Æskan - 01.10.1969, Síða 43
SKÁTAHEITIÐ
# Ég lofa að gera það sem í mínu
valdi stendur til þess:
# Að gera skyldu mína við Guð og
ættjörðina
# Að hjálpa öðrum
Baden-Powell
# Að halda skátalögin
Lady Baden-Powell
HYAÐ þarf ég að gera til þess að verða skáti?
Oft hefur þessi spurning verið borin fram, og misjafnlega
hefur henni verið svarað, og þá af þeim sem minnst vissu
deili á þessu máli. Ég man þá tíð, að sumir héldu því
fram, að maður þyrfti að ganga svo og svo marga kílómetra og
klífa fiöll og tinda, aðrir sögðu, að það yrði að lesa heil ósköp
og taka mörg próf og þung. Nú vita allir, að kílómetrarnir og próf-
in eru aukaatriði, það sem máli skiptir er viss kunnátta í skáta-
fræðum. Sá lærdómur er aðallega fólginn í að undirbúa sig til
að geta farið í útilegur lengri eða skemmri tíma, án þess að
stofna sjálfum sér f voða eða valda öðrum vandræðum. Við þenn-
an undirbúning stofna skátarnir sérstaka flokka, sem halda síðan
hópinn. Flokkarnir taka að sér ýmis verkefni, sem eru leyst með
samstarfi allra félaganna. petta eru yfirleitt frjáls verkefni, sem allir
hafa gaman af að glfma við. Verkefnin eru fjölbreytt, allt frá þvi
að hnýta nokkra hnúta upp i að halda leiksýningu á frumsömdu
efni á skátamóti. Jafnframt þessu læra skátarnir sitthvað um
helztu æviatriði stofnandans, Baden-Powells, og upphaf og sögu
skátahreyfingarinnar.
Hvernig hófst svo þetta starf, hvað var upphafið að þessari
stærstu æskulýðshreyfingu, sem stofnuð hefur verið? Hreyfingu,
sem nær til allra trúarbragða og kynþátta en felur i sér þann
boðskap, að: Allir skátar eru góðir lagsmenn. Hreyfingin á upp-
tök sín í útilegu, sem Robert Baden-Powell, frægur enskur hers-
höfðingi, hélt á lítilli eyju i ánni Thames árið 1907.
Hann safnaði saman nokkrum drengjum, sem höfðu mjög mis-
iafna menntun, höfðu alizt upp við ólik skilyrði, voru bæði frá
fátækum og ríkum heimilum. Hann vildi sanna það, að allir þessir
ólíku aðilar gætu orðið vinir og samherjar, þrátt fyrir allan þann
tttikla mismun, ef þeir einungis fengju leiðsögn og þjálfun, lærðu
að virða hvern annan og bera sameiginlega ábyrgð á störfunum.
Þarna var „Flokkakerfið" reynt í fyrsta sinn, og allt starf fór
fram samkvæmt því. Hver flokkur hafði sitt eigið svæði, og B.P.
9erði allt sem hægt var til þess að efla flokksandann — anda
vináttu og einingar. Drengirnir tóku mjög vel leiðsögn hans, þeir
voru fljótir að skilja, hvað það var að „vera viðbúinn".
Þá sá Baden-Powell, að tilraunin hafði heppnazt, og hann
fór að vinna að nánari skipulagningu skátastarfsins. Hann samdi
bókina „Scouting for Boys", sú bók er til í íslenzkri þýðingu og
heitir „Skátahreyíingin". Þá bók ættu allir að lesa, sem vilja
kynnast þessu máli.
Baden-Powell hætti nú herþjónustu og helgaði skátahreyfing-
unn'i alla starfskrafta sína upp frá því. Skátastarfið býður upp á
marga möguleika sem „þúsund þjala smiður", þ. e. vita deili á
ýmsu og kunna á því skil, svo maður sé fær um að hjálpa bæði
sjálfum sér og öðrum, þegar þörf krefur. Hin fjölmörgu skátapróf,
útilegur og æfingar eru til þess fallin að skáti geti „verið við-
búinn".
459