Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1969, Side 5

Æskan - 01.10.1969, Side 5
3 K Kristján Bersi Olafsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, skrifar: Æskan var meðal þeirra blaða, sem ætíð bárust reglulega á heimili mitt, þegar ég var að alast upp, og auk þess var þar til þó- nokkuð at innbundnum ár- göngum af blaðinu frá fyrri tið. Ég efast um að ég hafi vitað annað lesefni skemmti- legra en þessi blöð. Á sjötugsafmæli Æskunn- ar er mér því efst í huga þakklæti fyrir alla þá skemmtun sem blaðið veitti mér fyrr á árum. Og ég veit vel að ég er engan veginn einn um það að eiga Æsk- unni mikið að þakka. Um sjötíu ára skeið hefur blað- ið verið einn helzti uppal- andi landsins; núlifandi kyn- slóðir Islendinga hafa all- ar að meira eða minna leyti nærzt á Æskunni á upp- vaxtarárum sínum, alizt upp á þeim fróðleik og þeirri skemmtan, sem þar hefur verið að finna, og ég held að það sé ekkert ofmælt þótt ég fullyrði að boðskap- ur Æskunnar frá fyrstu tið hafi verið börnum og ungl- ingum hollt viðurværi. Auðvitað eru allt aðrir tímar nú en voru fyrir sjö- tíu árum þegar Æskan hóf göngu sfna. Það má vera að blaðið hafi að sínu leyti verið áhrifarlkara fyrstu ára- tugina, náð til hlutfallslega fleiri ungmenna en nú, ein- faldlega af því að þá var fjölþreytnin minni, færra til að dreifa huganum en nú er. En hvernig sem þessu kann að vera háttað þá er Æskan áhrifamikið blað enn þann dag í dag og engin ellimörk á því að finna. Af- mæliskveðja mín til blaðs- ins hlýtur að vera sú að því megi auðnast lengi enn að viðhalda æsku sinni og verða áfram eftirsótt les- efni yngstu kynslóðinni í landinu. Kristján Bersi Ólafsson. Með fangið fullt af fyrirheitum. Afmælisósk til ÆSKUNN- AR frá Morgunblaðinu. Bernskuminning kemur fyrst upp í hugann þegar staðið er frammi fyrir þeirri staðreynd að barnablaðið Æskan eigi 70 ára afmæli. bað er von á „póstbátn- um‘‘. Koma hans, einu sinni eða tvisvar í viku, ( af- skekkta ey vestur á ísa- fjarðardjúpi er mikill við- burður. Eyjabörnin hafa gerzt áskrifendur að blaði. Þau eiga von á þvi með bátnum. Þetta er þeirra eig- ið blað. Æskan heitir það Nafnið er bjart og Ijúft, minnir á ævintýr, og kemur með fangið fullt af fyrir- heitum. f þessu litla þlaði eru sögur og Ijóð, gestaþrautir, gátur og þulur, myndir af fólki og dýrum. Eyjabörnin lesa blaðið aftur og aftur, geyma það og hlakka til þess að næsta eintak þess komi. Svona var þetta þegar við, sem nú erum miðaldra, vorum ung. Og svona er þetta enn þann dag ( dag. Æskan, blað bernsku okk- ar, gleður nú nýja kynslóð, kynslóð, sem á útvarp og Sigurður Bjarnason sjónvarp, leikhús og félags- heimili. Hún heldur áfram að koma með fróðleik og skemmtun til barnanna á ís- landi. Þau vilja ekki missa hana. Þau biða hennar með eftirvæntingu eins og við gerðum. Hjarta þeirra gleðst eins og okkar hjarta. Þannig er þetta vegna þess, að Æskan er og verð- ur ávallt ung, hversu mörg ár sem hún lifir, ef hún að- eins heldur þeim rétta tón, sem hrærir strengi í ungu brjósti, er geymir hljómfeg- urstu hörpu í heimi. Morgunblaðið hyllir Æsk- una á tímamótum og árnar henni áframhaldandi ást- sældar barna og unglinga komandi kynslóða. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Bjarni Þórðarson, riístjóri Austurlands í Neskaupstað, skrifar: i sjötiu ár hefir barna- blaðið Æskan verið kær- kominn gestur á heimilum íslenzkra barna og ung- menna. Blaðið hefir jafnan kappkostað að flytja fjöl- breytt og vandað efni og verið I stöðugri sókn og hefir nú náð þeirri fullkomn- un, að lengra verður trauðla komizt við þau skilyrði, sem fyrir hendi eru. Gildir það ja<nt um efnisval og ytri Bjarni Þórðarson búning. Hin mikla útbreiðsla blaðsins sannar líka, að þvi hefir tekizt að ná til ís- lenzkra barna og öðlast hylli þeirra. Æskan hefir án efa haft mikið uppeldislegt gildi og verður það seint metið að verðleikum. Blaðið hefir haft mikil áhrif á hugsunarhátt barnanna, göfgað þau og bætt með hollu og vönd- uðu lestrarefni, vakið áhuga þeirra á margvíslegum við- fangsefnum og beint at- hafnaþrá þeirra inn á hollar brautir. Æskan hefir jafnan leitazt við að flytja efni, sem i senn hefir verið til fróðleiks og skemmtunar. Fyrir allt þetta stendur ís- lenzka þjóðin i mikilli þakk- arskuld við blaðið. Vikublaðið Austurland •eyfir sér að flytja Æskunni þakkir fyrir ómetanlegt starf í þágu barna og unglinga í sjötíu ár. Og það væntir þess, að Æskan megi hér eftir sem hingað til verða aufúsugestur á heimilum is- lenzkra ungmenna, og það /erður Æskan, ef hún held- ur áfram eins og nú horfir, og ekkert bendir til, að þar á verði breyting. Þá verður Æskan áfram þýðingarmikið tæki til að móta hugsunar- hátt yngstu kynslóðarinnar, til að gera hana betri og hæfari til að gegna hlutverki sínu sem góðir íslendingar. < _____________ 421

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.