Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1969, Page 41

Æskan - 01.10.1969, Page 41
PÓST SVIFFLUG Þann 8. ágúst s.l. fór Svifflugfélag Islands sérstakt póstsvifflug frá Hellu á Rangárvöllum til Reykjavíkur. Tilefnið var að liðin voru 30 ár frá því að fyrst hafði verið farið með póst í svifflugu frá Sand- skeiði til Reykjavíkur. Það var tékknesk tveggja manna fluga, sem flutti póstinn að þessu sinni, og birtum við hér mynd af flugunni og svo af kortinu, sem flugan flutti. Þeir eru nú að verða margir hér á landi, sem safna alls konar sérflugum, en auk þess eru margir erlendis, sem safna ekki aðeins sérflug- um, heldur einnig svifpóstflugum sérstaklega. i sænska þorpinu Hanosag í suðurhluta Svíþjóðar býr fullorðin kona, sem allmjög sker sig úr hópi jafngamalla kynsystra sinna. Þegar vinkonur hennar safnast saman í kirkjunni, fara á kvenfélagsfund, eða í boð, fer hún í æfinga- búning sinn, sem fer henni einstaklega vel, þrátt fyrir að hún sé orðin sextíu og átta ára gömul. Sú gamla hefur mikinn áhuga á knattspyrnu, og ver markið i frístundum sínum. Hún þykir standa sig einkar vel í markinu, til dæmis hefur hún ekki þurft að sækja boltann í netið nema fjórum sinnum í siðustu sex leikjum sinum.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.