Æskan - 01.11.1951, Síða 28
Jólablað Æskunnar 1951
Saga rennilássins.
Rennilásinn er nú talinn ómissandi um gervallan
heim, enda er hann hið mesla þarfaþing og til
margra hluta nytsamlegur. Saga þessa merkilega
hlutar er í fáum orðum þessi:
Fyrir rúmum 70 árum var Ameríkumaður að
nafni Judgson eitt sinn að hjálpa lconu sinni við
að hneppa kjól hennar að aftan. Verk þetta var það
versta, sem Judgson fékkst við, og fór hann þá
mikið að brjóta heilann um einhvern þægilegri út-
búnað. Árangurinn var frekar lítill, en samt gaf
hann verksmiðjueiganda einum í New Yorlc, sem
Walker hét, hugmyndina. Walker leist vel á uppá-
stungu Judgsons, og varði hann mörgum milljónum
dollara til að finna rétta lausn á málinu. Rennilás
sá, sem skapaðist í verksmiðju Walkers, náði aldrei
útbreiðslu, enda var hann bæði mjög dýr og svo
mjög ófullkominn.
Árið 1908 fluttist ungur sænskur verkfræðingur
til New York. Ilann hét Gideon Sundback, og var
kominn vestur til að leita sér fjár og frama, en loks
komst hann í verksmiðju Walkers, og fór þar að
glíma við gátuna um að fullkomna rennilásinn. Loks
árið 1914 var uppgötvunin fullgerð. En þá var verk-
smiðja Walkers lcomin i svo miklar skuldir, að eigi
var annað fyrir hendi en að loka. Nú var Sundback
kosinn í stjórn fyrirtækisins og stóð nú til að fá
heimseinkaleyfi á uppgötvuninni, en þá skall styrj-
öldin mikla yfir og tafði allar framkvæmdir. Sund-
back tókst þá að koma uppgölvuninni á framfæri
við hergagnaverksmiðju eina á Englandi, og seldi
hann henni réttinn til afnota fyrir 130 000 sterlings-
pund. Peningarnir fóru til að hjarga verksmiðju
f
f
f
1
i
t
±
f
X
í
i
i
X
•f
i
t
f
f
❖
t
I
I
I
t
i
f
f
I
► ♦*♦♦£♦♦*♦♦*♦ •*•**'♦ ♦*♦♦'*♦♦*♦♦*♦♦£♦♦*♦♦*■♦ ♦J*
Verðlaunaþraut.
Hér fáið þið nýja verðlaunaþraut að glíma
við um jólin. Hún er ekkert ákaflega erfið,
en líklega þvælist samt fyrir ýmsum að
finna rétla ráðningu. Jæja, takið nú eftir:
Bjarni, Finnur, Hjálmar og Þórarinn fóru
niður að tjörn með bátana sína. Þeir ætl-
uðu að reyna, hver þeirra sigldi bezt. Þeir
ætluðu að láta þá sigla fjórum sinnum yfir
tjörnina. I fyrsta sinn átli liver að sigla sin-
um bát, en svo ætluðu þeir að skipta um,
svo að hver þeirra léti alltaf nýjan hát sigla
i hverri umferð. Enginn átti þannig að láta
neinn bátinn sigla nema einu sinni.
I annarri umferð sigldi Finnur Stiganda
og Þórarinn Elliða. I þriðju umferð sigldi
Hjálmar Skiðblaðni og Þórarinn Gammin-
um. í síðustu umferð sigldi Finnur Skíð-
hlaðni og Hjálmar Elliða.
Hvern af hátunum átti hver drengjanna?
1. verðlaun eru 100 krónur.
2. verðlaun eru 50 krónur.
3. verðlaun eru 3 Æskubækur
eigin vali.
eftir
í
♦*« ♦*♦ ♦*« ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*« ♦*♦ ♦*« ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*« ♦*♦ ♦*« ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦
Walkers. Rennilásarnir, sem hin enska verksmiðja
framleiddi, voru notaðir á yfirbreiðslur þær, sem
notaðar voru þá á flugvélar, er stóðu úli yfir nóttu.
Eftir viðurkenningu brezka liersins á gildi renni-
lássins, fór hann loks sigurför yfir allan heim.
Efnílegir unglingar.
Harrie Jacobs Bond, frægur amer-
ískur tónsmiður, er samdi lagið
„Sannarlega elska ég þig“, tók að spila
á píanó, þegar liann var 5 ára gamall.
Georges Enesco, rúmenskt tónskáld,
fór oft í kirkju er hann var barn og
hlustaði þá með mikilli athygli á lög-
in, sem hann heyrði sungin og spiluð
þar. Þegar hann kom heim, gat liann
jafnan spilað þessi sömu lög á fiðl-
una sína.
Jascha Heifetz útskrifaðist úr tón-
listarskólanum í Vilna. Þegar hann
var orðinn tuttugu og eins árs, var
hann kominn i röð fremstu fiðlusnill-
inga heimsins.
128
Jean Sibelius, hið fræga finnska tón-
skáld, var vanur í æsku að taka fiðl-
una sína, fara út í skóg og vera þar
síðan einsamall lieila daga og stund-
um einnig um nætur. Reyndi hann þá
að túlka í tónum þá fegurð, sem um-
kringdi hann i ríki náttúrunnar.
Ignace Padcrewski hinn heimsfrægi
pólski pianósnillingur, fékk þann vitn-
isburð hjá fyrsta kennara sinum, að
hann mundi aldrei verða góður píanó-
leikari. „Ég held, að þú ættir heldur
að læra á blásturshljóðfæri, drengur
minn“, sagði kennari hans.
Arturo Toscanini, liinn heimsfrægi
ítalski hljómsveitarstjóri, er annálað-
ur fyrir það, hve fádæma minnisgóð-
ur hann er. Eitt sinn, þegar hann var
unglingur, liugðist hann að stæla
minni sitt og skrifaði þá, án þess að
lita á nótur, forleikinn af Lohengrin-
óperunni eftir Wagner, raddsettan fyr-
ir hljómsveit.
Samtíðin.
☆
100 höfuáföt.
Winston Churchill, hinn frægi
stjórnmálamaður, hefur mikinn áhuga
á að safna liöttum. Ilann á næstum
því 100 liöfuðföt af alls konar gerð-
um, allt frá rússneskum skinnliúfum
til ósvikinna cowboy-hatta.