Æskan - 01.10.1969, Blaðsíða 6
Herbert Guömunasson
Herbert GuSmundsson,
ritstjóri íslendings-ísafold-
ar á Akureyri, skrifar:
Sjötugt barnablað. Það er
merkilegt blað.
Og barnablað á íslandi,
sem ekki er aðeins meðal
elztu, stærstu og útbreidd-
ustu blaða landsins, heldur
á öllum Norðurlöndum, er
stórmerkilegt.
Það er barna- og ungl-
ingablaðið Æskan, sem hér
á hlut að máli, á sjötugsaf-
mæli á þessu hausti.
Út af fyrir sig sanna ald-
ur, stærð og útbreiðsla
Æskunnar, að hún hefur átt
og á erindi til lesenda
sinna. Kynslóð fram af kyn-
slóð hefur hún lagt fram
drjúgan skerf til hinna bylt-
ingarkenndu framfara á ís-
landi á þessari öld. Og hún
er svo ern, að gengur
kraftaverki næst. Hún er
ennþá blað æskunnar á ís-
landi, í orðanna fyllstu
merkingu, eftir sjötíu ár frá
upphafi sínu. Því er það
ekkert efamál, að Æskan á
enn sem fyrr stóru hlutverki
að gegna í íslenzku þjóð-
lífi, sem eitt af meiriháttar
öflum-við uppeldi nýrra kyn-
slóða í landinu, nýtra borg-
ara í sífellt nýjum heimi.
Það er einlæg afmælis-
ósk íslendings-ísafoldar til
handa Æskunni á þessum
tímamótum, að hún megi
framvegis sem hingað til
422
Hannes J. Magnússon
njóta að verðleikum vin-
sælda meðal íslenzks æsku-
fólks og halda áfram að
vaxa með hlutverki sínu á
íslandi framtíðarinnar.
F.h. islendingur-ísafold,
Herbert Guðmundsson
ritstjóri.
Hannes J. Magnússon, rit-
stjóri Vorsins á Akureyri,
skrifar:
Hvert mannsbarn á Is-
landi hefur þekkt barna-
blaðið Æskuna í margar
kynslóðir. Hún hefur verið
snar þáttur í lífi þjóðarinnar,
einkum hinna yngri, í sjö
tugi ára. Æskan er því elzta
blað á íslandi og líklega
vinsælasta, þegar öll kurl
koma til grafar. En hún er
líka glæsilegasta og vand-
aðasta barnablað á Norður-
löndum og þótt vlðar væri
leitað.
Vorið á Akureyri, sem
teljast verður litli bróðir,
þar sem það er aðeins 35
ára gamalt, sendir barna-
blaðinu Æskunni hugheilar
hamingjuóskir á sjötíu ára
afmælinu, þakkar góða sam-
vi.inu á liðnum árum og sjö
áratuga farsælt menningar-
starf fyrir æskuna í landinu.
Þrátt fyrir þennan háa ald-
ur er Æskan alltaf jafn ung.
Þórir S. Guðbergsson
Þeir, sem vinna fyrir æsk-
una í landinu, eldast ekki.
Þeir verða alltaf ungir.
Hjartaolegar hamingju-
óskir á afmælinu.
Þórir S. Guðbergsson,
skólastjóri og rithöfundur,
skrifar:
Æska hvers lands er
framtíð þess. Aldarfjórðung-
ur er liðinn frá stofnun lýð-
veldis íslands. „Æskan" á
nú langan starfsdag að baki.
Marga ötula baráttumenn
og hetjur hefur Island alið.
Og enn vex á íslandi fag-
urt og hraust æskufólk.
Verkefnin eru mörg —
margt er óleyst. Framtíðin
er æskunnar. En við spyrj-
um:
Er öll orkan leyst úr læð-
ingi? Nýtast kraftarnir á
réttan hátt? Fer margt til
spillis? Reynumst við vanda
okkar vaxin?
Séra Friðrik Friðriksson,
einn af ritstjórum Æskunn-
ar og stofnandi KFUM og K
á íslandi, segir í einum
æskulýðssálma sinna:
„Æskulýður lífsins prýði
Lögð er þér að fótum nú.
Þrek og dugur, dáða hugur,
Dýrðleg von með hreinni
trú!
Þigg þau gæði himinhæða
Hátt þér settu mark í dag
Æskulýður, landsins prýði
Lærðu Guðs þins dýrðar-
lag.“
Á hvern hátt nýtast kraft-
arnir bezt? Hvernig leysist
orkan bezt úr læðingi?
Hvernig eykst ábyrgðartil-
finning okkar og kærleikur
til mannanna?
„Með hverju getur ungur
maður haldið vegi sínum
hreinum?
Með þvi að gefa gaum að
orði Drottins.“
Þess vegna heilsum við
„æskunni" á þessum merku
tímamótum með því að
segja og taka undir:
Fyrir
Guð
ættjörðina
náungann.
Þórir S. Guðbergsson.
Reidar Lund, fréttaritstjóri
Aftenposten, Osló, skrifar:
Þakka fyrir hið fallega og
skemmtilega blað. Ég er
mjög hrifinn af öllum frá-
gangi og útliti blaðsins, og
slíkt blað sem Æskan finnst
ekki hér hjá okkur í Noregi,
og ég held ekki heldur á
hinum Norðurlöndunum.
Með beztu kveðju
Reidar Lund.