Æskan - 01.10.1969, Page 14
Jóhanna
Þau upplifðu
ævintýrið
Jóhann
I^mörg undanfarin ár höfðu Flugfélag íslands og Æskan efnt
til verðlaunasamkeppni, þar sem utanlandsferð voru fyrstu
verðlaun. Mörg lönd höfðu verið heimsótt, margar borgir skoð-
aðar og ótalin ævintýri höfðu þau upplifað, börnin sem vegna
dugnaðar sins og heppni höfðu hreppt þessi eftirsóttu verðlaun.
Kaupmannahöfn, London, Osló, Glasgow, Edinborg, Þórshöfn,
Bergen og Voss. Alla þessa staði og marga aðra sögufræga og
(agra, svo sem Loch Lomond, Tinganes og Hvivik i Færeyjum að
ógleymdum sjáifum Kirkjubæ, höfðu börnin séð á þessum ferða-
lögum, og þau höfðu ekið ævintýralegar leiðir; með neðanjarðar-
neti Lundúnaborgar og upp i Spíralinn hjá Drammen og með
svifbrautinni upp á Uirekken við Bergen. Frásagnir af öllum þess-
um ævintýraferðum hafði Æskan flutt, og í nokkur undanfarin ár
höfðu verðlaunaferðir barnabiaðsins Vorsins á Akureyri og Flug-
félagsins verið sameinaðar Flugfélags-Æskuferðunum, svo að
börnin voru tvö í hverri ferð. Það var ennþá meira gaman. Allt
þetta og miklu fleira vissi Jóhanna Margrét Þórðardóttir, Bakka-
stíg 16 í Vestmannaeyjum, þegar hún ákvað að taka þátt í verð-
launasamkeppni á öndverðum síðasta vetri. Og Jóhann Tryggvi
Sigurðsson, Búlandi í Eyjafjarðarsýslu, sem ákvað að taka þátt í
ritgerðasamkeppni Flugfélagsins og Vorsins um svipað leyti, haíði
einnig haft nánar fregnir af þessum ferðalögum.
Það var um miðjan dag hinn 25. júni, að siminn hringdi heima
hjá Jóhönnu að Bakkastíg 16 í Vestmannaeyjum. Hrönn móðir
Jóhönnu fór i símann, og henni til mikillar furðu var það Flug-
félag islands í Reykjavík, sem hringdi. Það var spurt eftir Jó-
hönnu Margréti. Hún var ekki heima. Var að vinna í frystihúsinu
en kæmi heim um kvöldmat. í símanum voru þeir Grimur Engil-
berts ritstjóri Æskunnar og Sveinn Sæmundsson blaðafulitrúi Flug-
félagsins. Um 1600 lausnir höfðu borizt i verðlaunasamkeppf'
Æskunnar og Flugfélagsins. Þar af voru tæplega 900 réttar. Nu
hafði verið dregið úr réttum lausnum, og upp kom nafn JóhönnU
Margrétar. Hrönn móður hennar var því tilkynnt, að Jóhanna
hefði unnið fyrstu verðlaun, sem væru ævintýraferð til Kaupmanna-
hafnar og þaðan til Odense, æskuheimilis ævintýraskáldsins H. c'
Andersens. Ferðin yrði farin 8. júlí. Meðan þessu fór fram keppt>sl
Jóhanna við vinnu sina í frystihúsinu og grunaði sízt, hvaða aevin-
týri biðu hennar. Hún varð í fyrstu orðlaus, er hún heyrði frétt-
irnar en síðan ákaflega glöð, og bað pabba sinn að hringja til
Sveins hjá Flugfélaginu og segja honum, að henni væri ekkert
að vanbúnaði að fara ferðina. Óg svo hófst tími undirbúnings og
tilhlökkunar. j bréfi frá Flugfélaginu hafði Jóhönnu verið sagt>
að hún þyrfti að kema til Reykjavíkur ekki síðar en degí áður @n
ferðin hæfist, og fyrst Jóhanna þurfti að fara til meginlandsins
ákvað fjölskyldan að nota tækifærið og fara sína áriegu ferð til
Reykjavíkur og kannski 'engra. Sumarfríið var þar með ákveðifr
Jóhann Tryggvi Sigurðsson fékk vitneskju um sigur sinn í rit'
gerðasamkeppni Vorsins og Flugfélagsins með bréfi. Einnig hann
varð ákafiega glaður við og undirbúningur ferðarinnar hófst.
Ferðasaga þeirra Jóhönnu og Jóhanns hefst raunverulega ú
Reykjavíkurflugvelli, þar sem þau mæta kl. 1:30 þriðjudaginn 8’
júlí og hitta þar Grím Engilberts og Svein Sæmundsson ferða-
j flugstjórnarklefanum. Jóhann. Skúli flugstjóri og Jóhanna.
Jóhönnu og Jóhanni fannst ótrúlegt að þjóta svona í háloftunU,íl-
430