Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1969, Page 10

Æskan - 01.10.1969, Page 10
 /•-----------------------------------------------------------------— Úsland { draumí þínum Til ungra lesenda ÆSKUNNAR á 70 ÁRA afmæli hennar MATTHÍAS JOHANNESSEN er einn af yngri höfundum okkar. Hann er fæddur áriö 1930 og lauk prófi i islenzkum fræðum árið 1955 frá Háskóla islands. Stundaði framhalds- nám við Kaupmannahafnarháskóla í bókmenntum og leikhúsfræðum. Fyrsta Ijóðabók hans, Borgin hló, kom út árið 1958. Síðan hafa komið út eftir hann fimm Ijóðabækur, og á liðnu ári kom út á dönsku úrval af Ijóðum Matthiasar. Auk þessa hafa komið frá hendi hans allmargar ,,samtalsbækur“, þar sem höfundur ræðir við þjóðkunna lista- menn. Á síðari árum hefur hann meira snúið sér að leikritun, og hefur eitt af leikritum hans verið sýnt að undanförnu í Þjóðleikhúsinu. Árið 1952 gerðist Matthías blaðamaður hjá Morgunblaðinu, og 1959 varð hann ritstjóri blaðsins og hefur verið það siðan. Matihías Johannessen Nú kveikir sólin vor í blöðum blóma og ber sitt Ijós um dal og klettarið, og gamla kjarrið grænu laufi skrýðist og gleymir sér við nýjan þrastaklið. Og heiðblár dagur heldur vestur jökla með hlýjan blæ og ilm við lyng og grjót og geislar fara mildum móðurhöndum um mel og tún og fræ sem skýtur rót. Svo hellir sólin sumarskini björtu á sund og hlíð og vetrarskugga þvær af augum þínum, aftur blasir við þér það ísland sem í draumi þínum grær. Þar rís úr sæ þinn snæviþakti jökull með sól í fangi, vorsins skógarhind, og landið fyllist fuglasöng og angan og fegurð þess er vatn í djúpri lind. Matthías Johannessen. 426

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.