Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1969, Page 37

Æskan - 01.10.1969, Page 37
Áhugasöm ung skákböm í Sovétríkjunum. 1 undanförnum skákþáttum höfum við athugað taflborðið, taflmennina og gang jieirra og cinnig ýmsar fastar reglur, sem viðteknar eru í skák. Áður en við förum að athuga svo- kallaðar byrjanir í skák, skul- um við fcsta okkur i minni ýmis góð ráð og reglur, sem taldar eru viturlegar og réttar i skák, einkum J)ó í byrjunar- og miðtafli: 1. Gott J>ykir að koma báð- um miðborðspeðum sínum fram i upphafi skákar og opna J)á um leið fyrir drottningu og biskupa. 2. Ekki er gott að leika drottningu sinni út á ber- svæði snemma i skákinni, ])vi að J)á getur andstæð- ingur e. t. v. sótt svo að henni með peðum og létt- um mönnum, að hún verði að hörfa aftur, og veldur bað oft leiktapi, sem er bæði ánægja og ávinning- ur fyrir andstæðinginn. Skák 3. Gæta skal J)ess að virða hina léttustu menn skákar- innar, peðin, ekki síður en hina aðra. Fórnið J)eim ekki að nauðsynjalausu i fyrrihluta skákar. Oft get- ur eitt peð ráðið úrslitum i taftlokum. 4. Sé teflandi að gera eða undirbúa sérstaka árás á inenn andstæðingsins, verður liann ætíð að gæta vel að öryggi sinna manna og athuga vel mögulegar gagnsóknarleiðir andstæð- ings sins. 3. Eeiki andstæðingur leik, sem virðist fljótt á litið vera afleikur, er rétt að flana ekki að neinu, held- ur athuga stöðuna grand- gæfilega. — Ef til vill er falin gildra í leiknum. Reitirnir f‘2 og f7 eru veik- ir reitir hjá báðum tefl- endum. Þeir eru ekki vald- aðir af neinum nema kóng- inum. Oft beinist J)ví sókn að J)essum reitum, og verð- ur að hafa J)að vel í liuga. 7. ltiddararnir eru venjulega bezt settir næst miðju tafl- borði. Þaðan geta J)eir ógn- að í allar áttir. Itiddari lá miðborði, sem andstæð- ingur getur ekki ógnað með peði, er að margra dómi álíka sterkur og hrókur. 8. Hrókarnir koma venjulega ekki mikið við orrustuna fyrr en liða tekur á skák- ina og mönnum hefur fækkað á borðinu. Þá geta J) e i r ráðið yfir heilum reitaröðum (línum). í). Flestir hafa J)að að sið að hrókera frekar snemma í skákinni. Við l>að fær kóngurinn skjól, en lirók- urinn kemst á orrustu- svæðið (miðborðið). 10. Mannakaup eða uppskipti skulu menn forðast, ef enginn sjáanlegur ávinn- ingur er fyrir hendi. Hins vegar er slíkt rétt og sjálf- sagt, ef teflandi er viss um að bæta stöðu sína með ])ví. 11. Ekki er ráðlegt að hætta sér út i vafasamar leik- fléttur aðeins tii J)ess að trufla andstæðinginn. Oft getur slíkt komið teflanda sjálfum í koll, ef kænlega er teflt á móti. 12. Það er að vísu gott fyrir teflanda að hafa frum- kvæðið í skákinni, en sé rétt teflt af andstæðings- ins hálfu, veitir það þó enga yfirburði eða örugg- an vinning. Bókaverzlun ÆSKUNNAR, Kirkjutorgi 4, hefur nú til sölu mjög hentugar MÖPPUR UNDIR ÆSKUNA Verð möppunnar er aðeins kr. 114,00. 453

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.