Æskan - 01.10.1969, Blaðsíða 27
Iþróttir
^^^^SiguröuMjelgasoiK
Þá er lokið annarri þríþraut FRÍ
og ÆSKUNNAR Úrslit keppninn-
ar birtast nú í blaðinu, og ennfrem-
ur skrifar einn þátttakandinn um
dvölina að Laugarvatni. FRÍ og
ÆSKAN flytja öllum keppendunum
s'nar beztu þakkir fyrir þátttökuna.
Þsgar við komum að Laugarvatni,
blakti íslenzki fáninn við hún. Sig-
urður sagði okkur, að það væri til
heiðurs okkur, því að með komu okkar
v®ri Æfingamiðstöð ÍSÍ að Laugarvatni
|ekin í notkun. Við bjuggum í heimavist
iþróttakennaraskóla íslands, sem er mjög
v'stleg. Forstöðumaður æfingamiðstöðvar-
innar er Höskuldur Goði Karlsson. Hann
Sa9ði okkur fyrsta kvöldið helztu reglurnar,
Sem okkur fannst sjálfsagt að fara eftir.
Dvölin að Laugarvatni þessa þrjá daga
Var 1 alla staði mjög skemmtileg.
Bæði kvöldin voru sýndar kvikmyndir
ÚRSLIT
í þríþraut F.R.Í.
og ÆSKUNNAR
Sigurvegararnir ásamt
Sigurði Heigasyni.
Fánahylling að Laugarvatni.
um íþróttir að ógleymdum kvöldvökunum.
Þá var glátt á hjalla og oft hlegið dátt.
Maturinn var líka einstaklega góður allan
tímann.
Við fórum í sundlaugina á kvöldin en í
gufubað fyrir hádegi. Okkur fannst dálit-
ið erfitt að fara inn í gufubaðstofuna fyrst
í stað, en það vandist fljótt. Eftir gufubað-
ið var hressandi að vaða út í vatnið, sem
er mjög grunnt. Sigurður fór með okkur
á æfingu fyrir hádegi annan daginn og
bjó okkur undir keppnina. Veðurspáin var
ekki sem bezt fyrir laugardaginn, svo hann
ákvað að keppnin í boltakastinu færi fram
daginn áður. Nú var alvara á ferðum og
allir reyndu að gera sitt bezta. Árangur í
boltakastinu var mjög góður, og voru sett
ný met í öllum flokkum nema einum. Af
strákunum kastaði lengst Gunnar Einars-
son úr Hafnarfirði, 84,03 m. Hann kastaði
einnig lengst í úrslitakeppninni 1967, 54,10
m. Hann bætti því eigið met um fast að
30 metrum! Hann hafði góða forystu eftir
fyrstu grein með 1381 stig, en næstir komu
Hörður Jóngsson frá Húsavik með 1172
stig og Alfreð Hilmarsson úr Reykjavík
með 1103 stig.
í telpnaflokki var keppnin mjög jöfn.
Metið var 40,15 m og köstuðu 9 lengra
að þessu sinni. Lengst kastaði Kristín
Baldursdóttir frá Reykjavík, 49,18 m. Hún
hlaut 1130 stig fyrir boltakastið ásamt
Guðrúnu Sigurjónsdóttur frá Húsavík, en
443