Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Síða 27

Æskan - 01.11.1955, Síða 27
JóIablaS Æskunnar 1955 Og loks fer skógarskuggunum að létta. Þar skýzt úr grasi dvergur, ljótur kall! Og lengst í fjarska opnast óraslétta, og úti á henni miðri er dimmblátt fjall. Þar Klettagreifinn sæti á svölum hefur Jneð sítt og marglitt dvergajöfursskegg, og eins og hlekkjahundur gjammar refur við hallarinnar gljáa klettavegg. Þá skellihlærð þú tannhvít undir trjánum °g tekur stökk og endaveltir þér, með báða lófa á bjúgum drengjahnjánum bú berst í dansi á hvað sem fyrir er — svo togar þú af afli í ermi mína, °g ef ég svifaþungur spyrni við, I*á kemur skuggi af þykkju á brána þína — svo þrömmum við upp greifans hallarrið! Svo heilsar þú með hæversklegri prýði: »Sko, hérna er ég, og þetta er pabbi minn. Hann segist vera sár úr lífsins stríði, nú sýnirðu okkur jurtagarðinn þinn! Eg ætla sjálf um ekki neitt að kvabba nema aðeins nokkur ribs- og kirsiber, '—1 en gef mér einhver grös, sem lækna pabba, '— þau gróa víst í lundinum hjá þér! Þá kinkar greifinn kolli, og tár hans skína. Hann kveður töframann til hjálpar sér, og gleraugu upp þeir sctja og ræða og rýna og rita skrítinn seðil handa mér, og læknisdvergur skarlatsskrýddur réttir mér skrítna smáhönd — þína um leið tek ég, og gegnum boga í klettagrind á ettir í garðinn öll við höldurn sama veg. Hér vagga í blænum bjartir pálmar krónum og blómum fagurtignum veita skjól, af rósum, liljum, ilmreyr, anemónum ber angan milda um garðinn fylltan sól, og kólibríin sindra í sveimi breiðum um sumarloftið rautt með hægum þyt, en grófar jurtir gróa á skuggaleiðum með græðgisþef og undirheimalit. Og blómi úr jurtaflækju, er þarna er fólgin, hinn fróði læknir mér að höfði snýr. Hún vefst um ennið, sýgur þyrst og sólgin í sig þá kvöl, sem inni fyrir býr, svo fer hún, sem í flogi, að stappa og trampa, í fylgsnum moldar, kippir rót úr jörð — hún engist öll sem djöflakló með krampa, og kynngiplantan visnar niðr í svörð! Nú hef ég fengið heilsu og fró í taugum og hvelfi brjóstið, fylltur gleði og ró. Og Erla mín, þú starir stórum augum um stund í þessum undrapálmaskóg,-------- svo hverfum við úr garði hins tigna greifa, — í geislum kveldsins logar sléttan breið — í kveðjuskyni ég skáldahatti veifa — um skóginn svo við dönsum heim á leið! Og, Erla, er landið gyllta og græna er kannað við greinum fyrst, að það, sem okkur dró af stað, var svæfilsver og ekkert annað, sem einhver töfrakvistur breytti í skóg. Og raunaleg við rökkurbjarmann mjúka við rjálum hljóð við okkar leyndardraum. Nú mátt þú óhrædd yfir laufið strjúka, nú er það bara garn í myndasaum. 127

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.