Æskan - 01.10.1969, Síða 8
Útgáfa
Æskunnar
Kristján Guðmundsson
Árið 1930 hóf ÆSKAN útgáfu á unglingabókum sínum
og hefur gefið út síðan um 170 bækur. Bækur ÆSKUNNAR
hafa jafnan átt miklum vinsældum að fagna meðal æsku-
fólks, enda hefur ekkert verið til sparað til að gefa út svo
góðar og vandaðar bækur að frágangi sem bezt má verða.
Fyrsta bókin, sem ÆSKAN gaf út, var SÖGUR ÆSKUNNAR
eftir Sigurð Júl. Jóhannesson, fyrsta ritstjóra blaðsins. Á
þessu hausti verða gefnar út 8 bækur, og er ölium skuld-
lausum áskrifendum blaðsins gefinn kostur á að kaupa
allar útgáfubækur blaðsins og líka aðrar þær bækur, sem
blaðið hefur til sölu, með sérstökum kostakjörum — við
um það bil 30% lægra verði en búðarverð.
Kristján Guðmundsson hefur verið framkvæmdastjóri út-
gáfunnar frá árinu 1962.
Að öllum sambærilegum
blöðum og tlmaritum ólöst-
uðum, er Æskan tvímæla-
laust bezta barnablaðið,
sem út er gefið á íslandi
í dag. Flytur það ávallt mik-
ið af hollum fróðleik, inn-
lendum og útlendum, og
öðru skemmtilegu lestrar-
efni fyrir börn, og reyndar
ættu fullorðnir einnig að
hafa yndi af að lesa þetta
vandaða og góða blað, enda
á það stóran og slvaxandi
lesendahóp viðsvegar um
land. í Keflavík munu nú
vera hátt á fimmta hundrað
kaupendur að Æskunni og
sífellt bætist við þann hóp.
Þannig mun það einnig vera
á öðrum útsölustöðum á
Suðu’-nesjum. Faxi vill með
þessum linum hvetja unga
sem aldna til að Ijá þessu
merka útgáfustarfi lið með
þvl að fjölga enn kaupend-
um þess, svo það verði
helzt keypt og lesið á
a hverju heimili.
_________________
Blaðið Æskan er nýkomið
úf, glæsilegt að vanda.
Meðal efnis í þessu blaði
má sérstaklega benda á
leiðbeiningaþáttinn um glt-
arleik, sem hin kunna út-
varpskona Ingibjörg Þor-
bergs annast, auk ótal þátta
um a|lt milli himins og jarð-
ar, að ónefndum hinum vin-
sælu myndasögum Æskunn-
ar. Kjörorð Æskunnar hef-
ur verið Æskan inn á hvert
heimili, og þessu takmarki
ætti Æskan að ná, ef hún
heldur áfram á þeirri braut,
sem hún er nú á hvað snert-
ir fjölbreytni og gott les-
efni.
Frjáls þjóð, 1968.
Æskan á erindi inn á
hvert heimili landsins. At-
hygli skal vakin á því, að
Æskan er stærsta og vand-
aðasta barnablað, sem gef-
ið er út á Norðurlöndum.
Framsóknarblaðið
í Vestmannaeyjum.
Yfirleitt er Æskan svo
fjölbreytt að elni og
skemmtileg að frágangi að
furðu sætir, og ber ritstjóra
slnum Grími Engilberts fag-
urt vitni. Vafasamt er, hvort
nokkurn tíma hefur komið
út skemmtilegra barnablað
á islandi.
Morgunblaðið.
Hvert blað Æskunnar er
gríðarf jölbreytt, og sýnist
eins og ritstjóri hennar vinni
hvert kraftaverkið á fætur
öðru við blaðið. Það er
undravert, að hægt sé að
gefa út svona fjölbreytt
barna- og unglingablað á ís-
landi, enda sýnir útbreiðsla
Æskunnar, að unga fólkið
kann vel að meta hana.
Morgunblaðið.
Síðasta tölublað Æskunn-
ar hefur borizt blaðinu,
geysifjölbreytt að vanda.
Ritstjóri Grímur Engilberts
sýnir enn einu sinni, að
hægt er að gefa út skemmti-
legt blað fyrir börn og ungl-
inga á íslandi.
Þjóðviljinn.
Vestfirðingi hefur borizt
barnablaðið Æskan. Eins og
ætíð er þetta blað fjölbreytt
að efni og í því margar
skemmtilegar og fallegar
myndir. Æskan er elzta
barnablaðið hér á landi, og
hún er jafnframt bezta
barnablaðið.
Vestfirðingur
á ísafirði.
Síðasta hefti Æskunnar
hefur borizt, að vanda með
margvíslegu vönduðu efni,
sem of langt yrði hér upp
að telja. Upplag blaðsins
er um 16.000 eintök, og
segir það alla sögu um vin-
sældir blaðsins, en enda
þótt það sé vitaskuld mest
lesið af börnum og ungling-
um, þá er einnig víst, að
það á öruggan lesendahóp
meðal fullorðinna. Og það
þarf vlst ekki að skýra fyrir
neinum, að blað, sem nýtur
vinsælda fólks á öllum aldri,
er vel úr garði gert.
Verkamaðurinn
á Akureyri.
16 þúsund
eintök
Finnbogi Júlíusson
Það sýnir bezt, hversu mikilla vinsælda ÆSKAN nýt-
ur meðal æskulýðsins á íslandi, að blaðið er i dag prent-
að í sextán þúsund eintökum, og mun þá láta nærri,
að 75 þúsundir manna lesi það. Mun það vera lang-
hæsta kaupendatala, sem nokkurt barnablað hefur nokkru
sinni haft hér á landi og met á öllum Norðurlöndum hjá
barnablaði, þegar miðað er við fólksfjöldann. Útbreiðslu-
stjóri ÆSKUNNAR siðustu árin hefur verið Finnbogi Júlíus-
son, og fyrir giftusamlegt starf hans er að nálgast það
langþráða takmark, að upplagið nái 20 þúsundum, og að
þá verði ÆSKAN gestur á öllum barnaheimilum iandsins.
424