Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1963, Side 13

Æskan - 01.01.1963, Side 13
ÆSKAN ^*r>r'rVVVV>nVVVV*pVMVVVV Ólafur firnmti. WMMWMmmmmWmmwvWíiOtOyOt'V' TVTÚVERANDI konungur Noregs, Ólafur V., tók við ríki að föður sínum látnum, Hákoni VII., í sept- ernber 1957. Ólafur kon- ungur V. hefur tvisvar heimsótt Island, sem krón- prins í júlí árið 1947, og sem konungur Noregs í maí 1961. Ólafur konungur hef- ur alizt upp með þjóð sinni frá blautu barnsbeini, því að hann var aðeins rúmlega tveggja ára er hann kom á norska grund, á handlegg föður sins, liaustið 1905. Hann er Jjví samgróinn þjóðinni frá öndverðu og Jjekkir allar stéttir manna út í æsar. Frá barns aldri Núverandi konungur Noregs, Ólafur V. Tvær barnamyndir af Ólafi V. núverandi konungi Noregs. hefur hann verið ástmögur Jjjóðarinnar. Hann gerðist fljótt afreksmaður í skíða- göngum og skemmtisigling- um. Lagði stund á her- mennsku og stjórnfræði og fór þegar eítir rnyndug- leikaaldur að taka Jrátt í ríkisráðsfundum með föður sínum og var Jjví orðinn gagnkunnugur stjórnarat- höfninni löngu áður en hann tók við ríki. Þann 21. marz 1920 gekk Ólafur að eiga Mörthu Svía- prinsessu. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Ragnhild Alexandra, fædd- ist 9. júlí 1930, Astrid, fædd 14. maí 1933 og Haraldur, fæddur 21. febrúar 1937. Haraldur er nú krónprins Noregs. Hann er enn ó- kvæntur og stundar nám í Oxford. Martha krónprinsessa andaðist 5. apríl 1954. Ástsæll er Ólafur konung- ur. Hann er maður glöggur og víðsýnn. Hann gerir sér mikið far um að halda sem beztum tengslum og kynn- urn við þjóðina og íerðast því mikið og er ólatur að verða við óskum víðsvegar að, þegar vígja skal mann- virki eða reisa minnismerki. En lionum er lítið gefið um ytri viðhöfn. Þegar Ólafur afhjúpaði líkneski Snorra í Reykholti 20. júlí 1947, sagði hann: „Minnismerkið er til þess gert og þess vegna aflijúpað hér í dag, að við Norðmenn viljum lýsa á varanlegan hátt, í hve mikilli Jrakkar- skuld við teljum okkur vera við Jrennan ódauðlega sagnaritara.“ Þessi mynd er af Ólafi V., er hann var 12 ára að aldri, en í þá daga lék hann mikið tennis. Bíða eftir kvöld- útgáfunni. Það var á járnbrautarstöð i Aberdeen. Fjöldi fólks liafði safnazt saman í biðsölunum, ]jvi að flugufregnir höfðu gosið upp um það, að Londou-Aber- deen braðlestin hefði farið út af sporinu og fjöldi fólks hefði farizt. — Þetta var nú verri sagan, sagði gamall Skoti við þá, sem næstir honum stóðu. -— Vesal- ings konan min var með lest- inni. Meðan þeir, sem nærstadd- ir voru, reyndu að liugga gamla manninn, kom blaðasali lilaup- andi með blað: „Siðustu fregn- ir af slysinu!“ hrópaði liann. — Viljið þér ekki fá yður eitt blað, til þess að frétta nán- ar af slysinu? sagði einn við- staddur. — Nei, ég ætla heldur að biða eftir kvöldútgáfunni, því þá fæ ég knattspyrnufréttirnar með, sagði gamli maðurinn. Stafbrögð. Fyrsti stafur í orði er B og er orðið þá nafn á íláti, sé G sett í staðinn er það nafn á fugli, og eins ef H er fremst, en sé L fremst, er það nafn á jurt. Lausn er að finna á bls. 31. 11

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.