Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1969, Blaðsíða 6

Æskan - 01.10.1969, Blaðsíða 6
Herbert Guömunasson Herbert GuSmundsson, ritstjóri íslendings-ísafold- ar á Akureyri, skrifar: Sjötugt barnablað. Það er merkilegt blað. Og barnablað á íslandi, sem ekki er aðeins meðal elztu, stærstu og útbreidd- ustu blaða landsins, heldur á öllum Norðurlöndum, er stórmerkilegt. Það er barna- og ungl- ingablaðið Æskan, sem hér á hlut að máli, á sjötugsaf- mæli á þessu hausti. Út af fyrir sig sanna ald- ur, stærð og útbreiðsla Æskunnar, að hún hefur átt og á erindi til lesenda sinna. Kynslóð fram af kyn- slóð hefur hún lagt fram drjúgan skerf til hinna bylt- ingarkenndu framfara á ís- landi á þessari öld. Og hún er svo ern, að gengur kraftaverki næst. Hún er ennþá blað æskunnar á ís- landi, í orðanna fyllstu merkingu, eftir sjötíu ár frá upphafi sínu. Því er það ekkert efamál, að Æskan á enn sem fyrr stóru hlutverki að gegna í íslenzku þjóð- lífi, sem eitt af meiriháttar öflum-við uppeldi nýrra kyn- slóða í landinu, nýtra borg- ara í sífellt nýjum heimi. Það er einlæg afmælis- ósk íslendings-ísafoldar til handa Æskunni á þessum tímamótum, að hún megi framvegis sem hingað til 422 Hannes J. Magnússon njóta að verðleikum vin- sælda meðal íslenzks æsku- fólks og halda áfram að vaxa með hlutverki sínu á íslandi framtíðarinnar. F.h. islendingur-ísafold, Herbert Guðmundsson ritstjóri. Hannes J. Magnússon, rit- stjóri Vorsins á Akureyri, skrifar: Hvert mannsbarn á Is- landi hefur þekkt barna- blaðið Æskuna í margar kynslóðir. Hún hefur verið snar þáttur í lífi þjóðarinnar, einkum hinna yngri, í sjö tugi ára. Æskan er því elzta blað á íslandi og líklega vinsælasta, þegar öll kurl koma til grafar. En hún er líka glæsilegasta og vand- aðasta barnablað á Norður- löndum og þótt vlðar væri leitað. Vorið á Akureyri, sem teljast verður litli bróðir, þar sem það er aðeins 35 ára gamalt, sendir barna- blaðinu Æskunni hugheilar hamingjuóskir á sjötíu ára afmælinu, þakkar góða sam- vi.inu á liðnum árum og sjö áratuga farsælt menningar- starf fyrir æskuna í landinu. Þrátt fyrir þennan háa ald- ur er Æskan alltaf jafn ung. Þórir S. Guðbergsson Þeir, sem vinna fyrir æsk- una í landinu, eldast ekki. Þeir verða alltaf ungir. Hjartaolegar hamingju- óskir á afmælinu. Þórir S. Guðbergsson, skólastjóri og rithöfundur, skrifar: Æska hvers lands er framtíð þess. Aldarfjórðung- ur er liðinn frá stofnun lýð- veldis íslands. „Æskan" á nú langan starfsdag að baki. Marga ötula baráttumenn og hetjur hefur Island alið. Og enn vex á íslandi fag- urt og hraust æskufólk. Verkefnin eru mörg — margt er óleyst. Framtíðin er æskunnar. En við spyrj- um: Er öll orkan leyst úr læð- ingi? Nýtast kraftarnir á réttan hátt? Fer margt til spillis? Reynumst við vanda okkar vaxin? Séra Friðrik Friðriksson, einn af ritstjórum Æskunn- ar og stofnandi KFUM og K á íslandi, segir í einum æskulýðssálma sinna: „Æskulýður lífsins prýði Lögð er þér að fótum nú. Þrek og dugur, dáða hugur, Dýrðleg von með hreinni trú! Þigg þau gæði himinhæða Hátt þér settu mark í dag Æskulýður, landsins prýði Lærðu Guðs þins dýrðar- lag.“ Á hvern hátt nýtast kraft- arnir bezt? Hvernig leysist orkan bezt úr læðingi? Hvernig eykst ábyrgðartil- finning okkar og kærleikur til mannanna? „Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með þvi að gefa gaum að orði Drottins.“ Þess vegna heilsum við „æskunni" á þessum merku tímamótum með því að segja og taka undir: Fyrir Guð ættjörðina náungann. Þórir S. Guðbergsson. Reidar Lund, fréttaritstjóri Aftenposten, Osló, skrifar: Þakka fyrir hið fallega og skemmtilega blað. Ég er mjög hrifinn af öllum frá- gangi og útliti blaðsins, og slíkt blað sem Æskan finnst ekki hér hjá okkur í Noregi, og ég held ekki heldur á hinum Norðurlöndunum. Með beztu kveðju Reidar Lund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.