Æskan - 01.10.1969, Qupperneq 29
Eftir gufubaðið var vaðið út i vatnið. það var glatt á hjalla á kvöldin.
fveimur greinum með 2471 stig. í öðru
sæti var Hörður Jónasson með 2232 stig
°9 I þriðja sæti var kominn Haraldur'Har-
aldsson frá Akureyri með 1988 stig. Gunn-
ar sigraði einnig í síðustu greininni, stökk
1.55 m ( hástökki. Hann sigraði þvl með
hiiklum yfirburðum [ þríþrautinni, hlaut
3591 stig. I öðru sæti var Hörður Jónasson
aieð 3127 stig, og í þriðja sæti nemandi
Sigurðar, Veturliði Rúnar Kristjánsson frá
l-augargerðisskóla á Snæfellsnesi með
2919 stig.
Keppninni var nú lokið og allir voru
ánægðir þrátt fyrir kulda og bleytu. Sig-
arður afhenti okkur nú verðlaun um leið
°9 hann tilkynnti úrslit. Allir þátttakendur
fengu skrautrjtuð verðlaunaskjöl, og sig-
Urvegarar ( öllum aldursflokkum auk þess
Verðlaunapening. Og Gunnar og Sigríður
hlutu verðlaun Flugfélags íslands, flugferð
«l Grænlands 15. ágúst. Að síðustu þakk-
aði Sigurður fyrir okkur öll dvölina að
Laugarvatni, sem var okkur öllum hreint
^vintýri. Okkur fannst hann sjálfur samt
aiga mestar þakkir skilið og kvöddum við
hann með ferföldu húrrahrópi við komuna
fii Reykjavíkur.
— Ein úr hópnum —
Tranan hefur reyndar
aðeins einn fótlegg
ítalskur maður efndi einu
sinni til mikillar veizlu og
bauð þangað mörgum þekktum
mönnum. Meðal annars átti að
liafa í veizlunni steikta trönu.
Matreiðslumaðurinn átti kœr-
ustu, sem kom til hans meðan
hann var að stcikja trönuna.
Þegar hún sá það, bað hún
hann að gefa sér krík af trön-
unni. Hann þorði ekki annað
en gera það af ótta við að hún
móðgaðist og yrði honum frá-
liverf.
Nú kemur að veizlunni og
matreiðslumaðurinn varð að
hera fram trönu með 1 kríka.
Húshóndinn tók eftir þessu
og vakti athygli matreiðslu-
mannsins á því, en hann svar-
aði: „Trana hcfur aðeins einn
fótlegg.“ Húsbóndinn roðnaði
við að lieyra svo hlygðunar-
iausa lygi, en sagði ekkert.
Næsta dag fékk húshóndinn
sér hyssu og skipaði mat-
reiðslumanninum að fylgja sér,
og um leið sagðist þann ætla
að sanna honum, að tranan
hefði tvo fótleggi en ekki einn.
Nauðbeygður varð mat-
reiðslumaðurinn að hlýða fyr-
irskipuninni. Eftir nokkurn
tima komu þeir að mýri, þar
sem mikið var af trönum. Þær
sýndust allar vera einfættar,
því þær höfðu dregið að sér
annan fótinn.
„Sjáðu nú, herra minn, hver
trana er með einn fótlegg,“
sagði matreiðslumaðurinn.
„Ég skal nú sanna þér liið
gagnstæða," sagði húsbóndinn
og æpti: „U-u, u, u 1“ Trönurn-
ar flugu allar upp, svo að báðir
fótlcggir sáust vel.
„Ertu nú loks sannfærður
um, að tranan hafi tvo fót-
leggi?“ spurði húsbóndinn.
„En, herra minn,“ mótmælti
matreiðslumaðurinn, „þú æptir
ekki i gær: U-u, u, u!“
Húsbóndinn dáðist svo að
þessu liugkvæma svari, að
liann fyrirgaf matreiðslumann-
inum.
K. G. sneri úr esperanto.
445