Æskan - 01.10.1969, Page 2
lilllillllillllllllll»l!»Hllll;illlll<llllllilHIIIIIII1lllllll!lllllllllllnHlll«tlllllllllllUllllllllllllllll!llllllllllllll! llllllllllli»IHIHll»ll»M»llilHllllll1IIMIIIIIIIIIIIIIMIIIIIHII»llllllllllllllllllllllllll» ill.llilllillliillllilllllllli'i"
Ritstjóri: GRÍMUR ENGILBERTS, ritstjórn: Lækjargötu 10A sími 17336, heimasimi 12042. Framkvæmdastjóri: KRISTJÁN
70. árg. GUÐMUNDSSON, skrlfstofa: Lækjargötu 10A, heimasimi 23230. Útbreiöslustjóri: Finnbogl Júlíusson, skrifstota: Lækjar- Októbet
, götu 10A, sími 17336. Árgangur kr. 250,00 innanlands. Gjalddagi: 1. april. I lausasölu kr. 35,00 elntakið. — Utaná- 1969
skrift: ÆSKAN, pósthólf 14, Reykjavik. Útgefandi Stórstúka jslands. Prenlun: Prentsmlðjan ODDI hf.
Ágjarn auðmaður
Ævintýri eftir Lev Tolstoj
Fátækur maður lagði sig einu sinni til
svefns, en honum var ómögulegt að sofna,
hugurinn var rígbundinn við þessa hugsun:
,,Ó, að ég væri ríkur! Þá skyldi ég láta
mér líða vel og vera líka hjálplegur öðr-
um.‘‘
En skyndilega heyrði hann einhverja rödd
utan úr horni:
„Langar þig að verða ríkur? Hér er
þeningaþudda handa þér.“
Og það var eins og buddan hefði dottið
af himnum ofan á bekkinn hjá honum.
„Þetta er engin venjuleg budda,“ sagði
röddin aftur, „í henni er aðeins einn gull-
þeningur, þegar þú tekur hann upþ, kemur
annar strax í hans stað. Þú getur tekið eins
mikið úr henni og þig langar til, en fleygðu
svo buddunni f ána, og athugaðu vel, að
engin hætta sé á, að nokkru hafi áður verið
eytt af gullpeningunum, annars verða þeir
að steinvölum.“
Fátæki maðurinn vissi nú ekRi sitt rjúk-
andi ráð af ánægju, en gerði sér ekki strax
grein fyrir hvað um var að ræða, en fór
þó loks ofan í budduna eftir gullpeningn-
um, en þá kom strax annar í hans stað.
i nótt get ég náð í mikið fé úr buddunni
og verð orðinn auðugur á morgun, hugs-
aði hann, svo kasta ég buddunni í ána og
get látið mér líða vel. Næsta morgun hafði
honum snúizt hugur.
„Ætli ég geti ekki enn náð f svipaða
upphæð í gullpeningum? Ætli það verði svo
erfitt að sitja yfir buddunni einn dag í við-
bót?“ Og nú hafði hrúgan aukizt um helm-
ing. Og enn langar hann í meira og meira
af gullþeningum, hann getur ómögulega
slitið sig frá buddunni. Hann lifði eins og
nirfill, alltaf á svörtu brauði og gaf sér ekki
tíma til að láta augun aftur alla nóttina af
áhuganum á gullsöfnuninni.
Svona gekk það í heila viku, heilan mári'
uð, heilt ár. Aldrei gat hann slitið sig
buddunni og alltaf lifir hannn eins og niríiH-
Þó hann væri einhverntíma í þann veginf1,
að fleygja buddunni féll hann alltaf frá Þvl
aftur. Hann var nú orðinn gamall og hrum'
ur, gulnaði sjálfur eins og gullið, samt hélf
hann áfram að tína gullið úr buddunni.
Loksins dó hann í örbirgð á bekknum
sínum með budduna í hendinni.
K. G.
TÓBAKIÐ ER EITUR!
Rétt er að hafa eftirfarandi mcginatriði í huga:
1. í tóbaki er mjög sterkt eitur, sem heitir nikótin. Við tóbaksnotkun fer það út í
blóðið og berst með því um allan líkamann. Sá, sem notar tóbak að staðaldri, hefur þetta
eitur stöðugt í líkamanum. 2. þegar sígaretta brennur, myndast efni, sem getur valdlð
krabbameini. Krabbamein í lungum er nærri 11 sinnum algengara í sígarettureykingamönn-
um en þeim, sem reykja ekki. Sígarettureykingar hafa stöðugt farið í vöxt á undanförnum
áratugum, og krabbamein í lungum fer stöðugt í vöxt. Krabbamein í ýmsum öðrum líffær-
um er Iíka algengara meðal reykingamanna. 3. Sígarettureykingar valda smám saman
hósta, mæði og ýmiss konar annarri vanlíðan. Miklu fleiri reykingamenn deyja úr lungna-
kvefi en menn, sem reykja ekki. 4. Miklar líkur eru til, að reykingar geti átt þátt í ýrnsum
öðrum sjúkdómum, t. d. sjúkdómum í æðum hjartans, en þeir sjúkdómar virðast aukast
stöðugt. 5. Tóbaksnotkun er hættulegust börnum og unglingum. Ýmislegt þykir benda
til þcss, að börn og unglingar, sem reykja mikið, þroskist seinna bæðl andlega og líkam-
Iega. 6. Reykingar eru mikill sóðaskapur. I»ær spilla andrúmslofti bæði fyrir reykinga-
mönnunum sjálfum og öðrum.