hvorugum lítið um hinn gefið. Var það engin tilviljun, að þeir voru ekki í sama tjaldi. Að vísu var Steini síst eftirbátur Bjössa með blótsyrðin, sem hann krvddaði mál sitt með, en í smjaðri og fláræði náði hann ekki með tærnar þar sem Bjössi hafði hælana. í kyrrð næturinnar var sem einveran héldi niðri í sér andanum fyrir dulúð og mætti næturinnar. Einstöku sinn- um skar jarmur frá lambi eða frá villtum sauð kyrrðina, sem lét í eyrum eins og biðjandi ákall. Þegar Bjössi í Tóftum hafði nokkuð jafnað sig eftir sennu, sem hann lenti í við Steina á Læk, settist hann á ný að Sveini gamla, er hafði legið fyrir og ekki tekið þátt í neinum gleðskap. Brigslaði Bjössi honum um, að ellegar væri hann haldinn draumarugli eða hræddur við dauðann. „En það er ekki Bjössi í Tóftum, skal ég segja þér, þú drepst ekki nema einu sinni, hvort eða er, og það er skítsama, hvenær það verður, heyrirðu það.“ „Gættu að þér Bjössi minn,“ svaraði Sveinn gamli. „það er annar, sem yfir okkur er og ræður okkar för.“ Bjössi svarar: „Hu, ertu að meina foringjann?“ „Talaðu ekki svona maður,“ sagði Sveinn gamli, „það á enginn okkar ráð á sínum næturstað, og einn er sá er dæmir, og færi betur, að allir kæmum við heilir til okkar heima.“ □ Það var áliðið nætur. Hvammssveitarmenn hrukku upp úr svefni við að snörp vindhviða svipti til tjöldum þeirra. Þorbjörn brá skjótt við og leit út til veðurs. Áttin hafði gengið til norðurs og kólguskýin byrgðu alla útsýn, og nú fylgdi hver vindhviðan annarri. Undir morguninn var komið norðan veður með frosti og snjókomu. Gangnamenn bjuggust betur um í tjöldum sín- um. nokkrir voru sendir til hrossa, er höfðu hrakið undan veðri, en aðrir tóku saman ráð sín hvað gera skyldi. Snjókoman fór vaxandi þegar komið var fram yfir dag- málin, ágerðist veðrið með frosti og hríð. Veðurhæðin svipti til tjöldunum og gerði allt útlit ískyggilegt. Bjössi í Tóftum hafði legið út við tjaldskörina og vaknar við kuldahroll, og skalf hann nú og hristist eins og hrísla fyrir vindi. Þorbjörn skipaði fvrir, að láta hann hafa eitthvað, sem gæti yljað fyrir brjósti, en nú var öll nestislögg búin og allir fleygar tómir. Reynt var að hita kaffi, en það gekk illa. Bjössi var fluttur í mitt tjaldið og dúðaður þar niður með reiðingum og öðru tiltækilegu. þar sem hann lá skjálfandi og vesæll fram eftir deginum. Veðrið óx upp úr hádeginu, menn skiptust á um að vaka yfir hrossum og huga að öðru því, er með þurfti, og verjast Heimaerbezt 295

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.