Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Síða 25

Æskan - 01.11.1955, Síða 25
Jólablað Æskunnar 1955 Nokkrar vísur eftir Káinn. Það væri annars gaman að vita, hve mörg yklcar vita nokkur skil á íslenzku skáldi, sem lifði lengst sevi sinnar vestur i Ameriku og gekk undir nafn- inu Káinn. Réttu nafni hét hann Kristján N. Júlíus, en úr skammstöfuninni K. N. var honum gert gælunafnið. Káinn er ekki talinn meðal stórskálda, en hann orkti mikinn fjölda af leikandi léttum visurn og kvæðum, margar vísurnar eru svo meinfyndnar, Steini litli byrjaði að skrifa ofan á lokið: Hér hvílir lambið hennar Grýlu. En svo sagði hann allt i einu: „Rannveig, vilt þú yrkja fyrir mig erfiljóð?" „Ég hef nú engan tíma til þess, Steini minn, á meðan ég er að taka til eftir kvöldmatinn,“ sagði Rannveig, „en kannski seinna.“ Hún lauk við að þvo matarílátin og gekk svo inn í stofuna til þess að taka dúkinn af borðinu. Henni varð litið út um gluggann. Rétt utan við hæjarlækinn voru drengirnir að moka ofan í ofur- litla holu. Þeir voru svo alvarlegir og hátíðlegir á svipinn, að það var engu líkara en að þeir væru orðnir nokkrum árum eldri. Rannveig stóð kyrr og liorfði nokkra stund á þá, eins og hún hefði séð einhverja fagra sýn. Síðan sneri hún sér hægt að borðinu og tók pennann sinn. Erfiljóðin komu óheðin upp í huga hennar. Þau voru eitthvað á þessa leið: Lambið smáa, lúrðu rótt langa, dapra dauðans nótt. Á morgni lífsins féllslu fljótt á fögrum sumar aftni hljótt. Ungir sveinar urpu gröf, áttu hjá þér stutta töf. Þeim sendi gæfan svása gjöf, sæmd og heill um lönd og höf. !,Hérna eru erfiljóðin," sagði Rannveig, þegar Steini kom inn, „þú verður vist að taka viljann fyrir verkið.“ Steini leit á hlaðið. Siðan horfði hann stóru, skæru augunum sínum upp í andlitið á Rannveigu °g sagði: „Þakka þér fyrir vísurnar. Mér finnst þær fallegar.“ Rannveig klappaði honnm á kinnina. „Eg vona nú samt, að þú yrkir betur, þegar þú ert orðinn stór, vinur minn,“ sagði liún og gekk fram. Bergþóra Pálsdóttir frá Veturhúsum. að það er dauður maður, sem ekki getur lilegið að þeim. Og svo vinsæll var hann, að hann mun liafa átt aðeins einn óvin, og sá var Bakkus. Því miður her of margt í kveðskap Káins merki um samskipti þeirra. En hér koma nú fáeinar vísur eftir liann sem sýnishorn. Heilræði. í upphafi skyldi endinn sjá, að því vel þú gætir, líttu þvi í endann á öllum, sem þú mætir. Þegar ég kom á fætur. Þetta færa þarf í stef, þótt ég hafi legið, lífið væri erfitt ef enginn gæti hlegið. Til Stínu litlu. Siðan fyrst ég sá þig hér, sólskin þarf ég minna, gegnum lífið lýsir mér Ijósið augna þinna. Til hugarhægðar. Upp á grín um ýmsa menn, ef eitthvað sýnist skrítið, að gamni minu yrki ég enn ofur pínu litið. Hringhend hlunkhenda. Það, sem ég meina, sérðu, sko! — vertu ekki að neinu rugli, hara að reyna að drepa tvo steina með einum fugli. Á förum til augnlæknis. Silkispjara sólin rara sin með ber augu ætlar bara’ að fara’ að fara að fá sér gleraugu. 125

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.