Æskan - 01.10.1969, Síða 23
Tölur
Á miðju ári 1967 var tala jarðarbúa 3.420
milljónir. Er það 516 milljónum meira en
á miðju ári 1958. Þrír fjórðu hlutar jarðar-
búa eiga heima í vanþróuðu löndunum.
Á miðju ári 1967 skiptust jarðarbúar
þannig niður á svæði (nýrri tölur eru ekki
fyrir hendi um alla heimsbyggðina):
Heimurinn allur 3.420 millj. Afríka 328
millj., Norður-Ameríka 220 millj., Rómanska
Ameríka 258 millj., Austur-Asía 877 millj.,
Suður-Asía 1030 millj., Evrópa 452 millj.,
Kyrrahafssvæðið 18 millj. og Sovétríkin
236 millj. Tvö fjölmennustu ríki heims,
Kínverska alþýðulýðveldið og Indland, voru
talin hafa 720 milljónir og 511 milljónir
íbúa. Sé litið á þéttbýlið, er Evrópa efst
á blaði með 92 íbúa á hvern ferkílómetra
að meðaltali. Samsvarandi tala fyrir Asíu
er 69. Meðal þeirra landa sem mest hafa
svigrúmið, eru Island og Ástralfa, hvort
' um sig með 2 íbúa á ferkílómetra. Sam-
svarandi tölur fyrir Danmörku eru 112,
Noreg 12, Finnland 14 og Svíþjóð 17.
ÞÓRA M. STEFÁNSDÓTTIR:
LÓA litla landnemi
5. Lóa kemst í lifsháska
Einu sinni um vetur biður mamma Lóu að skreppa fyrir sig
ofan að fljóti og sækja vatn í fötu. Lóa var fús til þess, því hún
var alltaf viljug að hjálpa mömmu sinni.
Tók hún fötuna í liönd sér og hljóp út úr dyrunum og á
spretti ofan brekkuna og ofan að fljóti, sem rann nokkuð fyrir
neðan bæinn. En ferðin var svo mikil á henni og hált á bryggj-
unni, að hún hljóp beint fram af henni og á bólakaf ofan í
vatnið. Henni vildi það til lífs, að þegar henni skaut upp, sneri
andlit hennar að bryggjunni. Náði hún taki á henni og gat
kliírað upp úr vatninu. Enginn sá til hennar, og hefði hún
drukknað þarna, ef ekki hefði vifjað svona heppilega til, að hún
snerist við i vatninu og kom upp á þennan hátt. Hún kom hold-
vot inn til mömmu sinnar, sem bað guð að hjálpa sér, þegar
hún sá hana. Hún háttaði hana ofan í rúm og gaf henni heifa
mjólk að drekka og hresstist hún brátt. Lofaði hún mömmu
sinni því, að gæta sín framvegis að detta ekki í fljótið.
6. Jólin í Nýja-lslandi
Byggðin, þar sem Lóa átti heima, var nefnd Nýja-ísland, enda
voru þar á þeim árum eingöngu íslendingar.
Von bráðar komu Ný-íslendingar sér upp samkomuhúsi, sem
einnig var notað sem kirkja.
Nú ætla ég að lýsa fyrir ykkur jólum í Nýja-íslandi, eftir að
samkomuhúsið var reist.
Á aðfangadagskvöld fór öll fjölskyldan í Skógum til aftan-
söngs. Þau þurftu að fara langa leið og fóru þau á sleða, því
að djúpur snjór var á jörðu. Pabbi var ekillinn, en mamma og
börnin sátu á sleðanuin, dúðuð vel, til varnar gegn kuldanum.
Nú var ekið með bjölluhljómi yfir snjóbreiðurnar, gegnum
glitrandi hvítan skóginn, unz komið var að uppljómuðu sam-
komuhúsinu. Þar voru fjölskyldur frá flestum heimilum byggð-
arinnar komnar, og allflestar á sleðum. Sprett var af, og fólkið
— Saga frá Nýja-íslandi —
439