Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 36
SSS8SSS88S8S8S8S8S8Í
ypurninc^ar og, ói/or
Ingibjörs og Guðrún skemmta börnum.
Barnatfmi útvarpsins.
KÆRA ÆSKA. Við systurnar hér í Árbæ, sem erum fjórar,
þökkum þér fyrir alla þá skemmtun og þann fróðleik, sem þú
færir okkur með hverju blaði þínu. Að þessu sinni erum við að
hugsa um að biðja þig cinnar bónar. Getur þú ckki komið því
til Ieiðar, að þáttur sá, sem þær Ingibjörg Þorbergs og Guðrún
Guðmundsdóttir sjá um fyrir barnatíma ríkisútvarpsins, komi
þar oftar en hann hefur gert í vetur. Þáttur þessi er svo fjöl-
breyttur og skemmtilegur, að við hlökkum alltaf svo mikið til
þeirra stunda, sem þáttur þeirra stendur. — Viltu færa henni
Ingibjörgu okkar beztu kveðjur og þakkir fyrir þætti hennar í
Æskunni. Við eigum einn gítar hér á heimilinu, og við rífumst
um að æfa lögin hennar úr þáttunum. En eitt langar okkur að
spyrja blaðið um, en það er, hvort ekki sé hægt að fá fleiri síður
í hverju blaði en nú er undir svona skemmtilegt efni. Gaman
væri ef þú gætir birt mynd af systrunum á Akureyri, sem komu
fram í þætti þeirra Ingibjargar og Guðrúnar á nýjársdag s.l.
Fjórar í Árbæ.
Svar: Við þökkum systrunum liið ágæta bréf. Því miður ráð-
um við því ekki liér hjá Æskunni, live oft þáttur þeirra Ingi-
hjargar og Guðrúnar kemur i barnatíma ríkisútvarpsins, en á
þessum vetri hefur hann að jafnaði verið þriðja hvern sunnudag.
Þið, sem eruð svo duglegar að skrifa, ættuð að skrifa til skrif-
stofu ríkisútvarpsins og láta óskir ykkar þar í ljós. Hver veit
nema ráðamenn stofnunarinnar verði við óskum ykkar? Við hér
á blaðinu erum alveg sammála ykkur um það, að þáttur þeirra
Ingibjargar og Guðrúnar cr eitt af þvi fjölbreyttasta og skemmti-
legasta efni, sem barnatíminn hefur upp á að bjóða, og ætti sjón-
varpið að athuga hvort það gæti ekki fengið þær í lið með sér,
til dærnis í „Stundina okkar“.
Fyrst þegar Ingibjörg Þorbergs fór að skrifa fyrir Æskuna —
en það var i marz 1967 — var þáttur hennar ein blaðsíða, en nú
orðið er liann oftast tvær blaðsíður, og vonandi verður hann
cnn stærri og fjölbreyttari með tímanum, því efni þáttanna er
eitt af þvi bezta, sem blaðið getur boðið lesendum sínum.
'0*0*0#0»0#i
0»0«0«0*0*0*0l
Sex
synájandi systur.
Hér sjáið þið sex systur á Akureyri, sem spila á hljóðfæri
og syngja. Þær komu allar fram í þætti þeirra Ingibjargar
Þorbergs og Guðrúnar á nýársdag s.I. og þótti söngur þeirra
og hljómlist takast sérstaklega vel. Elzta systirin er Þor-
björg, sem er 14 ára gömul. Hún hefur sungið og spilað á
gítar á skemmtunum að undanförnu, ásamt fleiri stúlkum.
Næst í röðinni er Sólveig, 13 ára. Hún stundar nám við
Tónlistarskólann á Akureyri. Þriðja í röðinni er Svanfríð-
ur, 12 ára. Hún syngur mikið. Fjórða er María, 7 ára, sem
er að læra á píanó. Fimmta er Katrín, 6 ára, og sjötta er
Eyrún, 3ja ára, þær syngja báðar mikið. Systurnar starfa
allar í skátahreyfingunni á Akureyri. Foreldrar þeirra eru
Sólveig Jónsdóttir og Ingvi Rafn .Tóhannsson, rafvirkja-
meistari. Ingvi er sonur Jóhanns heitins Ó. Haraldssonar,
tónskálds. Lög Jóhanns eru mörg vel þekkt, einB og til dæm-
is „Sumar er í sveitum“ o. fl. Ingvi leikur á hljóðfæri og
syngur í kór.
92